Með pabba í vinnunni 7. október 2004 00:01 Víða má sjá foreldra taka börn sín á grunnskólaaldri með í vinnuna. Þorvaldur Þorvaldsson bílstjóri hjá Sendibílastöðinni er einn þeirra. Átta ára dóttir hans Saga Rut fer með þegar hún óskar. Þorvaldur beygir reglur Sendibílastöðvarinnar sem kveða á um að farþegar séu ekki með á vinnutímanum: "Það bitnar á vinnunni að hafa börnin með. Hún verður líka stundum þreytt á að sitja í bílnum allan daginn," segir Þorvaldur. Auðsótt mál sé þó að hún fljóti með. Saga Rut saknar skólans. Hún segir gaman að þvælast með pabba sínum. Hún hafi þó ekki fengið nein laun. Hún er nú minnt á annað: "Já, ég fékk einu sinni fimm hundruð kall. Það var út af því að ég var í sundi." Þorvaldur segir að miðað við þeytinginn á dótturinni milli sín, móður hennar og móðursystur megi verkfall kennara ekki standa deginum lengur. Vandi þeirra sé þó smár sé horft til fjölskyldna fatlaðra barna: "Sárt er að hugsa til einhverfra barna sem tapa niður færni í verkfallinu sem þau hafa verið að byggja upp." Hann vill sjá fleiri undanþágur veittar svo börnin skaðist ekki af verkfalli kennara. Þorvaldur sér áhrif verkfallsins víða: "Ég fer í bakarí í morgnana og keyri bakkelsi í skólana á hverjum degi þrátt fyrir kennaraverkfall. Í spjalli við fólkið sem þar vinnur heyrir maður að það er orðið þreytt á að hanga alla daga," segir Þorvaldur. Hann sjái einnig verkfallið bitna á námsgetu Sögu. Móðursystir hennar hafi sett henni ásamt dóttur sinni fyrir. Þær hafi setið við í tíu mínútur en þá gefist upp. Þær þurfi einkunnir og aðra endurgjöf fyrir störf sín. Saga vill sjá kennara fá hærri laun. "Þá er betra að vinna og svona með okkur krökkunum." Spurð hvað hún vilji síðar starfa við svarar hún: "Kennari, af því að þeir kenna börnum." Hún segir ekki koma til greina að feta í fótspor pabba síns og gerast bílstjóri. Ástæðan: "Bara." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Víða má sjá foreldra taka börn sín á grunnskólaaldri með í vinnuna. Þorvaldur Þorvaldsson bílstjóri hjá Sendibílastöðinni er einn þeirra. Átta ára dóttir hans Saga Rut fer með þegar hún óskar. Þorvaldur beygir reglur Sendibílastöðvarinnar sem kveða á um að farþegar séu ekki með á vinnutímanum: "Það bitnar á vinnunni að hafa börnin með. Hún verður líka stundum þreytt á að sitja í bílnum allan daginn," segir Þorvaldur. Auðsótt mál sé þó að hún fljóti með. Saga Rut saknar skólans. Hún segir gaman að þvælast með pabba sínum. Hún hafi þó ekki fengið nein laun. Hún er nú minnt á annað: "Já, ég fékk einu sinni fimm hundruð kall. Það var út af því að ég var í sundi." Þorvaldur segir að miðað við þeytinginn á dótturinni milli sín, móður hennar og móðursystur megi verkfall kennara ekki standa deginum lengur. Vandi þeirra sé þó smár sé horft til fjölskyldna fatlaðra barna: "Sárt er að hugsa til einhverfra barna sem tapa niður færni í verkfallinu sem þau hafa verið að byggja upp." Hann vill sjá fleiri undanþágur veittar svo börnin skaðist ekki af verkfalli kennara. Þorvaldur sér áhrif verkfallsins víða: "Ég fer í bakarí í morgnana og keyri bakkelsi í skólana á hverjum degi þrátt fyrir kennaraverkfall. Í spjalli við fólkið sem þar vinnur heyrir maður að það er orðið þreytt á að hanga alla daga," segir Þorvaldur. Hann sjái einnig verkfallið bitna á námsgetu Sögu. Móðursystir hennar hafi sett henni ásamt dóttur sinni fyrir. Þær hafi setið við í tíu mínútur en þá gefist upp. Þær þurfi einkunnir og aðra endurgjöf fyrir störf sín. Saga vill sjá kennara fá hærri laun. "Þá er betra að vinna og svona með okkur krökkunum." Spurð hvað hún vilji síðar starfa við svarar hún: "Kennari, af því að þeir kenna börnum." Hún segir ekki koma til greina að feta í fótspor pabba síns og gerast bílstjóri. Ástæðan: "Bara."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira