Engar kvaðir vegna dreifikerfisins 12. september 2004 00:01 Gríðarlega kostnaðarsamt yrði fyrir Landssímann að byggja upp dreifikerfi vegna GSM og gagnaflutninga um allt land. Rannveig Rist, stjórnarformaður Landssímans, segir kostnaðinn hlaupa á mörgum milljörðum króna og að engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag. Evróputilskipanir leyfa ekki að símafyrirtækjum séu sett slík skilyrði. Þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra þann 15. september breytist forystan í einkavæðingarnefnd og framsóknarmenn taka við. Þegar síðast var reynt að selja Símann stóð til að selja allt grunnnetið en nú gæti það breyst enda eru framsóknarmenn ekki á eitt sáttir um það. Margir framsóknarmenn eru ósáttir við að fyrirtækið verði selt án þess að lokið sé við uppbyggingu dreifikerfisins og segja að það hafi í raun verið skilyrði fyrir einkavæðingunni. Þar er margt undir, meðal annars GSM-kerfið, ADSL, ISDN og ljósleiðari. Uppbygging slíks kerfis um allt land myndi kosta marga milljarða. Rannveig Rist stjórnarformaður segir að sala Símans sé alfarið á könnu einkavæðinganefndar en hún segir það fyrst og fremst pólitíska ákvörðun hvort leggja eigi allt dreifikerfið á staði þar sem það svarar ekki kostnaði. Engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag nema hvað varðar venjulega heimilissíma og gagnaflutninga innan ákveðinna marka, en það sé svo gott sem uppfyllt eða 99,6 prósent. Hún segir Landssímann þó vinna stöðugt að því að bæta kerfið. Þar séu þó engin tímamörk. Nefnd á vegum samgönguráðherra og Fjarskiptastofnunar vinnur að því meðal annars að reikna út hvaða kostnaður yrði því samfara að leggja grunnnetið um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu heimila tilskipanir frá Evrópusambandinu ekki að setja svokallaðar alþjónustukvaðir á símafyrirtæki sem ná yfir alla gagnaflutninga og GSM-kerfið. Ríkið getur því ekki sett slíkar kvaðir heldur einungis beitt áhrifum sínum sem hluthafi. Samkvæmt því getur ríkið ekki látið slíkar kvaðir fylgja fyrirtækinu til nýs eiganda. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Gríðarlega kostnaðarsamt yrði fyrir Landssímann að byggja upp dreifikerfi vegna GSM og gagnaflutninga um allt land. Rannveig Rist, stjórnarformaður Landssímans, segir kostnaðinn hlaupa á mörgum milljörðum króna og að engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag. Evróputilskipanir leyfa ekki að símafyrirtækjum séu sett slík skilyrði. Þegar Halldór Ásgrímsson verður forsætisráðherra þann 15. september breytist forystan í einkavæðingarnefnd og framsóknarmenn taka við. Þegar síðast var reynt að selja Símann stóð til að selja allt grunnnetið en nú gæti það breyst enda eru framsóknarmenn ekki á eitt sáttir um það. Margir framsóknarmenn eru ósáttir við að fyrirtækið verði selt án þess að lokið sé við uppbyggingu dreifikerfisins og segja að það hafi í raun verið skilyrði fyrir einkavæðingunni. Þar er margt undir, meðal annars GSM-kerfið, ADSL, ISDN og ljósleiðari. Uppbygging slíks kerfis um allt land myndi kosta marga milljarða. Rannveig Rist stjórnarformaður segir að sala Símans sé alfarið á könnu einkavæðinganefndar en hún segir það fyrst og fremst pólitíska ákvörðun hvort leggja eigi allt dreifikerfið á staði þar sem það svarar ekki kostnaði. Engar slíkar kvaðir séu á fyrirtækinu í dag nema hvað varðar venjulega heimilissíma og gagnaflutninga innan ákveðinna marka, en það sé svo gott sem uppfyllt eða 99,6 prósent. Hún segir Landssímann þó vinna stöðugt að því að bæta kerfið. Þar séu þó engin tímamörk. Nefnd á vegum samgönguráðherra og Fjarskiptastofnunar vinnur að því meðal annars að reikna út hvaða kostnaður yrði því samfara að leggja grunnnetið um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu heimila tilskipanir frá Evrópusambandinu ekki að setja svokallaðar alþjónustukvaðir á símafyrirtæki sem ná yfir alla gagnaflutninga og GSM-kerfið. Ríkið getur því ekki sett slíkar kvaðir heldur einungis beitt áhrifum sínum sem hluthafi. Samkvæmt því getur ríkið ekki látið slíkar kvaðir fylgja fyrirtækinu til nýs eiganda.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira