Óska frekari aðstoðar 15. september 2004 00:01 Forseti Íraks, Ghazi al-Yawer, óskaði í gær eftir aðstoð NATO og Evrópusambandsins til að binda enda á hörmungarástandið í landinu og byggja upp hið stríðshrjáða land. Aðildarríki NATO standa nú í samningaviðræðum um hvernig þau geti tekið enn virkari þátt í því að þjálfa upp her Íraka. Nú þegar eru fjörutíu hermenn á vegum NATO í Írak með það hlutverk að þjálfa íraska hermenn en vonast er til þess að þeim megi fjölga í 350 til þrjú þúsund hermenn. Frakkar eru þó alfarið á móti því að NATO verði of áberandi í Írak. Í dag mun NATO ræða um framtíðarhlutverk bandalagsins í Írak. Rætt verður um hvort rétt sé að bandalagið aðstoði við að byggja upp íraska herinn og færa vopnabúr hans í nútímahorf. Forsetinn mun hitta Javier Solana, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, í dag og ræða um uppbyggingu í Írak. Búist er við því að Solana muni lýsa yfir stuðningi Evrópusambandsins og vilja þjóðanna 25 til að aðstoða af bestu getu og hjálpa til að tryggja það að kosningar geti farið fram í Írak þrátt fyrir útbreidda bardaga. Evrópusambandið hefur verið hikandi við að senda hjálparstarfsmenn til landsins vegna þess hve öryggismálum er þar ábótavant. Tugir óbreyttra borgara létu lífið í áframhaldandi átökum í Írak í gær. 47 létust og 114 særðust er bílsprengja sprakk nálægt lögreglustöð í höfuðborginni Bagdad. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Árásin átti sér stað þegar fjöldi manns beið eftir að komast að í starfsviðtal hjá lögreglunni. Þá hófu tveir menn úr tveimur bílum skothríð á lögreglubíl í borginni Baqouba með þeim afleiðingum að 11 lögreglumenn og einn óbreyttur borgari létust. Auk þess særðust tveir í árásinni. Íslömsk hryðjuverkasamtök undir forystu Jórdanans Abu Musab al-Zarqawi hafa lýst ódæðunum á hendur sér. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Forseti Íraks, Ghazi al-Yawer, óskaði í gær eftir aðstoð NATO og Evrópusambandsins til að binda enda á hörmungarástandið í landinu og byggja upp hið stríðshrjáða land. Aðildarríki NATO standa nú í samningaviðræðum um hvernig þau geti tekið enn virkari þátt í því að þjálfa upp her Íraka. Nú þegar eru fjörutíu hermenn á vegum NATO í Írak með það hlutverk að þjálfa íraska hermenn en vonast er til þess að þeim megi fjölga í 350 til þrjú þúsund hermenn. Frakkar eru þó alfarið á móti því að NATO verði of áberandi í Írak. Í dag mun NATO ræða um framtíðarhlutverk bandalagsins í Írak. Rætt verður um hvort rétt sé að bandalagið aðstoði við að byggja upp íraska herinn og færa vopnabúr hans í nútímahorf. Forsetinn mun hitta Javier Solana, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, í dag og ræða um uppbyggingu í Írak. Búist er við því að Solana muni lýsa yfir stuðningi Evrópusambandsins og vilja þjóðanna 25 til að aðstoða af bestu getu og hjálpa til að tryggja það að kosningar geti farið fram í Írak þrátt fyrir útbreidda bardaga. Evrópusambandið hefur verið hikandi við að senda hjálparstarfsmenn til landsins vegna þess hve öryggismálum er þar ábótavant. Tugir óbreyttra borgara létu lífið í áframhaldandi átökum í Írak í gær. 47 létust og 114 særðust er bílsprengja sprakk nálægt lögreglustöð í höfuðborginni Bagdad. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Árásin átti sér stað þegar fjöldi manns beið eftir að komast að í starfsviðtal hjá lögreglunni. Þá hófu tveir menn úr tveimur bílum skothríð á lögreglubíl í borginni Baqouba með þeim afleiðingum að 11 lögreglumenn og einn óbreyttur borgari létust. Auk þess særðust tveir í árásinni. Íslömsk hryðjuverkasamtök undir forystu Jórdanans Abu Musab al-Zarqawi hafa lýst ódæðunum á hendur sér.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira