Lítill vilji til lagasetningar 26. september 2004 00:01 Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa ekki komið saman til að ræða kennaraverkfallið sem hófst fyrir viku. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokks, segir að menn hafi rætt þetta sín á milli þó það hafi ekki verið rætt með formlegum hætti, enda hafi þingflokkurinn ekki komið saman síðan verkfallið hófst. Hjálmar segir að sér hugnist ekki að enda verkfallið með lagasetningu. Sveitarfélög og kennarar verði að semja. Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir að þingflokkurinn hafi ekki komið saman í liðinni viku og því hafi verkfallið ekki verið rætt. Hann segir einsýnt að verkfallið verði rætt á þingflokksfundi sem boðaður hefur verið 1. október, standi það þá enn yfir. Einar vildi ekki tjá sig um hvort binda ætti enda á verkfallið með lögum. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur rætt málið formlega með forystumönnum flokksins í sveitarstjórnum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segir að á fundinum hafi komið fram sterkur skilningur á kröfum kennara. Hann segir órökrétt að ræða lagasetningu á þessu stigi, ríkisvaldið eigi frekar að huga að því að rétta hlut sveitarfélaganna í tekjuskiptingu þeirra og ríkisins. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hefur fjallað um verkfallið. Ögmundur Jónasson, formaður hans, segir þingflokkinn styðja kjarabaráttu kennara og útilokar að samþykkja lög til að ljúka verkfallinu. Það sé hins vegar skylda ríkisins að koma til móts við sveitarfélögin, sem séu fjárhagslega illa stödd. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þingflokkurinn ræði málið í dag. Hann telur ótímabært fyrir ríkisvaldið að grípa inn í deiluna. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa ekki komið saman til að ræða kennaraverkfallið sem hófst fyrir viku. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokks, segir að menn hafi rætt þetta sín á milli þó það hafi ekki verið rætt með formlegum hætti, enda hafi þingflokkurinn ekki komið saman síðan verkfallið hófst. Hjálmar segir að sér hugnist ekki að enda verkfallið með lagasetningu. Sveitarfélög og kennarar verði að semja. Einar K. Guðfinnsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks segir að þingflokkurinn hafi ekki komið saman í liðinni viku og því hafi verkfallið ekki verið rætt. Hann segir einsýnt að verkfallið verði rætt á þingflokksfundi sem boðaður hefur verið 1. október, standi það þá enn yfir. Einar vildi ekki tjá sig um hvort binda ætti enda á verkfallið með lögum. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur rætt málið formlega með forystumönnum flokksins í sveitarstjórnum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segir að á fundinum hafi komið fram sterkur skilningur á kröfum kennara. Hann segir órökrétt að ræða lagasetningu á þessu stigi, ríkisvaldið eigi frekar að huga að því að rétta hlut sveitarfélaganna í tekjuskiptingu þeirra og ríkisins. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs hefur fjallað um verkfallið. Ögmundur Jónasson, formaður hans, segir þingflokkinn styðja kjarabaráttu kennara og útilokar að samþykkja lög til að ljúka verkfallinu. Það sé hins vegar skylda ríkisins að koma til móts við sveitarfélögin, sem séu fjárhagslega illa stödd. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þingflokkurinn ræði málið í dag. Hann telur ótímabært fyrir ríkisvaldið að grípa inn í deiluna.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira