Heimsmet í samneyslu 3. október 2004 00:01 Hækkandi skattbyrði og lakari samkeppnisstaða eru meðal þess sem leiða mun af vaxandi samneyslu Íslendinga að mati Samtaka iðnaðararins. Opinber umsvif eru óvíða meiri en á Íslandi en sem hlufall af þjóðarframleiðslu er samneyslan tæp þrjátíu prósent. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að engin þjóð innan vébanda OECD láti jafn stórt hlutfall landsframleiðslunnar fara í gegnum hið opinbera. Mikil aukning hefur orðið í samneyslunni á síðustu árum, ekki síst í tíð núverandi ríkisstjórnar, og nefnir Þorsteinn sérstaklega mennta- og heilbrigðisgeirann í þessu sambandi. Stór hluti aukningarinnar er vegna launahækkana opinberra starfsmanna. Árið 1970 nam samneyslan fjórtán prósentum af landsframleiðslunni en í dag stappar hún nærri þrjátíu prósentum. Þorsteinn viðurkennir að hluti skýringarinnar sé fólginn í smæð landsins þar sem bjóða verði upp á ákveðna lágmarksþjónustu hvað sem stærð þjóðarinnar líður. "Engu að síður er ástæða til að staldra við þegar við erum komin í efsta sætið," segir Þorsteinn. Þorsteinn varar við auknum opinberum umsvifum á meðan á stóriðjuframkvæmdum stendur. "Núna verður ríkisstjórnin að tryggja að ríkisfjármálin leiði ekki til frekari hækkunar hagvaxtar því þá aukast líkurnar á vaxtahækkunum sem geta leitt til tímabundinnar gengisstyrkingar og síðan til gengisfalls. Það er skynsamlegra að halda aftur af samneyslu og opinberum útgjöldum næstu árin. Eftir það er svo meira tilefni til að auka útgjöldin ef við förum inn í samdrátt því þá geta ríkisfjármálin haft mildandi áhrif." Þorsteinn segir þessa þróun koma sér illa fyrir allar greinar sem eru í alþjóðlegri samkeppni því að þegar raungengi er orðið mjög hátt þá versnar samkeppnisstaða þeirra. Við þetta bætist svo aukin skattbyrði. "Við sjáum að fyrirtæki eru farin að flytja mörg störf til útlanda af þessum sökum," segir Þorsteinn Þorgeirsson að lokum. Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Hækkandi skattbyrði og lakari samkeppnisstaða eru meðal þess sem leiða mun af vaxandi samneyslu Íslendinga að mati Samtaka iðnaðararins. Opinber umsvif eru óvíða meiri en á Íslandi en sem hlufall af þjóðarframleiðslu er samneyslan tæp þrjátíu prósent. Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að engin þjóð innan vébanda OECD láti jafn stórt hlutfall landsframleiðslunnar fara í gegnum hið opinbera. Mikil aukning hefur orðið í samneyslunni á síðustu árum, ekki síst í tíð núverandi ríkisstjórnar, og nefnir Þorsteinn sérstaklega mennta- og heilbrigðisgeirann í þessu sambandi. Stór hluti aukningarinnar er vegna launahækkana opinberra starfsmanna. Árið 1970 nam samneyslan fjórtán prósentum af landsframleiðslunni en í dag stappar hún nærri þrjátíu prósentum. Þorsteinn viðurkennir að hluti skýringarinnar sé fólginn í smæð landsins þar sem bjóða verði upp á ákveðna lágmarksþjónustu hvað sem stærð þjóðarinnar líður. "Engu að síður er ástæða til að staldra við þegar við erum komin í efsta sætið," segir Þorsteinn. Þorsteinn varar við auknum opinberum umsvifum á meðan á stóriðjuframkvæmdum stendur. "Núna verður ríkisstjórnin að tryggja að ríkisfjármálin leiði ekki til frekari hækkunar hagvaxtar því þá aukast líkurnar á vaxtahækkunum sem geta leitt til tímabundinnar gengisstyrkingar og síðan til gengisfalls. Það er skynsamlegra að halda aftur af samneyslu og opinberum útgjöldum næstu árin. Eftir það er svo meira tilefni til að auka útgjöldin ef við förum inn í samdrátt því þá geta ríkisfjármálin haft mildandi áhrif." Þorsteinn segir þessa þróun koma sér illa fyrir allar greinar sem eru í alþjóðlegri samkeppni því að þegar raungengi er orðið mjög hátt þá versnar samkeppnisstaða þeirra. Við þetta bætist svo aukin skattbyrði. "Við sjáum að fyrirtæki eru farin að flytja mörg störf til útlanda af þessum sökum," segir Þorsteinn Þorgeirsson að lokum.
Fréttir Innlent Skattar og tollar Stj.mál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira