Framsókn stoppar matarskattslækkun 13. október 2004 00:01 Fátt bendir til þess að matarskattur verði lækkaður þrátt fyrir að "bullandi þverpólitískur vilji sé til þess" eins og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar orðar það. Össur er flutningsmaður tillögu þess efnis að matarskattur verði lækkaður úr 14 í 7%. Tveir stærstu stjórmálaflokkar sem tveir einir myndu hafa meirihluta á Alþingi börðust fyrir því fyrir kosningar að lækka matarskattinn og fulltrúar vinstri grænna og frjálslyndra hafa líka verið hlynntir málinu í umræðum á Alþingi. Framsóknarflokkurinn fékk rúm 17% atkvæða í síðustu kosningum. "Það er bara einn flokkur sem stoppar þetta, Framsóknarflokkurinn" segir Össur. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hefur þannig ítrekað bent á andstöðu Framsóknarflokksins við þetta mál. "Það er ágreiningur um virðisaukaskattinn" sagði Geir við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segist þó ekki útiloka lækkun matarskattar ef til þess gefist "svigrúm" eins og hann orðar það. Hann segir skattalækkana-áform stjórnarflokkanna hins vegar liggja fyrir. Hann segist að stjórnarflokkarnir hafi gengið frá þriggja ára langtímaáætlun og þar sé ekki gert ráð fyrir lækkun matarskattar í alls 20 milljarða skattalækkunum. " 4% lækkun tekjuskatts ein sér kostar að minnsta kosti 16 milljarða, eignaskattur lækkar um 3 milljarða og erfðafjárskattur um einn milljarð og því er augljóst að lækkun virðisaukaskatts er ekki á dagskrá. Halldór Ásgrímsson segir: "Við erum ekkert endilega á móti því en þetta er spurning um svigrúm. Ef það skapast meira svigrúm í ríkisfjármálum þá kemur ýmislegt til greina. Við gætum lækkað matarskattinn, en það hefur líka verið talað um stimpilgjöldin sem mörgum þykja óréttlát og aðflutningsgjöld sem leggjast á ýmsar vörur og félag iðnrekenda hefur lagt sérstaka áherslu á. " Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Fátt bendir til þess að matarskattur verði lækkaður þrátt fyrir að "bullandi þverpólitískur vilji sé til þess" eins og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar orðar það. Össur er flutningsmaður tillögu þess efnis að matarskattur verði lækkaður úr 14 í 7%. Tveir stærstu stjórmálaflokkar sem tveir einir myndu hafa meirihluta á Alþingi börðust fyrir því fyrir kosningar að lækka matarskattinn og fulltrúar vinstri grænna og frjálslyndra hafa líka verið hlynntir málinu í umræðum á Alþingi. Framsóknarflokkurinn fékk rúm 17% atkvæða í síðustu kosningum. "Það er bara einn flokkur sem stoppar þetta, Framsóknarflokkurinn" segir Össur. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hefur þannig ítrekað bent á andstöðu Framsóknarflokksins við þetta mál. "Það er ágreiningur um virðisaukaskattinn" sagði Geir við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins segist þó ekki útiloka lækkun matarskattar ef til þess gefist "svigrúm" eins og hann orðar það. Hann segir skattalækkana-áform stjórnarflokkanna hins vegar liggja fyrir. Hann segist að stjórnarflokkarnir hafi gengið frá þriggja ára langtímaáætlun og þar sé ekki gert ráð fyrir lækkun matarskattar í alls 20 milljarða skattalækkunum. " 4% lækkun tekjuskatts ein sér kostar að minnsta kosti 16 milljarða, eignaskattur lækkar um 3 milljarða og erfðafjárskattur um einn milljarð og því er augljóst að lækkun virðisaukaskatts er ekki á dagskrá. Halldór Ásgrímsson segir: "Við erum ekkert endilega á móti því en þetta er spurning um svigrúm. Ef það skapast meira svigrúm í ríkisfjármálum þá kemur ýmislegt til greina. Við gætum lækkað matarskattinn, en það hefur líka verið talað um stimpilgjöldin sem mörgum þykja óréttlát og aðflutningsgjöld sem leggjast á ýmsar vörur og félag iðnrekenda hefur lagt sérstaka áherslu á. "
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira