Beggja vegna borðsins 22. september 2004 00:01 Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, er þaulkunnugur kjarabaráttu viðsemjenda sinna. Á árunum 1986 til 1998 var hann framkvæmdastjóri BHMR, síðar BHM, og hefur því á vissan hátt setið beggja vegna borðsins. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að markmið þeirra sem sitja við samningaborðið séu ekki eins ólík og virðast kann í fyrstu; báðum er umhugað um að rétta hag kennara. Þegar Birgir vann hjá BHMR sat hann ekki við sjálft borðið heldur var ráðgjafi með samninganefndum ýmissa félaga, meðal annars Hins íslenska kennarafélags sem í var nokkur hluti grunnskólakennara. Hann segir að sú reynsla sem hann öðlaðist á þessum árum vera ómetanlega í dag. "Ef ég hefði komið alveg grænn á bak við eyrun úr háskólanum úr einhverjum mannauðsfræðum þá hefði ég verið í allt annarri stöðu." Aðspurður telur hann sig ekki endilega hafa betri skilning á málstað kennara en félagar hans í samninganefndinni því margir þeirra hafa svipaðan bakgrunn og þekkja skólastarf vel. Þeir telja allir grunnskólann lykilstofnun í samfélaginu og eru sammála kennurum að því leyti. Birgir er alls ekki þeirrar skoðunar að hann sé genginn í lið með sínum gömlu fjendum. "Ég tel mig hafa verið að vinna mikilvægt, samfélagslegt starf við að rétta kjör ýmissa stétta þegar ég var hjá BHMR og ég tel mig vera að gera það ennþá. Hins vegar eru okkur hjá sveitarfélögunum skorður settar með fjármuni og maður horfir á þetta öðrum augum núna þegar maður verður að velta fyrir sér forgangsröðun. Þegar við vorum hjá BHMR þá veltum við ekki fyrir okkur hver væri forgangsröðun vinnuveitenda, við vildum fyrst og fremst ná árangri fyrir okkar fólk. Það heyrum við auðvitað kennarana segja hér og nú. Þeir vilja ná árangri fyrir sitt fólk og þeim er alveg sama um launastefnur, efnahagsáhrif og slíkt. En mér er ekkert síður umhugað um réttindamál og starfskjör kennara í dag heldur en þá." Birgi grunaði ekki á sínum tíma að hann ætti eftir að semja fyrir atvinnurekendur nokkrum árum síðar heldur langaði hann að snúa sér aftur að hagfræðikennslu í háskóla. Atvik höguðu því hins vegar þannig að árið 1999 réð hann sig til starfa hjá kjaraþróunardeild Reykjavíkurborgar. Birgir var því í forsvari fyrir launanefnd sveitarfélaga í samningaviðræðunum við kennara árið 2001. Þá var gagnkvæmur vilji til að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar á kennarastarfinu og ekki kom til verkfalls. Undirbúningur fyrir þá samninga hófst tveimur árum áður en í samningalotunni sem nú stendur yfir fóru menn síðar af stað. Birgir álítur þó að ekki sé sjálfgefið að menn væru í annarri stöðu í dag ef viðræður hefðu hafist fyrr. "Markmiðin voru þá miklu skýrari á milli samningsaðila og samstaða um það þeirra á meðal. Við höfum ekki eins mikið verið í þessum markmiðshugleiðingum heldur hafa kennararnir verið meira uppteknir af því að breyta ýmsum þáttum samninganna frá 2001 sem varða vinnutíma." Fyrir því er hins vegar ekki mikill áhugi hjá sveitarfélögunum. Kjarasamningana frá því fyrir þremur árum segir hann vera sönnun þess að allt tal um að hann hafi flutt sig yfir í hitt liðið sé rökleysa. "Ég tel þær breytingar sem við gerðum á kennarasamningunum hafi verið gríðarlegt framfaraspor og ég hefði getað verið hvorum megin borðsins að skrifa undir þá samninga." Samningafundir hefjast að nýju í dag en á meðan sinnir Björn sínu hefðbundna starfi í Ráðhúsinu. Hann hefur þó í nógu að snúast við að svara fyrirspurnum sem snúa að verkfallinu og viðræðunum en báðir málsaðilar vildu gera hlé á fundum, fá örlítið andrými og ræða við umbjóðendur sína. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, er þaulkunnugur kjarabaráttu viðsemjenda sinna. Á árunum 1986 til 1998 var hann framkvæmdastjóri BHMR, síðar BHM, og hefur því á vissan hátt setið beggja vegna borðsins. Hann er hins vegar þeirrar skoðunar að markmið þeirra sem sitja við samningaborðið séu ekki eins ólík og virðast kann í fyrstu; báðum er umhugað um að rétta hag kennara. Þegar Birgir vann hjá BHMR sat hann ekki við sjálft borðið heldur var ráðgjafi með samninganefndum ýmissa félaga, meðal annars Hins íslenska kennarafélags sem í var nokkur hluti grunnskólakennara. Hann segir að sú reynsla sem hann öðlaðist á þessum árum vera ómetanlega í dag. "Ef ég hefði komið alveg grænn á bak við eyrun úr háskólanum úr einhverjum mannauðsfræðum þá hefði ég verið í allt annarri stöðu." Aðspurður telur hann sig ekki endilega hafa betri skilning á málstað kennara en félagar hans í samninganefndinni því margir þeirra hafa svipaðan bakgrunn og þekkja skólastarf vel. Þeir telja allir grunnskólann lykilstofnun í samfélaginu og eru sammála kennurum að því leyti. Birgir er alls ekki þeirrar skoðunar að hann sé genginn í lið með sínum gömlu fjendum. "Ég tel mig hafa verið að vinna mikilvægt, samfélagslegt starf við að rétta kjör ýmissa stétta þegar ég var hjá BHMR og ég tel mig vera að gera það ennþá. Hins vegar eru okkur hjá sveitarfélögunum skorður settar með fjármuni og maður horfir á þetta öðrum augum núna þegar maður verður að velta fyrir sér forgangsröðun. Þegar við vorum hjá BHMR þá veltum við ekki fyrir okkur hver væri forgangsröðun vinnuveitenda, við vildum fyrst og fremst ná árangri fyrir okkar fólk. Það heyrum við auðvitað kennarana segja hér og nú. Þeir vilja ná árangri fyrir sitt fólk og þeim er alveg sama um launastefnur, efnahagsáhrif og slíkt. En mér er ekkert síður umhugað um réttindamál og starfskjör kennara í dag heldur en þá." Birgi grunaði ekki á sínum tíma að hann ætti eftir að semja fyrir atvinnurekendur nokkrum árum síðar heldur langaði hann að snúa sér aftur að hagfræðikennslu í háskóla. Atvik höguðu því hins vegar þannig að árið 1999 réð hann sig til starfa hjá kjaraþróunardeild Reykjavíkurborgar. Birgir var því í forsvari fyrir launanefnd sveitarfélaga í samningaviðræðunum við kennara árið 2001. Þá var gagnkvæmur vilji til að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar á kennarastarfinu og ekki kom til verkfalls. Undirbúningur fyrir þá samninga hófst tveimur árum áður en í samningalotunni sem nú stendur yfir fóru menn síðar af stað. Birgir álítur þó að ekki sé sjálfgefið að menn væru í annarri stöðu í dag ef viðræður hefðu hafist fyrr. "Markmiðin voru þá miklu skýrari á milli samningsaðila og samstaða um það þeirra á meðal. Við höfum ekki eins mikið verið í þessum markmiðshugleiðingum heldur hafa kennararnir verið meira uppteknir af því að breyta ýmsum þáttum samninganna frá 2001 sem varða vinnutíma." Fyrir því er hins vegar ekki mikill áhugi hjá sveitarfélögunum. Kjarasamningana frá því fyrir þremur árum segir hann vera sönnun þess að allt tal um að hann hafi flutt sig yfir í hitt liðið sé rökleysa. "Ég tel þær breytingar sem við gerðum á kennarasamningunum hafi verið gríðarlegt framfaraspor og ég hefði getað verið hvorum megin borðsins að skrifa undir þá samninga." Samningafundir hefjast að nýju í dag en á meðan sinnir Björn sínu hefðbundna starfi í Ráðhúsinu. Hann hefur þó í nógu að snúast við að svara fyrirspurnum sem snúa að verkfallinu og viðræðunum en báðir málsaðilar vildu gera hlé á fundum, fá örlítið andrými og ræða við umbjóðendur sína.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira