Fyrsta stefnuræða Halldórs 13. október 2005 14:44 Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra flutti jómfrúarræðu sína sem forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöld. Hafi einhver búist við stórpólítiskum tíðindum úr stefnuræðunni eða að nýji forsætisráðherrann opinberaði nýja hugmyndafræðilega sýn á Ísland og umheiminn, hefur viðkomandi orðið fyrir vonbrigðum. Halldór sagði að stórstígar framfarir hefðu orðið í landinu frá því stjórnarflokkarnir hefðu hafið samstarf árið 1995; kaupmáttur ráðstöfunartekna hefði aukist, atvinnuleysi minnkað, velferðarkerfið styrkst og hagur atvinnulífsins vænkast. Sagði forsætisráðherrann það markmið stjórnarflokkanna að við upphaf næsta kjörtímabils hefði kaupmáttur vaxið um 50% frá því samstarf þeirra hófst. "Það er því ekkert sem kallar á róttækar breytingar, þvert á móti er ástæða til að halda áfram á sömu vegferð." Halldór fór yfir kunn stefnumál ríkisstjórnarinnar svo sem um skattalækkanir sem þegar hafa verið boðaðar í fjárlagafrumvarpinu. Þó skýrði hann frá því að tekjuskattslækkun yrði fylgt eftir með hækkun barnabóta, en skýrði ekki frá því hversu mikil sú hækkun yrði. Frumvarp um þetta hefur verið boðað en heimildir Fréttablaðsins herma að útfærslan hafi ekki verið ákveðin. Halldór staðfesti hins vegar að ríkisstjórnin ætlaði að fara sér að engu óðslega í sölu Símans. Ráðgjafi um einkavæðingu yrði ráðinn í nóvember og síðan hæfist undirbúningur: "Þar sem þessi vinna tekur nokkurn tíma er ekki við því að búast að eiginlegt söluferli og sala hefjist fyrr en á fyrri hluta næsta árs." Halldór ítrekaði að ríkið myndi ekki grípa inn í kennaradeiluna og sakaði stjórnarandstöðuna um vekja falsvonir með slíku tali "Það er ljótur leikur og mikill bjarnargreiði að vekja með því falsvonir og getur dregið úr því að samningsaðilar axli ábyrgð sína." Athygli vakti að Halldór nefndi fjölmiðlafrumvarpið nánast í framhjáhlaupi og sagði einungis að unnið væri að málinu í menntamálaráðuneytinu. Alþjóðamál komu lítt við sögu og nefndi hann hvorki Írak né Evrópusambandið á nafn í ræðu sinni. Þá vöktu athygli þau ummæli að í fyrirhuguðum viðræðum við Bandaríkin um varnarsamninginn, yrði "metið hvernig Íslendingar geta tekið aukinn þátt í rekstri Keflavíkurflugvallar". Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra flutti jómfrúarræðu sína sem forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöld. Hafi einhver búist við stórpólítiskum tíðindum úr stefnuræðunni eða að nýji forsætisráðherrann opinberaði nýja hugmyndafræðilega sýn á Ísland og umheiminn, hefur viðkomandi orðið fyrir vonbrigðum. Halldór sagði að stórstígar framfarir hefðu orðið í landinu frá því stjórnarflokkarnir hefðu hafið samstarf árið 1995; kaupmáttur ráðstöfunartekna hefði aukist, atvinnuleysi minnkað, velferðarkerfið styrkst og hagur atvinnulífsins vænkast. Sagði forsætisráðherrann það markmið stjórnarflokkanna að við upphaf næsta kjörtímabils hefði kaupmáttur vaxið um 50% frá því samstarf þeirra hófst. "Það er því ekkert sem kallar á róttækar breytingar, þvert á móti er ástæða til að halda áfram á sömu vegferð." Halldór fór yfir kunn stefnumál ríkisstjórnarinnar svo sem um skattalækkanir sem þegar hafa verið boðaðar í fjárlagafrumvarpinu. Þó skýrði hann frá því að tekjuskattslækkun yrði fylgt eftir með hækkun barnabóta, en skýrði ekki frá því hversu mikil sú hækkun yrði. Frumvarp um þetta hefur verið boðað en heimildir Fréttablaðsins herma að útfærslan hafi ekki verið ákveðin. Halldór staðfesti hins vegar að ríkisstjórnin ætlaði að fara sér að engu óðslega í sölu Símans. Ráðgjafi um einkavæðingu yrði ráðinn í nóvember og síðan hæfist undirbúningur: "Þar sem þessi vinna tekur nokkurn tíma er ekki við því að búast að eiginlegt söluferli og sala hefjist fyrr en á fyrri hluta næsta árs." Halldór ítrekaði að ríkið myndi ekki grípa inn í kennaradeiluna og sakaði stjórnarandstöðuna um vekja falsvonir með slíku tali "Það er ljótur leikur og mikill bjarnargreiði að vekja með því falsvonir og getur dregið úr því að samningsaðilar axli ábyrgð sína." Athygli vakti að Halldór nefndi fjölmiðlafrumvarpið nánast í framhjáhlaupi og sagði einungis að unnið væri að málinu í menntamálaráðuneytinu. Alþjóðamál komu lítt við sögu og nefndi hann hvorki Írak né Evrópusambandið á nafn í ræðu sinni. Þá vöktu athygli þau ummæli að í fyrirhuguðum viðræðum við Bandaríkin um varnarsamninginn, yrði "metið hvernig Íslendingar geta tekið aukinn þátt í rekstri Keflavíkurflugvallar".
Alþingi Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Sjá meira