Vegið að verkalýðshreyfingum 6. október 2004 00:01 Ný víglína hefur verið dregin á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtæki sem leita hagræðingar ráða starfsfólk utan almennra kjarasamninga og utan þess skipulags sem hér hefur viðgengist þar sem launafólk og fyrirtæki mynda með sér samtök til að semja um kaup og kjör. Alþýðusambandið hefur boðað baráttu gegn þessari þróun með öllum tiltækum ráðum. Brim Nýlega samdi útgerðarfélagið Brim sérstaklega við sjómenn á Sólbaki EA, utan við kjarasamninga sjómanna, á sama tíma og samtök þeirra standa í harðri kjarabaráttu við útgerðamenn og eru samningslausir. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, sagði þá að forystumenn sjómanna hefðu þrásinnis verið beðnir um nútímalegri kjarasamninga til að nýta mætti tækninýjungar um borð í fiskiskipunum og fækka um leið sjómönnum í áhöfnum. Miðstjórn Alþýðusambandsins brást harðlega við og taldi þetta aðför að skipulögðum vinnumarkaði og umsömdum lágmarkskjörum. Í ályktun frá sambandinu sagði að þó að stundum hefði komið til ágreinings væri það einkenni þessa fyrirkomulags að ágreiningur væri leystur við samningaborðið en ekki á einstökum vinnustöðum eða í borðsal einstakra skipa. Iceland Express Nýjasta dæmið um þessa þróun er uppsögn allra flugfreyja hjá Iceland Express. Þeim var í staðinn boðið að ráða sig hjá bresku flugrekstrarfélagi. Ólafur Hauksson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir félagið í stéttarfélagatukthúsi. ,,Við þurfum að lengja vinnutíma flugfreyjanna og treystum okkur ekki til að ná viðunandi lausn með hefðbundnum aðferðum hér innanlands, það er með kjarasamningi." Hann segir að kjarasamningar flugfreyja muni alltaf miðast við hagsmuni Flugleiða þar sem níu af hverjum tíu flugfreyjum séu starfsmenn fyrirtækisins. ,,Þetta er eins og að draga úlfalda í gegnum nálarauga því ef okkar litli hópur samþykkir tilslakanir þá koma Flugleiðir á eftir og fara fram á það sama." Ólafur segir lággjaldaflugfélög verða að vera sveigjanleg í rekstri og þau þurfi að laga sig að alþjóðlegum aðstæðum. Hins vegar sé tregðulögmálið allsráðandi við gerð kjarasamninga. ,,Það er ágætt að búa við stöðugleika en við verðum að geta samið beint við okkar starfsfólk án milligöngu heildarsamtaka." Heimsvæðing bitnar á flugfreyjum Ásdís Eva Hannesdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segir flugfreyjur Iceland Express vilja gera hefðbundinn kjarasamning á íslenskum forsendum. Ef ekki verði breyting á viðhorfi flugfélagsins muni það standa uppi með breskt starfsfólk um áramót. Hún segir þetta nýja stöðu í verkalýðsbaráttu hér á landi. ,,Það hefur ekki gerst áður að íslenskt fyrirtæki segi upp íslenskum starfsmönnum sínum til þess að ráða það aftur hjá erlendu rekstrarfélagi og á erlendum kjörum. Heimsvæðingin er farin að bitna á okkur." Hún segir Iceland Express ekki líða fyrir fjölda flugfreyja hjá Flugleiðum. ,,Í fyrsta lagi hafa Flugleiðir ekki alltaf fengið sitt fram eins og gerist og gengur í kjaraviðræðum og í öðru lagi hefur Iceland Express fengið tilslakanir af okkar hálfu sem Flugleiðir hafa ekki fengið." Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segist víða sjá tilhneigingu hjá atvinnurekendum til að komast undan kjarasamningum. Með því séu þeir að færa kjarabaráttuna á það stig sem hún var árið 1920. ,,Deila okkar við Brim á Akureyri er af sama meiði, einnig deilan við Iceland Express. Að ógleymdum ágreiningi okkar við Landsvirkjun og Impregilo vegna erlendra starfsmanna við Kárahnjúka og launa þeirra." Hann segir þetta mikið áhyggjuefni sem verið sé að fjalla um innan Alþýðusambandsins. ,,Þetta verður þema á ársfundi sambandsins og þetta hlýtur að kalla á breytt viðhorf og ný vinnubrögð að hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Kannski er hægt að bregðast við þessu innan ramma kjarasamninga en á endanum hljóta að verða um þetta átök. Verkalýðshreyfingin getur ekki setið hjá og fylgst með þessu fara í þetta far. Við munum ekki skilja fólk eftir óvarið fyrir þessum ágangi." Gylfa þykir undarlegt að vinnuveitendur tali um að þeir séu í stéttarfélagatukthúsi. ,,Ef þeir geta ekki komið fram við starfsmenn sína eins og þeim sýnist þá telja þeir sig vera í tukthúsi. Ef það er tukthús þá hafa þessi fyrirtæki ekkert hér að gera. Bara af því að þeir þurfa að fara eftir lögum og kjarasamningum þá séu þeir þvingaðir. Ég veit ekki hvað aðrir landsmenn segja um lög sem þeir þurfa að fara eftir. Atvinnurekendur verða að fara eftir lögum eins og hver annar. " Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur að samskipti verkalýðsfélaga og atvinnurekenda séu ekki að taka breytingum. ,,Mér hugnast ekki að útgerðarfélag Sólbaks hafi sagt sig úr okkar samtökum. Það breytir því samt ekki að félagið verður að fara eftir kjarasamningum sem gilda. Hvað Iceland Express varðar, sem er ólíkt Sólbaksmálinu, þá stendur erlent flugrekstrarfélag að baki því. Það er því ekkert sem rekur félagið til að gera kjarasamninga hér og í raun má segja að flugfreyjurnar hafi verið undantekning í þeirra starfsmannastefnu, því að til að mynda eru flugmennirnir með erlenda samninga." Ný víglína, sömu vopnin Þrátt fyrir að víglínan í vinnumarkaðsdeilum hafi færst þá eru vopnin sem beitt er enn þau sömu. Sjómenn voru handteknir á Akureyri þegar þeir reyndu að stöðva löndun úr Sólbaki. Þeir láti líklega ekki staðar numið og kunna að draga upp verkfallsvopnið. Hvort Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, flýi þá af hólmi skal ósagt látið en staðan í kjaraviðræðum sjómanna og útvegsmanna er viðkvæm. Samúðarverkföll koma líka til greina því um þotur og skip gildir það sama, þau þarf að þjónusta af láði. Það má því reikna með vígaferlum á íslenskum vinnumarkaði á næstunni ef svo fer fram sem horfir. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ný víglína hefur verið dregin á íslenskum vinnumarkaði. Fyrirtæki sem leita hagræðingar ráða starfsfólk utan almennra kjarasamninga og utan þess skipulags sem hér hefur viðgengist þar sem launafólk og fyrirtæki mynda með sér samtök til að semja um kaup og kjör. Alþýðusambandið hefur boðað baráttu gegn þessari þróun með öllum tiltækum ráðum. Brim Nýlega samdi útgerðarfélagið Brim sérstaklega við sjómenn á Sólbaki EA, utan við kjarasamninga sjómanna, á sama tíma og samtök þeirra standa í harðri kjarabaráttu við útgerðamenn og eru samningslausir. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, sagði þá að forystumenn sjómanna hefðu þrásinnis verið beðnir um nútímalegri kjarasamninga til að nýta mætti tækninýjungar um borð í fiskiskipunum og fækka um leið sjómönnum í áhöfnum. Miðstjórn Alþýðusambandsins brást harðlega við og taldi þetta aðför að skipulögðum vinnumarkaði og umsömdum lágmarkskjörum. Í ályktun frá sambandinu sagði að þó að stundum hefði komið til ágreinings væri það einkenni þessa fyrirkomulags að ágreiningur væri leystur við samningaborðið en ekki á einstökum vinnustöðum eða í borðsal einstakra skipa. Iceland Express Nýjasta dæmið um þessa þróun er uppsögn allra flugfreyja hjá Iceland Express. Þeim var í staðinn boðið að ráða sig hjá bresku flugrekstrarfélagi. Ólafur Hauksson, upplýsingafulltrúi Iceland Express, segir félagið í stéttarfélagatukthúsi. ,,Við þurfum að lengja vinnutíma flugfreyjanna og treystum okkur ekki til að ná viðunandi lausn með hefðbundnum aðferðum hér innanlands, það er með kjarasamningi." Hann segir að kjarasamningar flugfreyja muni alltaf miðast við hagsmuni Flugleiða þar sem níu af hverjum tíu flugfreyjum séu starfsmenn fyrirtækisins. ,,Þetta er eins og að draga úlfalda í gegnum nálarauga því ef okkar litli hópur samþykkir tilslakanir þá koma Flugleiðir á eftir og fara fram á það sama." Ólafur segir lággjaldaflugfélög verða að vera sveigjanleg í rekstri og þau þurfi að laga sig að alþjóðlegum aðstæðum. Hins vegar sé tregðulögmálið allsráðandi við gerð kjarasamninga. ,,Það er ágætt að búa við stöðugleika en við verðum að geta samið beint við okkar starfsfólk án milligöngu heildarsamtaka." Heimsvæðing bitnar á flugfreyjum Ásdís Eva Hannesdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segir flugfreyjur Iceland Express vilja gera hefðbundinn kjarasamning á íslenskum forsendum. Ef ekki verði breyting á viðhorfi flugfélagsins muni það standa uppi með breskt starfsfólk um áramót. Hún segir þetta nýja stöðu í verkalýðsbaráttu hér á landi. ,,Það hefur ekki gerst áður að íslenskt fyrirtæki segi upp íslenskum starfsmönnum sínum til þess að ráða það aftur hjá erlendu rekstrarfélagi og á erlendum kjörum. Heimsvæðingin er farin að bitna á okkur." Hún segir Iceland Express ekki líða fyrir fjölda flugfreyja hjá Flugleiðum. ,,Í fyrsta lagi hafa Flugleiðir ekki alltaf fengið sitt fram eins og gerist og gengur í kjaraviðræðum og í öðru lagi hefur Iceland Express fengið tilslakanir af okkar hálfu sem Flugleiðir hafa ekki fengið." Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segist víða sjá tilhneigingu hjá atvinnurekendum til að komast undan kjarasamningum. Með því séu þeir að færa kjarabaráttuna á það stig sem hún var árið 1920. ,,Deila okkar við Brim á Akureyri er af sama meiði, einnig deilan við Iceland Express. Að ógleymdum ágreiningi okkar við Landsvirkjun og Impregilo vegna erlendra starfsmanna við Kárahnjúka og launa þeirra." Hann segir þetta mikið áhyggjuefni sem verið sé að fjalla um innan Alþýðusambandsins. ,,Þetta verður þema á ársfundi sambandsins og þetta hlýtur að kalla á breytt viðhorf og ný vinnubrögð að hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Kannski er hægt að bregðast við þessu innan ramma kjarasamninga en á endanum hljóta að verða um þetta átök. Verkalýðshreyfingin getur ekki setið hjá og fylgst með þessu fara í þetta far. Við munum ekki skilja fólk eftir óvarið fyrir þessum ágangi." Gylfa þykir undarlegt að vinnuveitendur tali um að þeir séu í stéttarfélagatukthúsi. ,,Ef þeir geta ekki komið fram við starfsmenn sína eins og þeim sýnist þá telja þeir sig vera í tukthúsi. Ef það er tukthús þá hafa þessi fyrirtæki ekkert hér að gera. Bara af því að þeir þurfa að fara eftir lögum og kjarasamningum þá séu þeir þvingaðir. Ég veit ekki hvað aðrir landsmenn segja um lög sem þeir þurfa að fara eftir. Atvinnurekendur verða að fara eftir lögum eins og hver annar. " Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur að samskipti verkalýðsfélaga og atvinnurekenda séu ekki að taka breytingum. ,,Mér hugnast ekki að útgerðarfélag Sólbaks hafi sagt sig úr okkar samtökum. Það breytir því samt ekki að félagið verður að fara eftir kjarasamningum sem gilda. Hvað Iceland Express varðar, sem er ólíkt Sólbaksmálinu, þá stendur erlent flugrekstrarfélag að baki því. Það er því ekkert sem rekur félagið til að gera kjarasamninga hér og í raun má segja að flugfreyjurnar hafi verið undantekning í þeirra starfsmannastefnu, því að til að mynda eru flugmennirnir með erlenda samninga." Ný víglína, sömu vopnin Þrátt fyrir að víglínan í vinnumarkaðsdeilum hafi færst þá eru vopnin sem beitt er enn þau sömu. Sjómenn voru handteknir á Akureyri þegar þeir reyndu að stöðva löndun úr Sólbaki. Þeir láti líklega ekki staðar numið og kunna að draga upp verkfallsvopnið. Hvort Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, flýi þá af hólmi skal ósagt látið en staðan í kjaraviðræðum sjómanna og útvegsmanna er viðkvæm. Samúðarverkföll koma líka til greina því um þotur og skip gildir það sama, þau þarf að þjónusta af láði. Það má því reikna með vígaferlum á íslenskum vinnumarkaði á næstunni ef svo fer fram sem horfir.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira