Hörð átök um 65 fatlaða nemendur 14. október 2004 00:01 Um 65 mikið fötluðum nemendum hefur verið synjað um undanþágu til kennslu í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 150 hafa fengið undanþágu. "Ég hef viljað veita öllum beiðnum nema einni, sem kom frá Ísaksskóla, brautargengi," sagði Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur og fulltrúi launanefndar sveitarfélaga í undanþágunefnd. Með honum í nefndinni situr fulltrúi Kennarasambands Íslands, en samþykki beggja þarf til að undanþága fáist. Hinn síðarnefndi hefur hafnað nemendunum 65, að sögn Sigurðar Óla. Litlar upplýsingar hafa fengist um starf nefndarinnar nema undanþágur hafi verið veittar. Spurður um fjöldi þeirra beiðna sem væru á borði nefndarinnar hverju sinni væru trúnaðarmál, kvað Sigurður Óli svo ekki vera. "En fulltrúi KÍ byrjaði í upphafi síðasta fundar að bóka, að hann lýsti yfir óánægju sambandsins með umfjöllun fulltrúa launanefndarinnar í fjölmiðlum um störf fulltrúa KÍ í nefndinni og óskaði jafnframt eftir því að störf í nefndinni verði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum," sagði Sigurður Óli. "Í nefndinni kunna vissulega að vera til umfjöllunar viðkvæm málefni um einstaklinga, sem ekki eiga erindi til almennings. En það á ekki við um störf nefndarinnar almennt. Allt eru þetta undanþágubeiðnir fyrir verulega fatlaða einstaklinga, sem ég tel eðlilegt að fái í það minnsta efnislega skoðun, þó það sé nú ekki annað en það. Að mínu mati er búið að setja staðalinn á neyðarástand við þau börn í Öskjuhlíðarskóla sem best eru sett. Þar með segi ég, að það beri að veita undanþágu til allra fatlaðra barna sem eru jafnilla stödd, eða verr stödd heldur en börnin í Öskjuhlíðarskóla, ef þessi nefnd á að starfa á málefnalegum jafnræðisgrundvelli." Spurður um hvort um væri að ræða geðþóttaákvarðanir við afgreiðslu beiðna, sagði Sigurður Óli ekki vilja svara því játandi eða neitandi. "En ég get ekki neitað að þarna séu einsleit mál afgreidd með mismunandi hætti á sérkennilegum forsendum." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Um 65 mikið fötluðum nemendum hefur verið synjað um undanþágu til kennslu í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 150 hafa fengið undanþágu. "Ég hef viljað veita öllum beiðnum nema einni, sem kom frá Ísaksskóla, brautargengi," sagði Sigurður Óli Kolbeinsson lögfræðingur og fulltrúi launanefndar sveitarfélaga í undanþágunefnd. Með honum í nefndinni situr fulltrúi Kennarasambands Íslands, en samþykki beggja þarf til að undanþága fáist. Hinn síðarnefndi hefur hafnað nemendunum 65, að sögn Sigurðar Óla. Litlar upplýsingar hafa fengist um starf nefndarinnar nema undanþágur hafi verið veittar. Spurður um fjöldi þeirra beiðna sem væru á borði nefndarinnar hverju sinni væru trúnaðarmál, kvað Sigurður Óli svo ekki vera. "En fulltrúi KÍ byrjaði í upphafi síðasta fundar að bóka, að hann lýsti yfir óánægju sambandsins með umfjöllun fulltrúa launanefndarinnar í fjölmiðlum um störf fulltrúa KÍ í nefndinni og óskaði jafnframt eftir því að störf í nefndinni verði ekki til umfjöllunar í fjölmiðlum," sagði Sigurður Óli. "Í nefndinni kunna vissulega að vera til umfjöllunar viðkvæm málefni um einstaklinga, sem ekki eiga erindi til almennings. En það á ekki við um störf nefndarinnar almennt. Allt eru þetta undanþágubeiðnir fyrir verulega fatlaða einstaklinga, sem ég tel eðlilegt að fái í það minnsta efnislega skoðun, þó það sé nú ekki annað en það. Að mínu mati er búið að setja staðalinn á neyðarástand við þau börn í Öskjuhlíðarskóla sem best eru sett. Þar með segi ég, að það beri að veita undanþágu til allra fatlaðra barna sem eru jafnilla stödd, eða verr stödd heldur en börnin í Öskjuhlíðarskóla, ef þessi nefnd á að starfa á málefnalegum jafnræðisgrundvelli." Spurður um hvort um væri að ræða geðþóttaákvarðanir við afgreiðslu beiðna, sagði Sigurður Óli ekki vilja svara því játandi eða neitandi. "En ég get ekki neitað að þarna séu einsleit mál afgreidd með mismunandi hætti á sérkennilegum forsendum."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira