Engin ógn af uppgreiðslu lána 30. september 2004 00:01 Uppgreiðsla lána Íbúðalánasjóðs ógnar ekki stöðu sjóðsins, að sögn Halls Magnússonar, sérfræðings hjá Íbúðalánasjóði. Við breytingu húsbréfa í íbúðabréf tók Íbúðalánasjóður ný lán sem ekki eru með uppgreiðsluheimild. Því kann sú staða að koma upp að sjóðurinn geti ekki greitt upp sín lán þótt lántakendur sjóðsins greiði lán sín upp að fullu og sjóðurinn þannig setið uppi með fjármuni sem hann geti ekki notað til uppgreiðslu lána. En að sögn Halls var ráð fyrir þessu gert við undirbúning breytinganna og þessi hætta er því ekki fyrir hendi. "Ástæðan er sú að við skildum eftir 30 prósent af húsbréfaeigninni, af því að við gerðum okkur grein fyrir að núverandi ástand gæti komið upp," segir Hallur. Hann segir að vegna þessara húsbréfaeignar sjóðsins þurfi uppgreiðsla lána að fara í 100 milljarða áður en vandræðaástand skapist. "Þó svo að við höfum ekki gert ráð fyrir að uppgreiðsla lána myndi eiga sér stað svo fljótt sem raun ber vitni og í svo miklum mæli, þá er þetta ekki mál til að hafa áhyggur af," segir Hallur. Hann vill ekki gefa upp í hve miklum mæli lántakendur sjóðsins hafa greitt upp sín lán að undanförnu en segir þær mun lægri en lántökutölur bankanna gefi til kynna. "Bankarnir eru í raun með þessum nýjum lánum að minnka vaxtatekjur sínar af útlánum. Áhrif nýju lánanna hafa þvi miklu meiri áhrif á þá en Íbúðalánasjóð," segir Hallur. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Uppgreiðsla lána Íbúðalánasjóðs ógnar ekki stöðu sjóðsins, að sögn Halls Magnússonar, sérfræðings hjá Íbúðalánasjóði. Við breytingu húsbréfa í íbúðabréf tók Íbúðalánasjóður ný lán sem ekki eru með uppgreiðsluheimild. Því kann sú staða að koma upp að sjóðurinn geti ekki greitt upp sín lán þótt lántakendur sjóðsins greiði lán sín upp að fullu og sjóðurinn þannig setið uppi með fjármuni sem hann geti ekki notað til uppgreiðslu lána. En að sögn Halls var ráð fyrir þessu gert við undirbúning breytinganna og þessi hætta er því ekki fyrir hendi. "Ástæðan er sú að við skildum eftir 30 prósent af húsbréfaeigninni, af því að við gerðum okkur grein fyrir að núverandi ástand gæti komið upp," segir Hallur. Hann segir að vegna þessara húsbréfaeignar sjóðsins þurfi uppgreiðsla lána að fara í 100 milljarða áður en vandræðaástand skapist. "Þó svo að við höfum ekki gert ráð fyrir að uppgreiðsla lána myndi eiga sér stað svo fljótt sem raun ber vitni og í svo miklum mæli, þá er þetta ekki mál til að hafa áhyggur af," segir Hallur. Hann vill ekki gefa upp í hve miklum mæli lántakendur sjóðsins hafa greitt upp sín lán að undanförnu en segir þær mun lægri en lántökutölur bankanna gefi til kynna. "Bankarnir eru í raun með þessum nýjum lánum að minnka vaxtatekjur sínar af útlánum. Áhrif nýju lánanna hafa þvi miklu meiri áhrif á þá en Íbúðalánasjóð," segir Hallur.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira