Alltaf viðbúinn krísuástandi. 13. október 2005 14:44 Húbert Nói Jóhannesson myndlistarmaður segist eftir nokkra umhugsun velja gamla Árbæinn í Árbæjarsafni sem fegursta hús Reykjavíkur. "Mér finnst líka eitthvað fallegt við þá staðreynd að gamli Árbærinn skuli ennþá vera í Reykjavík. Svo er það heillandi að hægt sé að róta upp húsi svona eiginlega beint úr umhverfinu, úr grjóti, torfi og rekavið." Húbert Nói er alinn upp í Árbænum og á þaðan ljúfar minningar úr æsku. "Þetta var náttúrlega í útjaðri byggðar og afskaplega "kreatívt" umhverfi, sem fæddi af sér marga skapandi einstaklinga. Maður varð að hafa ofan af fyrir sér og finna upp á einhverju skemmtilegu því það voru engin skipulögð leiksvæði. Ég og vinur minn fengum til dæmis allskyns dót til afnota sem tengdist starfi föður hans hjá Hafrannsóknastofnuninni. Þetta dót varð grunnur að margvíslegum vísindarannsóknum í Árbænum og við fórum aldrei út úr húsi án þess að vera með poka í beltisstað með matador-húsum, eldspýtum og allskyns drasli sem við ætluðum að nota ef við þyrftum að bregðast við krísuástandi í hverfinu. Það kom nú reyndar aldrei til, en við vorum tilbúnir að mæta hverju sem var og gátum gert skyndikort af svæðinu með aðstoð matador-húsanna ef á þyrfti að halda." Húbert Nói er ekki frá því að hann sæki eitthvað af sínum myndlistarneista í gamla hverfið sitt. "Til dæmis litaskalinn, það var ekki mikil ljósmengun í Árbænum þótt það yrði auðvitað aldrei niðamyrkur heldur mismunandi djúpir bláir tónar. En útlínur Esjunnar í myrkrinu settust að í sálinni svo og andrúmsloftið í Árbænum sem var alveg sérstakt." Húbert Nói ætlaði að verða lífefnafræðingur og segist vera það að einum þriðja. "Svo sá ég fram á að ég myndi enda sem líffræðikennari og svissaði snarlega yfir í myndlistina." Nú er hann að undirbúa sýningu sem opnar í Kaupmannahöfn 26. nóvember næstkomandi. "Mér var bara boðið að koma og halda sýningu og ef ég er beðinn að koma slæ ég til. Það er ekkert flóknara," segir hann glaðbeittur. Hús og heimili Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Húbert Nói Jóhannesson myndlistarmaður segist eftir nokkra umhugsun velja gamla Árbæinn í Árbæjarsafni sem fegursta hús Reykjavíkur. "Mér finnst líka eitthvað fallegt við þá staðreynd að gamli Árbærinn skuli ennþá vera í Reykjavík. Svo er það heillandi að hægt sé að róta upp húsi svona eiginlega beint úr umhverfinu, úr grjóti, torfi og rekavið." Húbert Nói er alinn upp í Árbænum og á þaðan ljúfar minningar úr æsku. "Þetta var náttúrlega í útjaðri byggðar og afskaplega "kreatívt" umhverfi, sem fæddi af sér marga skapandi einstaklinga. Maður varð að hafa ofan af fyrir sér og finna upp á einhverju skemmtilegu því það voru engin skipulögð leiksvæði. Ég og vinur minn fengum til dæmis allskyns dót til afnota sem tengdist starfi föður hans hjá Hafrannsóknastofnuninni. Þetta dót varð grunnur að margvíslegum vísindarannsóknum í Árbænum og við fórum aldrei út úr húsi án þess að vera með poka í beltisstað með matador-húsum, eldspýtum og allskyns drasli sem við ætluðum að nota ef við þyrftum að bregðast við krísuástandi í hverfinu. Það kom nú reyndar aldrei til, en við vorum tilbúnir að mæta hverju sem var og gátum gert skyndikort af svæðinu með aðstoð matador-húsanna ef á þyrfti að halda." Húbert Nói er ekki frá því að hann sæki eitthvað af sínum myndlistarneista í gamla hverfið sitt. "Til dæmis litaskalinn, það var ekki mikil ljósmengun í Árbænum þótt það yrði auðvitað aldrei niðamyrkur heldur mismunandi djúpir bláir tónar. En útlínur Esjunnar í myrkrinu settust að í sálinni svo og andrúmsloftið í Árbænum sem var alveg sérstakt." Húbert Nói ætlaði að verða lífefnafræðingur og segist vera það að einum þriðja. "Svo sá ég fram á að ég myndi enda sem líffræðikennari og svissaði snarlega yfir í myndlistina." Nú er hann að undirbúa sýningu sem opnar í Kaupmannahöfn 26. nóvember næstkomandi. "Mér var bara boðið að koma og halda sýningu og ef ég er beðinn að koma slæ ég til. Það er ekkert flóknara," segir hann glaðbeittur.
Hús og heimili Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira