Formaður útvarpsráðs segi af sér 14. október 2004 00:01 Með fjárfestingum Símans í Skjá einum er Sjálfstæðisflokkurinn að vaða á skítugum skónum yfir almannaeigur, segir formaður Samfylkingarinnar, en Síminn hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu. Össur Skarphéðinsson segir að formaður útvarpsráðs eigi að segja af sér eða vera rekinn fyrir leynifundi sína með forstjóra Skjás eins. Síminn keypti á dögunum fjórðung í Skjá einum og sýningaréttinn á enska boltanum sem kunnugt er. Nú hefur fyrirtækið aukið hlut sinn og á nú rúmlega helming í sjónvarpsstöðinni. Össuri finnst það „allsendis fráleit tíðindi“ og segir það út í hött að ríkisfyrirtækið Síminn skuli með þessum hætti vera að kaupa einakrekna sjónvarpsstöð. „Ég er líka þeirrar skoðunar að þarna séu sjálfstæðismenn, sem sitja þarna í hverjum pósti, að misnota almannafé,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir þetta part af slagnum sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stöðugt í við Norðurljós. „Þetta er auðvitað farið að ná út yfir öll mörk þegar flokkurinn er farinn að nota almannaeigur í slag af þessu tagi,“ segir Össur. Þá segir hann það alvarlegt að formaður útvarpsráðs hafi verið staðinn að leynilegum fundum með forstjóra Skjás eins. Þarna sé um hagsmunaárekstur að ræða og formaðurinn ætti því að segja af sér eða ráðherra að láta hann fara. Markús Örn Antonsson, útvarpstjóri Ríkisútvarpsins, velti því upp í fréttum ríkisútvarpsins í dag að stofnunin hlyti að spyrja hvort hún nyti sömu kjara varðandi dreifingu og dótturfyrirtæki Símans. Og að það skjóti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsfyrirtæki sem undirbjóði Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði og yfirbjóði í efniskaupum. Össur segir þetta undirstrika hversu óvenjuleg afskipti formanns útvarpsráðs hafi verið af þessu máli. „Þetta er bullandi hagsmunárekstur, hvernig sem menn líta á það, og ef Sjálfstæðisflokkurinn skilur það ekki sýnir það hve gegnsósa hann er af spilltu hugarfari sem auðvitað helgast af því að hann er búinn að sitja allt of lengi að völdum. Hann er farinn að fara með ríkiseignir eins og sínar eigin,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Með fjárfestingum Símans í Skjá einum er Sjálfstæðisflokkurinn að vaða á skítugum skónum yfir almannaeigur, segir formaður Samfylkingarinnar, en Síminn hefur eignast meirihluta í fyrirtækinu. Össur Skarphéðinsson segir að formaður útvarpsráðs eigi að segja af sér eða vera rekinn fyrir leynifundi sína með forstjóra Skjás eins. Síminn keypti á dögunum fjórðung í Skjá einum og sýningaréttinn á enska boltanum sem kunnugt er. Nú hefur fyrirtækið aukið hlut sinn og á nú rúmlega helming í sjónvarpsstöðinni. Össuri finnst það „allsendis fráleit tíðindi“ og segir það út í hött að ríkisfyrirtækið Síminn skuli með þessum hætti vera að kaupa einakrekna sjónvarpsstöð. „Ég er líka þeirrar skoðunar að þarna séu sjálfstæðismenn, sem sitja þarna í hverjum pósti, að misnota almannafé,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir þetta part af slagnum sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stöðugt í við Norðurljós. „Þetta er auðvitað farið að ná út yfir öll mörk þegar flokkurinn er farinn að nota almannaeigur í slag af þessu tagi,“ segir Össur. Þá segir hann það alvarlegt að formaður útvarpsráðs hafi verið staðinn að leynilegum fundum með forstjóra Skjás eins. Þarna sé um hagsmunaárekstur að ræða og formaðurinn ætti því að segja af sér eða ráðherra að láta hann fara. Markús Örn Antonsson, útvarpstjóri Ríkisútvarpsins, velti því upp í fréttum ríkisútvarpsins í dag að stofnunin hlyti að spyrja hvort hún nyti sömu kjara varðandi dreifingu og dótturfyrirtæki Símans. Og að það skjóti skökku við að Síminn skuli vera orðinn aðaleigandi að sjónvarpsfyrirtæki sem undirbjóði Ríkisútvarpið á auglýsingamarkaði og yfirbjóði í efniskaupum. Össur segir þetta undirstrika hversu óvenjuleg afskipti formanns útvarpsráðs hafi verið af þessu máli. „Þetta er bullandi hagsmunárekstur, hvernig sem menn líta á það, og ef Sjálfstæðisflokkurinn skilur það ekki sýnir það hve gegnsósa hann er af spilltu hugarfari sem auðvitað helgast af því að hann er búinn að sitja allt of lengi að völdum. Hann er farinn að fara með ríkiseignir eins og sínar eigin,“ segir formaður Samfylkingarinnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira