Tugir fatlaðra barna án vistunar 21. september 2004 00:01 Stærstur hluti fatlaðra nemenda í grunnskólum landsins verður hart úti í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 75 börn í Öskjuhlíðarskóla eru dæmd til að vera heima allan daginn, þar sem þau fá ekki skóladagvist. Allt rask á skipulagi hversdagsins kemur ákaflega illa við fötluðu börnin, sem þurfa helst að hafa allt í föstum skorðum. "Dóttir okkar er þroskaheft með einhverfu," sagði Sigurður Sigurðsson, faðir lítillar stúlku, einnar þeirra sem lenda illa úti í kennaraverkfallinu. Hún stundar nám í Safamýrarskóla, en þar eru börn sem eiga við hvað mesta fötlun að stríða. Hún fær þó skóladagvist eftir hádegi "Líf einhverfu barnanna snýst um að hafa reglu á öllum hlutum," sagði faðir hennar. "Rask, eins og svona verkfall hefur í för með sér er það versta sem kemur fyrir þau." Einar Hólm skólastjóri Öskjuhlíðarskóla sagði, að skóladagvist á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar væri í boði fyrir alla nemendur í 1. - 4. bekk skólans, sem sótt hefði verið um fyrir. Í þessum bekkjum væru 25 - 26 börn. Sú starfsemi væri óbreytt í kennaraverkfallinu og gætu nemendurnir sótt hana eftir klukkan eitt á daginn. Þá hefði ÍTR nýverið tekið við skóladagvist 5. - 10. bekk. Þar hefði ekki verið ráðið starfsfólk enn sem komið væri. "Nemendur 5. - 10. bekkjar, sem eru um 75 talsins, eru því alfarið án tilboða í þessu verkfalli," sagði hann. Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Foreldrafélags Öskjuhlíðarskóla, gagnrýndi mjög, að aðgerðir af því tagi sem kennarar stæðu nú fyrir bitnuðu alltaf harðast á fötluðum börnum og aðstandendum þeirra. "Það er eins og alltaf sé hægt að setja okkur í algerlega vonlausa aðstöðu," sagði hún. "Það er hægt að reyna að útvega einhverja pössun hér og þar. En krakkarnir þola þetta ekki. Ef þetta eru mikið fötluð börn, eins og eru í sérskólunum, þá þola þau alls ekki einhvern þvæling. Þetta veldur þeim mikilli vanlíðan. Þau verða erfið og óróleg. Mér finnst þetta ekki vera boðlegt, sem þessum fjölskyldum er boðið upp á." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Stærstur hluti fatlaðra nemenda í grunnskólum landsins verður hart úti í yfirstandandi kennaraverkfalli. Um 75 börn í Öskjuhlíðarskóla eru dæmd til að vera heima allan daginn, þar sem þau fá ekki skóladagvist. Allt rask á skipulagi hversdagsins kemur ákaflega illa við fötluðu börnin, sem þurfa helst að hafa allt í föstum skorðum. "Dóttir okkar er þroskaheft með einhverfu," sagði Sigurður Sigurðsson, faðir lítillar stúlku, einnar þeirra sem lenda illa úti í kennaraverkfallinu. Hún stundar nám í Safamýrarskóla, en þar eru börn sem eiga við hvað mesta fötlun að stríða. Hún fær þó skóladagvist eftir hádegi "Líf einhverfu barnanna snýst um að hafa reglu á öllum hlutum," sagði faðir hennar. "Rask, eins og svona verkfall hefur í för með sér er það versta sem kemur fyrir þau." Einar Hólm skólastjóri Öskjuhlíðarskóla sagði, að skóladagvist á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar væri í boði fyrir alla nemendur í 1. - 4. bekk skólans, sem sótt hefði verið um fyrir. Í þessum bekkjum væru 25 - 26 börn. Sú starfsemi væri óbreytt í kennaraverkfallinu og gætu nemendurnir sótt hana eftir klukkan eitt á daginn. Þá hefði ÍTR nýverið tekið við skóladagvist 5. - 10. bekk. Þar hefði ekki verið ráðið starfsfólk enn sem komið væri. "Nemendur 5. - 10. bekkjar, sem eru um 75 talsins, eru því alfarið án tilboða í þessu verkfalli," sagði hann. Gerður Aagot Árnadóttir, formaður Foreldrafélags Öskjuhlíðarskóla, gagnrýndi mjög, að aðgerðir af því tagi sem kennarar stæðu nú fyrir bitnuðu alltaf harðast á fötluðum börnum og aðstandendum þeirra. "Það er eins og alltaf sé hægt að setja okkur í algerlega vonlausa aðstöðu," sagði hún. "Það er hægt að reyna að útvega einhverja pössun hér og þar. En krakkarnir þola þetta ekki. Ef þetta eru mikið fötluð börn, eins og eru í sérskólunum, þá þola þau alls ekki einhvern þvæling. Þetta veldur þeim mikilli vanlíðan. Þau verða erfið og óróleg. Mér finnst þetta ekki vera boðlegt, sem þessum fjölskyldum er boðið upp á."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira