Kostnaður hækkar um 10 milljarða 20. september 2004 00:01 Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara fer úr 16 í 26 milljarða króna á ári, ef gengið verður að kröfum kennara, samkvæmt útreikningum Launanefndar sveitarfélaganna. Enginn fundur verður í deilunni fyrr en á fimmtudag. Það er deginum ljósara á fyrsta degi kennaraverkfalls að það er himinn og haf á milli deilenda. Þeir eru fyrir það fyrsta ekki sammála um hvað einn og sami hluturinn kostar, þ.e.a.s. þeir komast að gjörólíkri niðurstöðu um hvað það myndi kosta að ganga að kröfum kennara. Mat kennara er að kostnaðarhækkunin við upphaf samnings, ef gengið verður að honum, sé 24,5%, í árslok 2007 34,4% og í árslok 2008 42,4%. Mat launanefndar sveitarfélaga er hins vegar að hækkunin sé 42,4% við upphaf samnings, 53,7% í árslok 2007 og 63,2% í árslok 2008. Eins og sjá má er munurinn mikill og hann skýrist af mismunandi forsendum deilenda við að reikna út kostnaðinn. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir nefndina gera ráð fyrir því að sveitarfélögin myndu vilja halda uppi sama skólastarfi, fyrir og eftir samninginn. Breytingar í tillögum kennara feli það hins vegar í sér að það sem nú er greitt fyrir í dagvinnu yrði greitt í yfirvinnu. Það er stóri punkturinn að sögn Birgis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, tekur undir þessa skýringu en segir launanefndina ávallt segja að hún semji ekki um yfirvinnu því hvert og eitt sveitarfélag ráði því hvað það kaupi mikla yfirvinnu. Því stendur Eiríkur á því að mat sambandsins sé rétt. Samkvæmt útreikningum launanefndar sveitarfélaganna mundi launakostnaður sveitarfélaganna hækka um 10 milljarða á ári verði samið á forsendum kennara til ársloka 2008, og verða þá 26 milljarðar króna. Birgir Björn segir að það muni valda gríðarlegum skaða í þjóðfélaginu dragist verkfallið á langinn. Því sé sú kvöð á samningsaðilum að setjast niður hið allra fyrsta og reyna að semja. Ríkissáttasemjari, Ásmundur Stefánsson, segir einfalda skýringu á að ekki verði boðað til næsta fundar fyrr en á fimmtudag eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær. Menn þurfi að skýra fyrir fjölmiðlum og sínu baklandi hvað sé að gerast og hvernig aðilar standi. Þegar mikið beri í milli þurfi menn líka að hugsa sig aðeins um. Víðast hvar gætir svartsýni á að lausn sé í sjónmáli og það er ekki að greina mikinn sáttatón í máli deilenda. Eiríkur Jónsson segir það algjörlega ljóst að deilan leysist ekki á þeim grunni sem launanefndin hafi verið að bjóða hingað til. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara fer úr 16 í 26 milljarða króna á ári, ef gengið verður að kröfum kennara, samkvæmt útreikningum Launanefndar sveitarfélaganna. Enginn fundur verður í deilunni fyrr en á fimmtudag. Það er deginum ljósara á fyrsta degi kennaraverkfalls að það er himinn og haf á milli deilenda. Þeir eru fyrir það fyrsta ekki sammála um hvað einn og sami hluturinn kostar, þ.e.a.s. þeir komast að gjörólíkri niðurstöðu um hvað það myndi kosta að ganga að kröfum kennara. Mat kennara er að kostnaðarhækkunin við upphaf samnings, ef gengið verður að honum, sé 24,5%, í árslok 2007 34,4% og í árslok 2008 42,4%. Mat launanefndar sveitarfélaga er hins vegar að hækkunin sé 42,4% við upphaf samnings, 53,7% í árslok 2007 og 63,2% í árslok 2008. Eins og sjá má er munurinn mikill og hann skýrist af mismunandi forsendum deilenda við að reikna út kostnaðinn. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segir nefndina gera ráð fyrir því að sveitarfélögin myndu vilja halda uppi sama skólastarfi, fyrir og eftir samninginn. Breytingar í tillögum kennara feli það hins vegar í sér að það sem nú er greitt fyrir í dagvinnu yrði greitt í yfirvinnu. Það er stóri punkturinn að sögn Birgis. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, tekur undir þessa skýringu en segir launanefndina ávallt segja að hún semji ekki um yfirvinnu því hvert og eitt sveitarfélag ráði því hvað það kaupi mikla yfirvinnu. Því stendur Eiríkur á því að mat sambandsins sé rétt. Samkvæmt útreikningum launanefndar sveitarfélaganna mundi launakostnaður sveitarfélaganna hækka um 10 milljarða á ári verði samið á forsendum kennara til ársloka 2008, og verða þá 26 milljarðar króna. Birgir Björn segir að það muni valda gríðarlegum skaða í þjóðfélaginu dragist verkfallið á langinn. Því sé sú kvöð á samningsaðilum að setjast niður hið allra fyrsta og reyna að semja. Ríkissáttasemjari, Ásmundur Stefánsson, segir einfalda skýringu á að ekki verði boðað til næsta fundar fyrr en á fimmtudag eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gær. Menn þurfi að skýra fyrir fjölmiðlum og sínu baklandi hvað sé að gerast og hvernig aðilar standi. Þegar mikið beri í milli þurfi menn líka að hugsa sig aðeins um. Víðast hvar gætir svartsýni á að lausn sé í sjónmáli og það er ekki að greina mikinn sáttatón í máli deilenda. Eiríkur Jónsson segir það algjörlega ljóst að deilan leysist ekki á þeim grunni sem launanefndin hafi verið að bjóða hingað til.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira