Hægt að afstýra verkfalli 14. september 2004 00:01 Hægt væri að afstýra kennaraverkfalli ef umræður um vinnutíma og kennsluskyldu væru teknar út af samningaborðinu. Það segir Gísli Baldvinsson, námsráðgjafi í Síðuskóla á Akureyri og fyrrum formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Kristín Kolbeinsdóttir, formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, segir vinnutíma og kennsluskyldur það sem skipti kennara mestu máli í kjaraviðræðunum. Það stafi af álagi í starfi: "Ef við frestum þeim viðræðum núna náum við ekki að semja um þau atriði." Gísli segir að meðan deilendur séu læstir í skilgreiningu á vinnutíma og kennsluskyldu kennara komist þeir ekki áfram. "Ástæðan er mjög einföld. Kröfur kennara varðandi kennsluskylduna þýða fleiri kennara í skólana og jafnvel stærra húsnæði. Sveitarfélögin vilja eðlilega lengri tíma að þeirri aðlögun," segir Gísli. "Ef öðru en hækkun byrjunarlauna kennara væri sópað út af borðinu, sett í nefnd eða frestað væri hægt að semja á tiltölulega skömmum tíma. Ég myndi íhuga það verulega og afstýra verkfallinu," segir Gísli. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, segir þær fjárhæðir sem rætt sé um í kjaraviðræðunum það háar að sveitarfélögin hafi ekki rekstrargetu til að uppfylla kröfunar. Um vinnutíma kennara þurfi samt að ræða. Gísli sat í stóru samninganefnd kennara fyrir kjaraviðræðurnar árið 1984. Hann kveðst hafa varað við flutningi grunnskóla til sveitarfélagana ásamt þáverandi formanni Kennarasambandsins, Svanhildi Kaaber. "Ástæðan er einfaldlega sú að við töldum að meðlag ríkisins væri of lágt. Það myndi gera það að verkum að sveitarfélögin kæmust í peningaþröng. Skólamál eru að verða stærsti hlutinn af útgjöldum margra sveitarfélaga. Tiltölulega lítil sveitarfélög eru að greiða frá 50-70% í menntamál," segir Gísli. Halldór segir sama hvort talað sé um grunnskóla eða önnur verkefni sem sveitarfélögin hafi tekið við af ríkinu. Fyrir liggi að þau hafi farið halloka í þeim samningum. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að semja við kennara um gríðarlega hækkun launa og sækja síðan peninga til ríkisins til að mæta útgjöldunum. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Hægt væri að afstýra kennaraverkfalli ef umræður um vinnutíma og kennsluskyldu væru teknar út af samningaborðinu. Það segir Gísli Baldvinsson, námsráðgjafi í Síðuskóla á Akureyri og fyrrum formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Kristín Kolbeinsdóttir, formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra, segir vinnutíma og kennsluskyldur það sem skipti kennara mestu máli í kjaraviðræðunum. Það stafi af álagi í starfi: "Ef við frestum þeim viðræðum núna náum við ekki að semja um þau atriði." Gísli segir að meðan deilendur séu læstir í skilgreiningu á vinnutíma og kennsluskyldu kennara komist þeir ekki áfram. "Ástæðan er mjög einföld. Kröfur kennara varðandi kennsluskylduna þýða fleiri kennara í skólana og jafnvel stærra húsnæði. Sveitarfélögin vilja eðlilega lengri tíma að þeirri aðlögun," segir Gísli. "Ef öðru en hækkun byrjunarlauna kennara væri sópað út af borðinu, sett í nefnd eða frestað væri hægt að semja á tiltölulega skömmum tíma. Ég myndi íhuga það verulega og afstýra verkfallinu," segir Gísli. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, segir þær fjárhæðir sem rætt sé um í kjaraviðræðunum það háar að sveitarfélögin hafi ekki rekstrargetu til að uppfylla kröfunar. Um vinnutíma kennara þurfi samt að ræða. Gísli sat í stóru samninganefnd kennara fyrir kjaraviðræðurnar árið 1984. Hann kveðst hafa varað við flutningi grunnskóla til sveitarfélagana ásamt þáverandi formanni Kennarasambandsins, Svanhildi Kaaber. "Ástæðan er einfaldlega sú að við töldum að meðlag ríkisins væri of lágt. Það myndi gera það að verkum að sveitarfélögin kæmust í peningaþröng. Skólamál eru að verða stærsti hlutinn af útgjöldum margra sveitarfélaga. Tiltölulega lítil sveitarfélög eru að greiða frá 50-70% í menntamál," segir Gísli. Halldór segir sama hvort talað sé um grunnskóla eða önnur verkefni sem sveitarfélögin hafi tekið við af ríkinu. Fyrir liggi að þau hafi farið halloka í þeim samningum. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að semja við kennara um gríðarlega hækkun launa og sækja síðan peninga til ríkisins til að mæta útgjöldunum.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira