Kúvent í afstöðu til Davíðs 20. september 2004 00:01 Traust kjósenda á Davíð Oddssyni eykst nokkuð á ný í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vantraust kjósenda á honum snarminnkar. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan maí þegar umræður um umdeilt fjölmiðlafrumvarp stóðu sem hæst sögðust 57 prósent kjósenda treysta honum síst stjórmálamanna en samsvarandi tala nú er 26 prósent. Davíð trónir sem fyrr á toppi beggja lista: þeirra sem mest er treyst og þeirra sem njóta síst trausts. 27,6 prósent treysta Davíð mest og bætir hann við sig nærri 7 prósentustigum frá í maí. Engu að síður hefur hann ekki endurheimt fyrra traust því oftast hafa 32 til 37 prósent kjósenda sagst treysta Davíð mest. Litlu breytir fyrir Halldór Ásgrímsson að hann hafi sest í stól forsætisráðherra því traust á honum eykst ekki verulega. 16,2 prósent treysta Halldóri mest nú og er þetta óveruleg breyting þótt hann þokist heldur upp á við. Hins vegar tekur hann mikið stökk á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem minnst trausts njóta. 22,6 prósent treysta honum síst allra en sambærileg tala í síðustu könnun var 8,4 prósent. Enn vænkast svo hagur Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri-grænna en traust kjósenda á honum vex töluvert. 22,5 prósent treysta Steingrími J. mest en aðeins 4,7 prósent treysta honum minnst. Foringjar Samfylkingarinnar eiga hins vegar heldur í vök að verjast. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður nýtur mests trausts 9 prósenta kjósenda sem er talsvert minna en í síðustu könnun (rúm 14 prósent) og ekkert í líkingu við aðdraganda síðustu kosninga þegar hún trónaði á toppi trausts-listans og 37,8 prósent kjósenda treystu henni mest. Að vísu hefur að sama skapi dregið úr "óvinsældum" hennar því átta prósent treysta henni minnst í stað nærri 34 prósenta þegar verst lét á síðasta ári. Útreið Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er mun verri. Össur nýtur mests trausts aðeins 5,7 prósenta kjósenda. Aftur á móti treysta 13,1 prósent kjósenda Össuri minnst allra stjórnmálamanna. 800 manns voru spurðir í könnuninni og tóku 60,4 prósent afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Traust kjósenda á Davíð Oddssyni eykst nokkuð á ný í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vantraust kjósenda á honum snarminnkar. Í könnun Fréttablaðsins um miðjan maí þegar umræður um umdeilt fjölmiðlafrumvarp stóðu sem hæst sögðust 57 prósent kjósenda treysta honum síst stjórmálamanna en samsvarandi tala nú er 26 prósent. Davíð trónir sem fyrr á toppi beggja lista: þeirra sem mest er treyst og þeirra sem njóta síst trausts. 27,6 prósent treysta Davíð mest og bætir hann við sig nærri 7 prósentustigum frá í maí. Engu að síður hefur hann ekki endurheimt fyrra traust því oftast hafa 32 til 37 prósent kjósenda sagst treysta Davíð mest. Litlu breytir fyrir Halldór Ásgrímsson að hann hafi sest í stól forsætisráðherra því traust á honum eykst ekki verulega. 16,2 prósent treysta Halldóri mest nú og er þetta óveruleg breyting þótt hann þokist heldur upp á við. Hins vegar tekur hann mikið stökk á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem minnst trausts njóta. 22,6 prósent treysta honum síst allra en sambærileg tala í síðustu könnun var 8,4 prósent. Enn vænkast svo hagur Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri-grænna en traust kjósenda á honum vex töluvert. 22,5 prósent treysta Steingrími J. mest en aðeins 4,7 prósent treysta honum minnst. Foringjar Samfylkingarinnar eiga hins vegar heldur í vök að verjast. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður nýtur mests trausts 9 prósenta kjósenda sem er talsvert minna en í síðustu könnun (rúm 14 prósent) og ekkert í líkingu við aðdraganda síðustu kosninga þegar hún trónaði á toppi trausts-listans og 37,8 prósent kjósenda treystu henni mest. Að vísu hefur að sama skapi dregið úr "óvinsældum" hennar því átta prósent treysta henni minnst í stað nærri 34 prósenta þegar verst lét á síðasta ári. Útreið Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, er mun verri. Össur nýtur mests trausts aðeins 5,7 prósenta kjósenda. Aftur á móti treysta 13,1 prósent kjósenda Össuri minnst allra stjórnmálamanna. 800 manns voru spurðir í könnuninni og tóku 60,4 prósent afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent