Skólastarf hófst að nýju 13. október 2005 14:44 Skólastarf hófst á nýjan leik í dag í þeim fimm skólum sem fengu undanþágu til kennslu á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur. Nemendur eru hæstánægðir en tilfinningar hinna fullorðnu eru blendnar. Spurt er hversu sanngjarnt sé að sum fötluð börn fái kennslu en önnur ekki. Undanþágunefnd samþykkti beiðnir frá Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla, Barna- og unglingageðdeild, athvarfi í Vestmannaeyjum og meðferðarheimilinu Hvítárbakka. Meðal kennara heyrast þær raddir að undanþágurnar hafi fengist á tilfinningalegum forsendum, ekki faglegum. Bent er á að sú stefna sem er við lýði, Skóli án aðgreingar, geri auk þess að verkum að fötluð börn innan almenna skólakerfisins sitji heima á meðan fötluð börn í sérskólum fái kennslu, þrátt fyrir að aðstæður þeirra séu álíka. Undir það tekur fulltrúi sveitarfélaga í undanþágunefnd, Sigurður Óli Kolbeinsson, sem telur að beiðnum fyrir nemendur, sem eru alveg eins viðkvæm fyrir röskun á skólastarfi og þau sem ganga í sérskóla, hafi verið hafnað. Dæmi eru um að skólastjórar hafi nú sótt um undanþágu til nefndarinnar í þrígang. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir erfiðara um vik að sækja um og veita alvarlega fötluðum börnum í hinum almenna skóla því það sé mjög flókið mál. Þótt mikil kátína hafi ríkt meðal nemenda á fyrsta skóladeginum í tvær vikur þá var kátínan ekki eins mikil meðal kennaranna. Einar segir tilfinningar þeirra blendnar, þó svo þeir vilji nemendum sínum og fjölskyldum þeirra allt hið besta, því það sé erfitt að fara til starfa þegar baráttunni er lokið og aðrir eru að standa í baráttunni fyrir þessa kennara. Nemendum leist þó prýðisvel á að vera aftur mættir í skólann. Garðar Írisarson segir skemmtilegra að vera í skólanum en að vera heim. Atli Már Haraldsson hlakkar mest til að fara í „bíló“ í skólanum. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Skólastarf hófst á nýjan leik í dag í þeim fimm skólum sem fengu undanþágu til kennslu á meðan á verkfalli grunnskólakennara stendur. Nemendur eru hæstánægðir en tilfinningar hinna fullorðnu eru blendnar. Spurt er hversu sanngjarnt sé að sum fötluð börn fái kennslu en önnur ekki. Undanþágunefnd samþykkti beiðnir frá Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla, Barna- og unglingageðdeild, athvarfi í Vestmannaeyjum og meðferðarheimilinu Hvítárbakka. Meðal kennara heyrast þær raddir að undanþágurnar hafi fengist á tilfinningalegum forsendum, ekki faglegum. Bent er á að sú stefna sem er við lýði, Skóli án aðgreingar, geri auk þess að verkum að fötluð börn innan almenna skólakerfisins sitji heima á meðan fötluð börn í sérskólum fái kennslu, þrátt fyrir að aðstæður þeirra séu álíka. Undir það tekur fulltrúi sveitarfélaga í undanþágunefnd, Sigurður Óli Kolbeinsson, sem telur að beiðnum fyrir nemendur, sem eru alveg eins viðkvæm fyrir röskun á skólastarfi og þau sem ganga í sérskóla, hafi verið hafnað. Dæmi eru um að skólastjórar hafi nú sótt um undanþágu til nefndarinnar í þrígang. Einar Hólm Ólafsson, skólastjóri Öskjuhlíðarskóla, segir erfiðara um vik að sækja um og veita alvarlega fötluðum börnum í hinum almenna skóla því það sé mjög flókið mál. Þótt mikil kátína hafi ríkt meðal nemenda á fyrsta skóladeginum í tvær vikur þá var kátínan ekki eins mikil meðal kennaranna. Einar segir tilfinningar þeirra blendnar, þó svo þeir vilji nemendum sínum og fjölskyldum þeirra allt hið besta, því það sé erfitt að fara til starfa þegar baráttunni er lokið og aðrir eru að standa í baráttunni fyrir þessa kennara. Nemendum leist þó prýðisvel á að vera aftur mættir í skólann. Garðar Írisarson segir skemmtilegra að vera í skólanum en að vera heim. Atli Már Haraldsson hlakkar mest til að fara í „bíló“ í skólanum.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira