Fer í Pósthúsið frá Íslandspósti 15. september 2004 00:01 Einar Þorsteinsson er hættur sem forstjóri Íslandspósts, þar sem hann hefur starfað frá stofnun fyrirtækisins. "Ég tókst það verkefni á hendur að breyta póstinum úr ríkisstofnun með tapi í arðbært þjónustufyrirtæki." Íslandspóstur hefur skilað hagnaði tvö undanfarin ár og stefnir á methagnað í ár. Einari fannst því tími kominn til þess að breyta til. "Íslandspóstur er á nokkuð beinni braut og ég er þannig þenkjandi sjálfur að ég held að sem stjórnandi hafi maður sinn tíma á hverjum stað. Maður hættir að vera frjór ef maður er alltaf að fást við sömu verkefnin, þannig að mér fannst tímapunkturinn góður núna." Verkefnið er að byggja upp nýtt dreifingarfyrirtæki sem er í eigu Fréttar ehf., Einars sjálfs og fleiri aðila. "Pósthúsið mun það heita. Ég sé gríðarleg tækifæri á þessum markaði. Menn tala um að bréfið sé að deyja. Ég hef aldrei verið sammála því. Ég sé fyrir mér nýja notkun á bréfinu. Ég lít á fjöldadreifingu, fjölpóst eða hvað menn vilja kalla þetta sem nýja tegund af pósti." Einar segir að utan eignarhalds ríkisins, sem hann telji heftandi, séu miklir möguleikar á samlegð í dreifingu ýmiss konar efnis. Einar segir Íslandspóst hafa verið í samkeppni á ýmsum sviðum, en fyrirtækið hefur enn sem komið er einkarétt á dreifingu bréfa upp að 100 gramma þyngd. "Þessi réttur mun fara. Evrópusambandið hefur sagt að í síðasta lagi verði hann afnuminn 2009. Ég hef trú á að hann fari fyrr. Ég hef sagt það sem forstjóri Íslandspósts að einkarétturinn hefti, vegna þess að hann kemur í veg fyrir að menn þrói nýja hluti og mæti nýjum þörfum." Einar segir að Pósthúsið muni dreifa öllu því sem talið verður spennandi og arðbært að dreifa. "Grunnurinn að þessu verður dreifikerfi Fréttablaðsins, þar sem er gríðarlegur fjöldi af fólki sem sinnir dreifingunni. Þar er góður grunnur sem hægt er að byggja á. Með því að þróa þann grunn, bæta við nýjum vörum og útvíkka sig í ýmsar áttir er hægt að ná langt." Einar segir að með því að leggja þennan grunn við reynslu sína og þekkingu á póstrekstri ættu að liggja þar mörg góð tækifæri. Einar lærði vélvirkjun og hélt síðan áfram tækninámi. Hann lauk síðan prófi í vélaverkfræði og því næst meistaragráðu í rekstrarverkfræði. "Ég byrjaði í grunninum og hef unnið með öllum þáttum, alla leið í gegn. Það tækifæri gefst hér að bretta upp ermar og vinna til þess að ná þessari uppbyggingu." Pósthúsið ætlar að vera tilbúið þegar sendibréfið verður frjálst, hvort sem það verður 2007, þegar einkarétturinn verður afnuminn í Bretlandi, eða 2009, þegar síðasta útkall Evrópusambandsins gellur. "Aðalatriðið er að við ætlum að byggja fyrirtækið upp jafnt og þétt, en við verðum tilbúin þegar þar að kemur." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Einar Þorsteinsson er hættur sem forstjóri Íslandspósts, þar sem hann hefur starfað frá stofnun fyrirtækisins. "Ég tókst það verkefni á hendur að breyta póstinum úr ríkisstofnun með tapi í arðbært þjónustufyrirtæki." Íslandspóstur hefur skilað hagnaði tvö undanfarin ár og stefnir á methagnað í ár. Einari fannst því tími kominn til þess að breyta til. "Íslandspóstur er á nokkuð beinni braut og ég er þannig þenkjandi sjálfur að ég held að sem stjórnandi hafi maður sinn tíma á hverjum stað. Maður hættir að vera frjór ef maður er alltaf að fást við sömu verkefnin, þannig að mér fannst tímapunkturinn góður núna." Verkefnið er að byggja upp nýtt dreifingarfyrirtæki sem er í eigu Fréttar ehf., Einars sjálfs og fleiri aðila. "Pósthúsið mun það heita. Ég sé gríðarleg tækifæri á þessum markaði. Menn tala um að bréfið sé að deyja. Ég hef aldrei verið sammála því. Ég sé fyrir mér nýja notkun á bréfinu. Ég lít á fjöldadreifingu, fjölpóst eða hvað menn vilja kalla þetta sem nýja tegund af pósti." Einar segir að utan eignarhalds ríkisins, sem hann telji heftandi, séu miklir möguleikar á samlegð í dreifingu ýmiss konar efnis. Einar segir Íslandspóst hafa verið í samkeppni á ýmsum sviðum, en fyrirtækið hefur enn sem komið er einkarétt á dreifingu bréfa upp að 100 gramma þyngd. "Þessi réttur mun fara. Evrópusambandið hefur sagt að í síðasta lagi verði hann afnuminn 2009. Ég hef trú á að hann fari fyrr. Ég hef sagt það sem forstjóri Íslandspósts að einkarétturinn hefti, vegna þess að hann kemur í veg fyrir að menn þrói nýja hluti og mæti nýjum þörfum." Einar segir að Pósthúsið muni dreifa öllu því sem talið verður spennandi og arðbært að dreifa. "Grunnurinn að þessu verður dreifikerfi Fréttablaðsins, þar sem er gríðarlegur fjöldi af fólki sem sinnir dreifingunni. Þar er góður grunnur sem hægt er að byggja á. Með því að þróa þann grunn, bæta við nýjum vörum og útvíkka sig í ýmsar áttir er hægt að ná langt." Einar segir að með því að leggja þennan grunn við reynslu sína og þekkingu á póstrekstri ættu að liggja þar mörg góð tækifæri. Einar lærði vélvirkjun og hélt síðan áfram tækninámi. Hann lauk síðan prófi í vélaverkfræði og því næst meistaragráðu í rekstrarverkfræði. "Ég byrjaði í grunninum og hef unnið með öllum þáttum, alla leið í gegn. Það tækifæri gefst hér að bretta upp ermar og vinna til þess að ná þessari uppbyggingu." Pósthúsið ætlar að vera tilbúið þegar sendibréfið verður frjálst, hvort sem það verður 2007, þegar einkarétturinn verður afnuminn í Bretlandi, eða 2009, þegar síðasta útkall Evrópusambandsins gellur. "Aðalatriðið er að við ætlum að byggja fyrirtækið upp jafnt og þétt, en við verðum tilbúin þegar þar að kemur."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira