Hressir eftir að Vaidas dó 18. október 2004 00:01 Jónas Ingi Ragnarson og Tomas Malakauskas virtust hressir og kátir og alls ekki áhyggjufullir, eftir að Vaidas Jucevicius lést í Kópavogi og þar til honum var komið fyrir í sjóinn við netagerðabryggjuna í Neskaupstað, að sögn vitna í aðalmeðferð Líkfundarmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Grétari Sigurðarsyni og Tomasi ber saman í megindráttum um að þremenningarnir hafi allir á þátt í að losa sig við lík Vaidasar. Réttarmeinafræðingur, sem krufði lík Vaidasar, segir að ef hann hefði ekki verið með samgróninga í mjógirni hefði hann mjög líklega getað skilað af sér 61 fíkniefnapakkningu sem hann var með innvortis. Vaidas lést vegna þess að fíkniefnapakkningarnar stífluðust í mjógirninu. Segist hafa verið kurteis Jónas Ingi heldur sig við fyrri framburð og segist hafa verið grunlaus um allt sem viðkom Vaidasi og dauða hans. Jónas viðurkennir að hafa ætlað að sækja Vaidas út á flugvöll þegar hann kom til landsins, þeir hafi ætlað að hittast vegna sumarhúsaviðskipta. Þeir hafi hins vegar farið á mis og hann gefið Vaidas upp á bátinn og ætlað að finna annan Litháa í viðskiptin. Jónas viðurkennir að hafa komið á heimili Tomasar þar sem Vaidas dvaldi í veikindum sínum en þar hafi hann ekki vitað af öðrum en Tomasi og Grétari. Jónas segist fyrst hafa hitt Vaidas morguninn sem hann lést. Hann hafi farið með Tomasi og vini hans, sem síðar hafi reynst vera Vaidas, til Keflavíkur að sækja mann úr flugi. Vaidas hafi kastað upp í aftursætinu og því hafi þeir snúið við, sótt Grétar, og farið með Vaidas á heimili Tomasar. Jónas segist hafa stutt Vaidas inn ásamt Grétari, "Hann hefði getað gengið sjálfur, það var kurteisi af okkar hálfu að styðja hann inn." Þrátt fyrir að Jónas hafi ferðast í sama bíl og lík Vaidasar var flutt í til Norðfjarðar segist hann ekki hafa haft hugmynd um að líkið sem var í bílnum. Segir mafíu bara til í bíómyndum Í vitnastúku sagðist Grétar hafa verið búinn á taugum eftir að Vaidas lést í höndum hans. Hann hafi ekkert viljað vita meira af Vaidasi heldur hafi farið með flugi heim til móður sinnar á Norðfjörð til að jafna sig eftir áfallið. Jónas og Tomas hafi samt komið á eftir honum með líkið á austurland og þannig hafi hann aftur blandast inn í málið en hafi verið hræddur við litháíska-rússneska mafíu vegna hótana sem Tomas kom til skila eftir símtöl til Litháen. "Það er bara kjaftæði, mafía er bara til í bíómyndum," svaraði Tomas aðspurður um tengsl við mafíu. Starfsmaður á bílaleigunni þar sem Jónas og Tomas leigðu jeppa undir líkið, lýsti þeim sem hressum mönnum. Þeir hafi ekki virst áhyggjufullir og hefðu verið fyrirmyndarviðskiptavinir. Ógeðslega vond lykt í bílnum Á leið sinni til Norðfjarðar hittu þeir Jónas og Tomas tvo frændur Grétars fyrir tilviljun. Veður var vont og fóru þeir því í samfloti við frændur Grétars til Djúpavogs þar sem þeir urðu veðurtepptir og gistu á hóteli í tvær nætur. Frændur Grétars veittu báðir athygli að aftursæti voru lögð niður og að drasl hafi verið í bílaleigujeppa Jónasar og Tomasar. Annar frændinn var farþegi í bílaleigujeppanum daginn eftir að þremenningarnir losuðu sig við líkið og sagði ógeðslega vonda lykt hafa verið í bílnum. Sambýliskonur Jónasar og Tómasar kusu að bera ekki vitni fyrir dómi rétt eins og móðir og fósturfaðir Grétars gerðu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Jónas Ingi Ragnarson og Tomas Malakauskas virtust hressir og kátir og alls ekki áhyggjufullir, eftir að Vaidas Jucevicius lést í Kópavogi og þar til honum var komið fyrir í sjóinn við netagerðabryggjuna í Neskaupstað, að sögn vitna í aðalmeðferð Líkfundarmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Grétari Sigurðarsyni og Tomasi ber saman í megindráttum um að þremenningarnir hafi allir á þátt í að losa sig við lík Vaidasar. Réttarmeinafræðingur, sem krufði lík Vaidasar, segir að ef hann hefði ekki verið með samgróninga í mjógirni hefði hann mjög líklega getað skilað af sér 61 fíkniefnapakkningu sem hann var með innvortis. Vaidas lést vegna þess að fíkniefnapakkningarnar stífluðust í mjógirninu. Segist hafa verið kurteis Jónas Ingi heldur sig við fyrri framburð og segist hafa verið grunlaus um allt sem viðkom Vaidasi og dauða hans. Jónas viðurkennir að hafa ætlað að sækja Vaidas út á flugvöll þegar hann kom til landsins, þeir hafi ætlað að hittast vegna sumarhúsaviðskipta. Þeir hafi hins vegar farið á mis og hann gefið Vaidas upp á bátinn og ætlað að finna annan Litháa í viðskiptin. Jónas viðurkennir að hafa komið á heimili Tomasar þar sem Vaidas dvaldi í veikindum sínum en þar hafi hann ekki vitað af öðrum en Tomasi og Grétari. Jónas segist fyrst hafa hitt Vaidas morguninn sem hann lést. Hann hafi farið með Tomasi og vini hans, sem síðar hafi reynst vera Vaidas, til Keflavíkur að sækja mann úr flugi. Vaidas hafi kastað upp í aftursætinu og því hafi þeir snúið við, sótt Grétar, og farið með Vaidas á heimili Tomasar. Jónas segist hafa stutt Vaidas inn ásamt Grétari, "Hann hefði getað gengið sjálfur, það var kurteisi af okkar hálfu að styðja hann inn." Þrátt fyrir að Jónas hafi ferðast í sama bíl og lík Vaidasar var flutt í til Norðfjarðar segist hann ekki hafa haft hugmynd um að líkið sem var í bílnum. Segir mafíu bara til í bíómyndum Í vitnastúku sagðist Grétar hafa verið búinn á taugum eftir að Vaidas lést í höndum hans. Hann hafi ekkert viljað vita meira af Vaidasi heldur hafi farið með flugi heim til móður sinnar á Norðfjörð til að jafna sig eftir áfallið. Jónas og Tomas hafi samt komið á eftir honum með líkið á austurland og þannig hafi hann aftur blandast inn í málið en hafi verið hræddur við litháíska-rússneska mafíu vegna hótana sem Tomas kom til skila eftir símtöl til Litháen. "Það er bara kjaftæði, mafía er bara til í bíómyndum," svaraði Tomas aðspurður um tengsl við mafíu. Starfsmaður á bílaleigunni þar sem Jónas og Tomas leigðu jeppa undir líkið, lýsti þeim sem hressum mönnum. Þeir hafi ekki virst áhyggjufullir og hefðu verið fyrirmyndarviðskiptavinir. Ógeðslega vond lykt í bílnum Á leið sinni til Norðfjarðar hittu þeir Jónas og Tomas tvo frændur Grétars fyrir tilviljun. Veður var vont og fóru þeir því í samfloti við frændur Grétars til Djúpavogs þar sem þeir urðu veðurtepptir og gistu á hóteli í tvær nætur. Frændur Grétars veittu báðir athygli að aftursæti voru lögð niður og að drasl hafi verið í bílaleigujeppa Jónasar og Tomasar. Annar frændinn var farþegi í bílaleigujeppanum daginn eftir að þremenningarnir losuðu sig við líkið og sagði ógeðslega vonda lykt hafa verið í bílnum. Sambýliskonur Jónasar og Tómasar kusu að bera ekki vitni fyrir dómi rétt eins og móðir og fósturfaðir Grétars gerðu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira