Skattbyrði lífeyrisþega eykst 13. október 2004 00:01 Sívaxandi tekjutengingar og aukin skattbyrði hefur skaðað afkomu þeirra eldri borgara sem byggja afkomu sína á almannatryggingakerfinu. Benedikt Davíðsson segir stjórnvöldum að kenna að hagur þessa hóps hefur versnað á síðustu árum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, bendir á móti á að almennu lífeyrissjóðirnir hafi aldrei greitt lífeyrisþegum eins háar fjárhæðir og nú og telur tekjutengingar sanngirnismál. Umdeildar tekjutengingar Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að tekjutengingar almannatryggingakerfisins ræni fólk hvatanum að því að ávinna sér frekari réttindi. Á fyrstu árum lífeyrissjóðakerfisins voru engar slíkar tengingar fyrir hendi en þeim var komið á nokkrum árum síðar. Benedikt segir að vissulega séu tekjutengingar settar á til að jafna mun á tekjuháum og lágum. "Á hinn bóginn voru almannatryggingarnar ekki hugsaðar sem fátækrastofnun heldur tryggingastofnun til að tryggja öllum tilteknar tekjur. Nú eru þær í auknum mæli fátækraframfærslustofnun því tengingarnar eru orðnar svo stífar." Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar er ósammála Benedikt. "Almannatryggingarnar eiga að vera tryggingar fyrir þá sem hafa einhverra hluta vegna ekki verið á vinnumarkaði en lífeyrissjóðirnir eiga hins vegar að sjá fólki fyrir stærstum hluta eftirlaunanna. Með þessum tekjutengingum aukast möguleikarnir á því að hækka bæturnar fyrir þá sem eftir sitja og hafa aflað sér lítilla lífeyrissjóðsréttinda," segir Tryggvi Þór. Hann bætir því við að málið snúist einnig um sanngirni. "Hvaða réttlæti er í því að maður sem á full réttindi í lífeyrissjóði fái jafn mikið úr almannatryggingunum og manneskja sem hefur engra slíkra réttinda aflað?" Aukin skattbyrði Alllt til ársins 1995 fylgdu greiðslur almannatrygginga þróun lágmarkslauna í landinu en síðan skorið var á þessa tengingu hafa bótagreiðslur dregist aftur úr. Þannig var grunnlífeyrir fjórðungur af lágmarkslaunum verkmanna þegar núverandi lífeyrissjóðakerfi var tekið upp en í dag er þetta hlutfall komið niður í tíu prósent. Þar við bætist að tekjuskattur á lægstu laun hefur hækkað vegna þess að skattleysismörk hafa ekki fylgt launa- eða verðlagsþróun. Ef dæmi er tekið af eldri borgara með 100.000 krónur í tekjur á mánuði þá greiðir hann árið 2004 rúm ellefu prósent launa sinna í tekjuskatt á meðan hann greiddi árið 1988 aðeins 0,2 prósent í skatt af sömu rauntekjum. Séu bætur framreiknaðar kemur í ljós að rúmar 16.000 krónur vantar upp á að mánaðarlegar bætur séu jafn háar í dag og þær voru árið 1988. Tryggvi Þór segir að þessir útreikningar geti vel staðist. "Með þessu er hins vegar einungis hálf sagan sögð því við verðum að hafa í huga að árið 1988 þá fengu Íslendingar óverulegar upphæðir úr lífeyrissjóðum á almennum markaði. Nú eru þær upphæðir orðnar verulegar á meðan hlutfall eftirlauna úr almannatryggingakerfinu hefur minnkað." Hvað skerðingu grunnlífeyris varðar þá spyr Tryggvi hvort sú staðreynd endurspegli ekki hversu mikið lægstu laun hafi hækkað. Eldri borgarar sviknir? Til skamms tíma greiddu launþegar svonefnt tryggingagjald en síðar varð það einfaldlega hluti tekjuskattsins og látið að einhverju leyti renna til almannatrygginga. Benedikt segir að þarna sé í raun um tryggingasvik að ræða hjá hinu opinbera og líkir þessu við að maður hafi greitt iðgjöld hjá tryggingafélagi alla tíð en þegar til tjóns kemur þá neitar félagið honum um bætur vegna of hárra tekna. "Þetta er ríkið að gera þegar við verðum fyrir því tjóni sem ellin og brotthvarf af vinnumarkaði eru." Tryggvi Þór er ekki á sama máli og bendir á að staðreyndin sé sú að flestir eldri borgarar eru með hærri tekjur en áður og fá því síður borgað úr almannatryggingakerfinu. "Þannig er tjónið sem Benedikt talar um tæpast til staðar," segir hann.Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar.MYND/GVA Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Sívaxandi tekjutengingar og aukin skattbyrði hefur skaðað afkomu þeirra eldri borgara sem byggja afkomu sína á almannatryggingakerfinu. Benedikt Davíðsson segir stjórnvöldum að kenna að hagur þessa hóps hefur versnað á síðustu árum. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, bendir á móti á að almennu lífeyrissjóðirnir hafi aldrei greitt lífeyrisþegum eins háar fjárhæðir og nú og telur tekjutengingar sanngirnismál. Umdeildar tekjutengingar Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að tekjutengingar almannatryggingakerfisins ræni fólk hvatanum að því að ávinna sér frekari réttindi. Á fyrstu árum lífeyrissjóðakerfisins voru engar slíkar tengingar fyrir hendi en þeim var komið á nokkrum árum síðar. Benedikt segir að vissulega séu tekjutengingar settar á til að jafna mun á tekjuháum og lágum. "Á hinn bóginn voru almannatryggingarnar ekki hugsaðar sem fátækrastofnun heldur tryggingastofnun til að tryggja öllum tilteknar tekjur. Nú eru þær í auknum mæli fátækraframfærslustofnun því tengingarnar eru orðnar svo stífar." Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar er ósammála Benedikt. "Almannatryggingarnar eiga að vera tryggingar fyrir þá sem hafa einhverra hluta vegna ekki verið á vinnumarkaði en lífeyrissjóðirnir eiga hins vegar að sjá fólki fyrir stærstum hluta eftirlaunanna. Með þessum tekjutengingum aukast möguleikarnir á því að hækka bæturnar fyrir þá sem eftir sitja og hafa aflað sér lítilla lífeyrissjóðsréttinda," segir Tryggvi Þór. Hann bætir því við að málið snúist einnig um sanngirni. "Hvaða réttlæti er í því að maður sem á full réttindi í lífeyrissjóði fái jafn mikið úr almannatryggingunum og manneskja sem hefur engra slíkra réttinda aflað?" Aukin skattbyrði Alllt til ársins 1995 fylgdu greiðslur almannatrygginga þróun lágmarkslauna í landinu en síðan skorið var á þessa tengingu hafa bótagreiðslur dregist aftur úr. Þannig var grunnlífeyrir fjórðungur af lágmarkslaunum verkmanna þegar núverandi lífeyrissjóðakerfi var tekið upp en í dag er þetta hlutfall komið niður í tíu prósent. Þar við bætist að tekjuskattur á lægstu laun hefur hækkað vegna þess að skattleysismörk hafa ekki fylgt launa- eða verðlagsþróun. Ef dæmi er tekið af eldri borgara með 100.000 krónur í tekjur á mánuði þá greiðir hann árið 2004 rúm ellefu prósent launa sinna í tekjuskatt á meðan hann greiddi árið 1988 aðeins 0,2 prósent í skatt af sömu rauntekjum. Séu bætur framreiknaðar kemur í ljós að rúmar 16.000 krónur vantar upp á að mánaðarlegar bætur séu jafn háar í dag og þær voru árið 1988. Tryggvi Þór segir að þessir útreikningar geti vel staðist. "Með þessu er hins vegar einungis hálf sagan sögð því við verðum að hafa í huga að árið 1988 þá fengu Íslendingar óverulegar upphæðir úr lífeyrissjóðum á almennum markaði. Nú eru þær upphæðir orðnar verulegar á meðan hlutfall eftirlauna úr almannatryggingakerfinu hefur minnkað." Hvað skerðingu grunnlífeyris varðar þá spyr Tryggvi hvort sú staðreynd endurspegli ekki hversu mikið lægstu laun hafi hækkað. Eldri borgarar sviknir? Til skamms tíma greiddu launþegar svonefnt tryggingagjald en síðar varð það einfaldlega hluti tekjuskattsins og látið að einhverju leyti renna til almannatrygginga. Benedikt segir að þarna sé í raun um tryggingasvik að ræða hjá hinu opinbera og líkir þessu við að maður hafi greitt iðgjöld hjá tryggingafélagi alla tíð en þegar til tjóns kemur þá neitar félagið honum um bætur vegna of hárra tekna. "Þetta er ríkið að gera þegar við verðum fyrir því tjóni sem ellin og brotthvarf af vinnumarkaði eru." Tryggvi Þór er ekki á sama máli og bendir á að staðreyndin sé sú að flestir eldri borgarar eru með hærri tekjur en áður og fá því síður borgað úr almannatryggingakerfinu. "Þannig er tjónið sem Benedikt talar um tæpast til staðar," segir hann.Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar.MYND/GVA
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira