Fyrirtæki ekki rekin með ógnunum 6. október 2004 00:01 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, neitar því alfarið að útgerðarfélagið sé komið á svig við lög og reglur með samningum sínum við áhöfn Sólbaks. "Það er félagafrelsi í landinu," bendir Guðmundur á og segir bæði áhöfn Sólbaks og útgerðarfélagið sátt við samninginn. "Landslög kveða á um að ekki megi semja undir gildandi lágmarkslaunum og það erum við heldur ekki að gera," sagði hann og bætti við að ekki væri hægt að tala um að kjaradeila væri í gangi þar sem forsvarsmenn samtaka sjómanna væru ekki með aðgerðir að beiðni áhafnarinnar. Guðmundur fordæmdi það sem hann kallaði "ólöglegar ofbeldisaðgerðir" forystumanna samtaka sjómanna og sagði stóryrði þeirra síst til að stuðla að lausn deilunnar. Þá hafnar Guðmundur því alfarið að útgerðin beiti áhöfn Sólbaks ofríki. "Þetta er algjör della. Það rekur enginn fyrirtæki með því að ógna fólki. Vinnustaðir þurfa samheldni," segir hann og bætti við að í upphafi hefði útgerðin viljað vinna með stéttarfélögum sjómanna í að aðlaga kjarasamninga að þörfum útgerðarinnar sem yrði að geta brugðist við auknum kröfum um fljótari afhendingartíma vörunnar. "En það fékkst ekki, heldur fengum við bara "nei" eins og alltaf," sagði hann og benti á að ekki hefðu tekist samningar með útgerðarmönnum og sjómönnum árum og áratugum saman. "Það er eitthvað hjá kerfinu sem þarf að breyta fyrst svona illa gengur að ná samkomulagi." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, neitar því alfarið að útgerðarfélagið sé komið á svig við lög og reglur með samningum sínum við áhöfn Sólbaks. "Það er félagafrelsi í landinu," bendir Guðmundur á og segir bæði áhöfn Sólbaks og útgerðarfélagið sátt við samninginn. "Landslög kveða á um að ekki megi semja undir gildandi lágmarkslaunum og það erum við heldur ekki að gera," sagði hann og bætti við að ekki væri hægt að tala um að kjaradeila væri í gangi þar sem forsvarsmenn samtaka sjómanna væru ekki með aðgerðir að beiðni áhafnarinnar. Guðmundur fordæmdi það sem hann kallaði "ólöglegar ofbeldisaðgerðir" forystumanna samtaka sjómanna og sagði stóryrði þeirra síst til að stuðla að lausn deilunnar. Þá hafnar Guðmundur því alfarið að útgerðin beiti áhöfn Sólbaks ofríki. "Þetta er algjör della. Það rekur enginn fyrirtæki með því að ógna fólki. Vinnustaðir þurfa samheldni," segir hann og bætti við að í upphafi hefði útgerðin viljað vinna með stéttarfélögum sjómanna í að aðlaga kjarasamninga að þörfum útgerðarinnar sem yrði að geta brugðist við auknum kröfum um fljótari afhendingartíma vörunnar. "En það fékkst ekki, heldur fengum við bara "nei" eins og alltaf," sagði hann og benti á að ekki hefðu tekist samningar með útgerðarmönnum og sjómönnum árum og áratugum saman. "Það er eitthvað hjá kerfinu sem þarf að breyta fyrst svona illa gengur að ná samkomulagi."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira