Kristinn H. fallinn í ónáð 28. september 2004 00:01 Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki sitja í þingnefndum fyrir hönd flokksins í vetur. Þingflokkur framsóknarmanna ákvað það í gærkvöld. Kristinn sat í fjórum nefndum á vegum flokksins á liðnum þingvetri, þar á meðal sem formaður í iðnaðarnefnd þingsins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, sagði að loknum fundi í gær, að þingmenn flokksins treystu Kristni ekki lengur til að fara með með trúnaðarstörf í þingnefndum. Aðspurður um hvað hafi valdið þessum trúnaðarbresti sagði Hjálmar að þar væri ekki um einhvern einn atburð að ræða. ,,Þetta hefur byggst upp á löngum tíma, byrjaði sem samstarfsörðugleikar en síðan brast hver strengurinn á fætur öðrum þangað til algjör trúnaðarbrestur var orðin rauninn. Þetta var eins og hjá hjónum sem áttuðu sig á því að ástin, traustið og vináttan voru farin." Aðspurður hvort þetta veikti ekki stöðu Framsóknarflokksins í stjórnarsamstarfinu sagði Hjálmar að fámenn en sterk liðsheild væri betri en veik og fjölmenn. Kristinn H. Gunnarsson segist ekki vera hættur í þingflokknum eftir atburði gærkvöldsins. ,,Þingflokkurinn fann ekki að störfum mínum í þingnefndunum. Þetta eru frekar viðbrögð við sjálfstæði mínu í tveimur málum, fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Forystunni líkar ekki að þingmenn setji fram skoðanir sem fylgja ekki þeirra línu. Sér í lagi held ég að þeim hafi sárnað það þegar ég upplýsti að þátttaka Íslendinga í hópi hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu hafi ekki verið borin undir þingflokkinn. Kristinn segir að þessi breytta staða í þingflokknum og afstaða sín verði rædd á vettvangi flokksins. Framundan séu fundir kjördæmasambanda, miðstjórnar og flokksþing. Á fundi þingflokksins í gærkvöld var ákveðið að Birkir J. Jónsson tæki við formennsku af Hjálmari í iðnaðarnefnd og varaformennsku í sjávarútvegsnefnd. Dagný Jónsdóttir tók við varaformennsku af Kristni í efnahags- og viðskiptanefnd og Hjálmar Árnason tók sæti hans sem varaformaður samgöngunefndar. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, var falin formennska í félagsmálanefnd og varaformennska í utanríkismálanefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd. Sjá fréttaskýringu Guðmundar H. Guðmundssonar Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun ekki sitja í þingnefndum fyrir hönd flokksins í vetur. Þingflokkur framsóknarmanna ákvað það í gærkvöld. Kristinn sat í fjórum nefndum á vegum flokksins á liðnum þingvetri, þar á meðal sem formaður í iðnaðarnefnd þingsins. Hjálmar Árnason, formaður þingflokksins, sagði að loknum fundi í gær, að þingmenn flokksins treystu Kristni ekki lengur til að fara með með trúnaðarstörf í þingnefndum. Aðspurður um hvað hafi valdið þessum trúnaðarbresti sagði Hjálmar að þar væri ekki um einhvern einn atburð að ræða. ,,Þetta hefur byggst upp á löngum tíma, byrjaði sem samstarfsörðugleikar en síðan brast hver strengurinn á fætur öðrum þangað til algjör trúnaðarbrestur var orðin rauninn. Þetta var eins og hjá hjónum sem áttuðu sig á því að ástin, traustið og vináttan voru farin." Aðspurður hvort þetta veikti ekki stöðu Framsóknarflokksins í stjórnarsamstarfinu sagði Hjálmar að fámenn en sterk liðsheild væri betri en veik og fjölmenn. Kristinn H. Gunnarsson segist ekki vera hættur í þingflokknum eftir atburði gærkvöldsins. ,,Þingflokkurinn fann ekki að störfum mínum í þingnefndunum. Þetta eru frekar viðbrögð við sjálfstæði mínu í tveimur málum, fjölmiðlamálinu og Íraksmálinu. Forystunni líkar ekki að þingmenn setji fram skoðanir sem fylgja ekki þeirra línu. Sér í lagi held ég að þeim hafi sárnað það þegar ég upplýsti að þátttaka Íslendinga í hópi hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu hafi ekki verið borin undir þingflokkinn. Kristinn segir að þessi breytta staða í þingflokknum og afstaða sín verði rædd á vettvangi flokksins. Framundan séu fundir kjördæmasambanda, miðstjórnar og flokksþing. Á fundi þingflokksins í gærkvöld var ákveðið að Birkir J. Jónsson tæki við formennsku af Hjálmari í iðnaðarnefnd og varaformennsku í sjávarútvegsnefnd. Dagný Jónsdóttir tók við varaformennsku af Kristni í efnahags- og viðskiptanefnd og Hjálmar Árnason tók sæti hans sem varaformaður samgöngunefndar. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, var falin formennska í félagsmálanefnd og varaformennska í utanríkismálanefnd og heilbrigðis- og trygginganefnd. Sjá fréttaskýringu Guðmundar H. Guðmundssonar
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira