Lægri matarskatt og betri skóla 3. október 2004 00:01 Lækkun matarskatts til helmings og að fimmtán milljörðum verði varið í menntakerfið umfram áætlanir ríkisstjórnarinnar eru meðal þess sem Samfylkingin vill beita sér fyrir á komandi þingi. Áherslur flokksins voru kynntar á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í gær. Samfylkingin ætlar að flytja tillögu, með Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum, um að Ísland verði tekið út af lista hinna sjálfviljugu þjóða. Eins að Alþingi lýsi yfir að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi verið mistök. Stjórnarandstaðan vill einnig að sett verði á fót nefnd til að kanna forsendur stuðnings Íslands við innrásina. Þá verður einnig lagt til stofnun embættis talsmanns neytenda til að styrkja stöðu neytenda á hinum frjálsa markaði. Þá vill Samfylkingin lækka matarreikning fjölskyldna um fimm milljarða króna með því að lækka virðisaukaskatt á matvæli, vörur og þjónustu úr fjórtán prósentum í sjö prósent. "Að fjárfesting í menntakerfinu verði aukin um fimmtán milljarða er skilyrt því að hagvaxtarspár gangi eftir. Við viljum nota hagvaxtaraukann til að fjárfesta í menntakerfinu og lækka matarskattinn en ekki til að fella niður hátekjuskatt og lækka tekjuskattinn," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir að með aukinni fjárfestingu í menntakerfinu skapist fjölbreyttara atvinnulíf. Því þurfi að nota hagvaxtaraukningu í skólana í stað þess að virkja og byggja nýjar álbræðslur. "Fólk vill fara í skólana og mikil eftirspurn er eftir hvers konar námi. Við verjum langminnstu til háskólastigsins af Norðurlandaþjóðunum eða 0,9 prósent af landsframleiðslu. Á sama tíma veita hin Norðurlöndin 1,2 til þremur prósentum til háskólanna," segir Björgvin. Að fótur sé settur fyrir menntasókn Íslendinga þar sem nemendum bæði í framhaldsskóla og háskóla sé vísað frá segir Björgvin vera hneyksli. Ljóst sé að Samfylkingin vilji fara hina leiðina og greiða leið fólks til mennta. Fréttir Innlent Samfylkingin Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Lækkun matarskatts til helmings og að fimmtán milljörðum verði varið í menntakerfið umfram áætlanir ríkisstjórnarinnar eru meðal þess sem Samfylkingin vill beita sér fyrir á komandi þingi. Áherslur flokksins voru kynntar á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í gær. Samfylkingin ætlar að flytja tillögu, með Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum, um að Ísland verði tekið út af lista hinna sjálfviljugu þjóða. Eins að Alþingi lýsi yfir að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi verið mistök. Stjórnarandstaðan vill einnig að sett verði á fót nefnd til að kanna forsendur stuðnings Íslands við innrásina. Þá verður einnig lagt til stofnun embættis talsmanns neytenda til að styrkja stöðu neytenda á hinum frjálsa markaði. Þá vill Samfylkingin lækka matarreikning fjölskyldna um fimm milljarða króna með því að lækka virðisaukaskatt á matvæli, vörur og þjónustu úr fjórtán prósentum í sjö prósent. "Að fjárfesting í menntakerfinu verði aukin um fimmtán milljarða er skilyrt því að hagvaxtarspár gangi eftir. Við viljum nota hagvaxtaraukann til að fjárfesta í menntakerfinu og lækka matarskattinn en ekki til að fella niður hátekjuskatt og lækka tekjuskattinn," segir Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Hann segir að með aukinni fjárfestingu í menntakerfinu skapist fjölbreyttara atvinnulíf. Því þurfi að nota hagvaxtaraukningu í skólana í stað þess að virkja og byggja nýjar álbræðslur. "Fólk vill fara í skólana og mikil eftirspurn er eftir hvers konar námi. Við verjum langminnstu til háskólastigsins af Norðurlandaþjóðunum eða 0,9 prósent af landsframleiðslu. Á sama tíma veita hin Norðurlöndin 1,2 til þremur prósentum til háskólanna," segir Björgvin. Að fótur sé settur fyrir menntasókn Íslendinga þar sem nemendum bæði í framhaldsskóla og háskóla sé vísað frá segir Björgvin vera hneyksli. Ljóst sé að Samfylkingin vilji fara hina leiðina og greiða leið fólks til mennta.
Fréttir Innlent Samfylkingin Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira