Aðgerðir gegn leikjanámskeiðum 20. september 2004 00:01 Skipulögð starfsemi eins og leikjanámskeið á starfstíma kennara er verkfallsbrot að mati Kennarafélagsins. Búast má við aðgerðum, enda lítur félagið svo á að gengið sé inn á verksvið kennara. Dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir hafi skipulagt eða íhugi að koma upp gæslu fyrir börn starfsmanna meðan verkfall varir. Til dæmis eru fleiri en 80 börn starfsfólks KB-banka á leikjanámskeiði í Valsheimilinu, börn þeirra sem starfa í Landsbanknum stendur til boða leikjanámskið í KR-heimilinu og foreldrafélag Íslandsbanka og Sjóvár-Almennra hefur sent börn í heilsuskóla í Félagsheimili Þróttar. Þá hefur Eimskipafélagið tekið á leigu húsnæði fyrir börn starfsfólks og Orkuveitan mun vera að athuga hvort slíkri stafsemi verði komið á. Formaður Verkfallsstjórnunar Kennarafélagsins, Svava Björnsdóttir, segist ekki vita til að slík starfsemi hafi áður verið starfrækt í kennaraverkföllum. Enn sé óvíst til hvaða úrræða verður gripið ef talið er að með henni sé gengið inn á verksvið kennara. „Við komum ekki til með að storma neins staðar en við ætlum að nota daginn í dag til að skoða hvað sé að gerast; hverjir það séu sem ætli að bjóða upp á skipulagða starfsemi með börnum þar sem okkur finndist þá gengið inn verksvið kennara,“ segir Svava. Undir verksvið kennara fellur öll starfsemi þar sem fagmenntaðir aðilar vinna með börnum á skipulegan hátt, hvers konar fræðslustarfsemi og einnig leikjanámskeið líkt og nú eru í gangi víðsvegar. Svava segir barnagæslu það eina sem ekki flokkist undir verkfallsbrot, svo framarlega sem hún fari fram á skólatíma barnanna. Hægt er að hlusta á viðtal við Svövu með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Skipulögð starfsemi eins og leikjanámskeið á starfstíma kennara er verkfallsbrot að mati Kennarafélagsins. Búast má við aðgerðum, enda lítur félagið svo á að gengið sé inn á verksvið kennara. Dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir hafi skipulagt eða íhugi að koma upp gæslu fyrir börn starfsmanna meðan verkfall varir. Til dæmis eru fleiri en 80 börn starfsfólks KB-banka á leikjanámskeiði í Valsheimilinu, börn þeirra sem starfa í Landsbanknum stendur til boða leikjanámskið í KR-heimilinu og foreldrafélag Íslandsbanka og Sjóvár-Almennra hefur sent börn í heilsuskóla í Félagsheimili Þróttar. Þá hefur Eimskipafélagið tekið á leigu húsnæði fyrir börn starfsfólks og Orkuveitan mun vera að athuga hvort slíkri stafsemi verði komið á. Formaður Verkfallsstjórnunar Kennarafélagsins, Svava Björnsdóttir, segist ekki vita til að slík starfsemi hafi áður verið starfrækt í kennaraverkföllum. Enn sé óvíst til hvaða úrræða verður gripið ef talið er að með henni sé gengið inn á verksvið kennara. „Við komum ekki til með að storma neins staðar en við ætlum að nota daginn í dag til að skoða hvað sé að gerast; hverjir það séu sem ætli að bjóða upp á skipulagða starfsemi með börnum þar sem okkur finndist þá gengið inn verksvið kennara,“ segir Svava. Undir verksvið kennara fellur öll starfsemi þar sem fagmenntaðir aðilar vinna með börnum á skipulegan hátt, hvers konar fræðslustarfsemi og einnig leikjanámskeið líkt og nú eru í gangi víðsvegar. Svava segir barnagæslu það eina sem ekki flokkist undir verkfallsbrot, svo framarlega sem hún fari fram á skólatíma barnanna. Hægt er að hlusta á viðtal við Svövu með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent