Engar kvaðir vegna dreifikerfisins 12. september 2004 00:01 Gríðarlega kostnaðarsamt yrði fyrir Landssímann að byggja upp dreifikerfi vegna GSM og gagnaflutninga um allt land. Rannveig Rist, stjórnarformaður Landssímans, segir kostnaðinn hlaupa á mörgum milljörðum króna og að engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag. Evróputilskipanir leyfa ekki að símafyrirtækjum séu sett slík skilyrði. Þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra þann 15. september breytist forystan í einkavæðingarnefnd og framsóknarmenn taka við. Þegar síðast var reynt að selja Símann stóð til að selja allt grunnnetið en nú gæti það breyst enda eru framsóknarmenn ekki á eitt sáttir um það. Margir framsóknarmenn eru ósáttir við að fyrirtækið verði selt án þess að lokið sé við uppbyggingu dreifikerfisins og segja að það hafi í raun verið skilyrði fyrir einkavæðingunni. Þar er margt undir, meðal annars GSM-kerfið, ADSL, ISDN og ljósleiðari. Uppbygging slíks kerfis um allt land myndi kosta marga milljarða. Rannveig Rist stjórnarformaður segir að sala Símans sé alfarið á könnu einkavæðinganefndar en hún segir það fyrst og fremst pólitíska ákvörðun hvort leggja eigi allt dreifikerfið á staði þar sem það svarar ekki kostnaði. Engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag nema hvað varðar venjulega heimilissíma og gagnaflutninga innan ákveðinna marka, en það sé svo gott sem uppfyllt eða 99,6 prósent. Hún segir Landssímann þó vinna stöðugt að því að bæta kerfið. Þar séu þó engin tímamörk. Nefnd á vegum samgönguráðherra og Fjarskiptastofnunar vinnur að því meðal annars að reikna út hvaða kostnaður yrði því samfara að leggja grunnnetið um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu heimila tilskipanir frá Evrópusambandinu ekki að setja svokallaðar alþjónustukvaðir á símafyrirtæki sem ná yfir alla gagnaflutninga og GSM-kerfið. Ríkið getur því ekki sett slíkar kvaðir heldur einungis beitt áhrifum sínum sem hluthafi. Samkvæmt því getur ríkið ekki látið slíkar kvaðir fylgja fyrirtækinu til nýs eiganda. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Gríðarlega kostnaðarsamt yrði fyrir Landssímann að byggja upp dreifikerfi vegna GSM og gagnaflutninga um allt land. Rannveig Rist, stjórnarformaður Landssímans, segir kostnaðinn hlaupa á mörgum milljörðum króna og að engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag. Evróputilskipanir leyfa ekki að símafyrirtækjum séu sett slík skilyrði. Þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra þann 15. september breytist forystan í einkavæðingarnefnd og framsóknarmenn taka við. Þegar síðast var reynt að selja Símann stóð til að selja allt grunnnetið en nú gæti það breyst enda eru framsóknarmenn ekki á eitt sáttir um það. Margir framsóknarmenn eru ósáttir við að fyrirtækið verði selt án þess að lokið sé við uppbyggingu dreifikerfisins og segja að það hafi í raun verið skilyrði fyrir einkavæðingunni. Þar er margt undir, meðal annars GSM-kerfið, ADSL, ISDN og ljósleiðari. Uppbygging slíks kerfis um allt land myndi kosta marga milljarða. Rannveig Rist stjórnarformaður segir að sala Símans sé alfarið á könnu einkavæðinganefndar en hún segir það fyrst og fremst pólitíska ákvörðun hvort leggja eigi allt dreifikerfið á staði þar sem það svarar ekki kostnaði. Engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag nema hvað varðar venjulega heimilissíma og gagnaflutninga innan ákveðinna marka, en það sé svo gott sem uppfyllt eða 99,6 prósent. Hún segir Landssímann þó vinna stöðugt að því að bæta kerfið. Þar séu þó engin tímamörk. Nefnd á vegum samgönguráðherra og Fjarskiptastofnunar vinnur að því meðal annars að reikna út hvaða kostnaður yrði því samfara að leggja grunnnetið um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu heimila tilskipanir frá Evrópusambandinu ekki að setja svokallaðar alþjónustukvaðir á símafyrirtæki sem ná yfir alla gagnaflutninga og GSM-kerfið. Ríkið getur því ekki sett slíkar kvaðir heldur einungis beitt áhrifum sínum sem hluthafi. Samkvæmt því getur ríkið ekki látið slíkar kvaðir fylgja fyrirtækinu til nýs eiganda.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira