Fjöldaganga kennara og nema 30. september 2004 00:01 Á annað þúsund kennarar og kennaranemar mættu við höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamenn sína þegar samningafundur var að hefjast þar í morgun. Síðan var haldið í fjöldagöngu niður í ráðhús þar sem Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, las upp svohljóðandi orðsendingu til borgaryfirvalda: „Kominn er tími til að pólitískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bak við andlitslaust fyrirbæri á borð við launanefd sveitarfélaganna. Pólitískt kjörnir borgarfulltrúar verða að axla þá pólitísku ábyrgð sem þeir eru kjörnir til sem borgarfulltrúar. Þegar að 1500 grunnskólakennarar í Reykjavík hafa lagt niður störf og þúsundir grunnskólabarna fara á mis við lögbundna skólaskyldu, þá furða grunnskólakennarar sig á því að engir fundir hafi verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeilu launanefndar sveitarfélaganna og grunnskólakennara, þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli.“ Samningamenn kennara og samningamenn sveitarfélaganna virtust í morgun vera álíka svartsýnir á að nokkur árangur yrði af samningafundinum. Hvorugur hefur boðað tilslakanir eða ný tilboð og sáttatillaga af hálfu Ríkissáttasemjara liggur ekki í loftinu. Þá hefur forsætisráðherra sagt að ekki komi til greina að ríkið komið að samningunum og fjármálaráðherra segir að ríkið hafi fyllilega staðið við allar greiðslur til sveitarfélaga vegna reksturs þeirra á grunnskólunum. Kennarar söfnuðust saman á níunda tímanum fyrir utan húsakynni Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamen sína. Eitthvað er um að kennarar séu orðnir svartsýnir á lausn deilunnar og séu að kanna rétt sinn til að segja upp störfum sínum í verkfalli. Nú rétt fyrir hádegi stóð samningafundurinn enn og er þá þegar orðinn heldur lengri en síðasti fundur var fyrir viku. Hægt er að hlusta á Ólaf Loftsson lesa orðsendinguna í morgun með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Á annað þúsund kennarar og kennaranemar mættu við höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamenn sína þegar samningafundur var að hefjast þar í morgun. Síðan var haldið í fjöldagöngu niður í ráðhús þar sem Ólafur Loftsson, formaður Kennarafélags Reykjavíkur, las upp svohljóðandi orðsendingu til borgaryfirvalda: „Kominn er tími til að pólitískt kjörnir borgarfulltrúar hætti að skýla sér á bak við andlitslaust fyrirbæri á borð við launanefd sveitarfélaganna. Pólitískt kjörnir borgarfulltrúar verða að axla þá pólitísku ábyrgð sem þeir eru kjörnir til sem borgarfulltrúar. Þegar að 1500 grunnskólakennarar í Reykjavík hafa lagt niður störf og þúsundir grunnskólabarna fara á mis við lögbundna skólaskyldu, þá furða grunnskólakennarar sig á því að engir fundir hafi verið haldnir í borgarstjórn um kjaradeilu launanefndar sveitarfélaganna og grunnskólakennara, þá ellefu daga sem grunnskólakennarar hafa verið í verkfalli.“ Samningamenn kennara og samningamenn sveitarfélaganna virtust í morgun vera álíka svartsýnir á að nokkur árangur yrði af samningafundinum. Hvorugur hefur boðað tilslakanir eða ný tilboð og sáttatillaga af hálfu Ríkissáttasemjara liggur ekki í loftinu. Þá hefur forsætisráðherra sagt að ekki komi til greina að ríkið komið að samningunum og fjármálaráðherra segir að ríkið hafi fyllilega staðið við allar greiðslur til sveitarfélaga vegna reksturs þeirra á grunnskólunum. Kennarar söfnuðust saman á níunda tímanum fyrir utan húsakynni Ríkissáttasemjara til að hvetja samningamen sína. Eitthvað er um að kennarar séu orðnir svartsýnir á lausn deilunnar og séu að kanna rétt sinn til að segja upp störfum sínum í verkfalli. Nú rétt fyrir hádegi stóð samningafundurinn enn og er þá þegar orðinn heldur lengri en síðasti fundur var fyrir viku. Hægt er að hlusta á Ólaf Loftsson lesa orðsendinguna í morgun með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira