Víðtækasta verkfall um árabil 20. september 2004 00:01 Víðtækasta verkfall á Íslandi um langt árabil er brostið á. Vinnustöðvun 4300 kennara snertir með beinum hætti yfir þrjátíu þúsund fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri. Það var tómlegt um að litast í Austurbæjarskólanum í Reykjavík í hádeginu. Hann er meðal þeirra 180 grunnskóla í landinu sem nú eru lokaðir vegna verkfalls um 4300 kennara. Í kennslustofunum var búið að setja stólana upp á borð. Um 44 þúsund börn á aldrinum sex til fimmtán ára fengu þær fréttir í morgun að það yrði enginn skóli í dag. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands eru 30.500 fjölskyldur á Íslandi með börn á grunnskólaaldri. Þetta þýðir að verkfallið bitnar með beinum hætti á nærri þrjátíu prósent heimila í landinu. Verkfall grunnskólakennara er það fyrsta sem verður á Íslandi í þrjú ár, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Ríkissáttasemjara. Þannig voru engin verkföll árið 2003 né 2002. Árið 2001 voru sjómenn í verkfalli í sex vikur, þroskaþjálfar og sjúkraliðar fóru í smærri verkföll, tónlistarkennarar fóru í 5 vikna verkfall en verkföll flugumferðarstjóra og hjúkrunarfræðinga urðu örstutt. Árið 2000 áttu framhaldsskólakennarar lengsta verkfallið sem stóð í 8 vikur. Verkamannasambandið samdi hins vegar samdægurs, mjólkurfræðingar eftir einn dag en rútubílstjórar voru í löngu verkfalli. 1999 var ekkert verkfall en 1998 var sex vikna sjómannaverkfall. 1997 fóru grunnskólakennarar einnig í verkfall sem stóð í einn dag, sömuleiðis Dagsbrún, Framsókn og Hlíf en það ár var sjö vikna verkfall á Vestfjörðum. 1996 leið án verkfalla en 1995 voru bæði grunn- og framhaldskólakennarar í 5 vikna verkfalli og þarf í raun að fara aftur til þess tíma til að finna vinnustöðvun með jafnvíðtæk áhrif og það kennaraverkfall sem nú er brostið á. Á venjulegum skóladegi eru um 600 krakkar í Austurbæjarskóla á degi hverjum, en í dag var lítið um að vera. Þó er skólinn ekki alveg mannlaus. Um tuttugu starfsmenn hans eru ekki í verkfalli en það eru skólaliðar, skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, starfsmenn skrifstofu og húsvörður. Það var hins vegar lítið að gerast í skólamötuneytinu en starfsmenn sögðu að bannað væri að gefa nemendum að borða á skólatíma í verkfalli. En það eru ekki allir grunnskólar lokaðir. Eftir því sem næst verður komist eru sex einkaskólar starfandi, þeirra á meðal Ísaksskóli í Reykjavík. Þar eru sex kennarar þó í verkfalli, þeir sem hafa elstu samningana, en tíu kennarar halda áfram að kenna. Aðrir einkaskólar starfa óhindrað, þeirra á meðal Landakotsskóli, Tjarnarskóli og Suðurhlíðarskóli. Og krakkar í verkfalli finna sér ýmislegt til dundurs. Skammt frá Ísaksskóla stóðu þrír 7 og 8 ára guttar, þeir Pétur Ágústsson, Kári Bjarnason og Breki Guðmundsson, fyrir tómbólu en þeir eru í Háteigsskóla sem er lokaður. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira
Víðtækasta verkfall á Íslandi um langt árabil er brostið á. Vinnustöðvun 4300 kennara snertir með beinum hætti yfir þrjátíu þúsund fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri. Það var tómlegt um að litast í Austurbæjarskólanum í Reykjavík í hádeginu. Hann er meðal þeirra 180 grunnskóla í landinu sem nú eru lokaðir vegna verkfalls um 4300 kennara. Í kennslustofunum var búið að setja stólana upp á borð. Um 44 þúsund börn á aldrinum sex til fimmtán ára fengu þær fréttir í morgun að það yrði enginn skóli í dag. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands eru 30.500 fjölskyldur á Íslandi með börn á grunnskólaaldri. Þetta þýðir að verkfallið bitnar með beinum hætti á nærri þrjátíu prósent heimila í landinu. Verkfall grunnskólakennara er það fyrsta sem verður á Íslandi í þrjú ár, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Ríkissáttasemjara. Þannig voru engin verkföll árið 2003 né 2002. Árið 2001 voru sjómenn í verkfalli í sex vikur, þroskaþjálfar og sjúkraliðar fóru í smærri verkföll, tónlistarkennarar fóru í 5 vikna verkfall en verkföll flugumferðarstjóra og hjúkrunarfræðinga urðu örstutt. Árið 2000 áttu framhaldsskólakennarar lengsta verkfallið sem stóð í 8 vikur. Verkamannasambandið samdi hins vegar samdægurs, mjólkurfræðingar eftir einn dag en rútubílstjórar voru í löngu verkfalli. 1999 var ekkert verkfall en 1998 var sex vikna sjómannaverkfall. 1997 fóru grunnskólakennarar einnig í verkfall sem stóð í einn dag, sömuleiðis Dagsbrún, Framsókn og Hlíf en það ár var sjö vikna verkfall á Vestfjörðum. 1996 leið án verkfalla en 1995 voru bæði grunn- og framhaldskólakennarar í 5 vikna verkfalli og þarf í raun að fara aftur til þess tíma til að finna vinnustöðvun með jafnvíðtæk áhrif og það kennaraverkfall sem nú er brostið á. Á venjulegum skóladegi eru um 600 krakkar í Austurbæjarskóla á degi hverjum, en í dag var lítið um að vera. Þó er skólinn ekki alveg mannlaus. Um tuttugu starfsmenn hans eru ekki í verkfalli en það eru skólaliðar, skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, starfsmenn skrifstofu og húsvörður. Það var hins vegar lítið að gerast í skólamötuneytinu en starfsmenn sögðu að bannað væri að gefa nemendum að borða á skólatíma í verkfalli. En það eru ekki allir grunnskólar lokaðir. Eftir því sem næst verður komist eru sex einkaskólar starfandi, þeirra á meðal Ísaksskóli í Reykjavík. Þar eru sex kennarar þó í verkfalli, þeir sem hafa elstu samningana, en tíu kennarar halda áfram að kenna. Aðrir einkaskólar starfa óhindrað, þeirra á meðal Landakotsskóli, Tjarnarskóli og Suðurhlíðarskóli. Og krakkar í verkfalli finna sér ýmislegt til dundurs. Skammt frá Ísaksskóla stóðu þrír 7 og 8 ára guttar, þeir Pétur Ágústsson, Kári Bjarnason og Breki Guðmundsson, fyrir tómbólu en þeir eru í Háteigsskóla sem er lokaður.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Sjá meira