Viðskiptahalli ógnar hagkerfinu 7. september 2004 00:01 Mikill viðskiptahalli ógnar íslenska hagkerfinu. Talsverð verðbólga blasir við og harkaleg lending hagkerfisins eftir uppgang vegna stóriðjuframkvæmda. Viðskiptahallinn hefur ekki verið meiri síðan rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Þegar tölur um þjóðarbúskapinn hér á Íslandi eru skoðaðar má draga þá ályktun að allt gangi ágætlega um þessar mundir og hagvöxtur sé góður. Því er spáð að hagvöxtur á næsta ári verði eins, og yfir meðaltali í aðildarríkjum OECD. En, vöxturinn er að stórum hluta knúinn áfram af neyslugleði almennings, segir greining Íslandsbanka, sem birti þjóðhagsspá sína í dag. Mikill vöxtur er í lántökum og almenningur fjármagnar aukna neyslu sína með því að taka lán. Nú er auðvelt að taka bílalán og fleiri möguleikar bjóðast á íbúðalánum á lægri vöxtum og því eru yfirgnæfandi líkur á að neyslan aukist enn. Greiningardeildin segir að útlit sé fyrir að yfirstandandi efnahagsuppsveifla verði hvorki löng né hagvöxtur mjög mikill. Og það veldur bankanum mestum áhyggjum að Íslendingar flytja mun meira af vörum inn til landsins en út úr því. Svokallaður viðskiptahalli mældist tæpir 28 milljarðar á fyrri helmingi ársins og hefur tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Samkvæmt spá OECD mun ekki finnast meiri halli í neinu öðru aðildarríki á næsta ári. Í hagsögu Íslands þarf að fara aftur til ársins 1946 til að finna viðlíka halla á utanríkisvisðskipum. Samanburðurinn vekur ugg hjá greiningardeildinni því í kjölfarið fylgdi langt og erfitt samdráttarskeið í sögu þjóðarinnar þar sem hagvöxtur var neikvæður í fjögur ár í röð, 1949-1952. Svipaða sögu má segja af viðlíka hallatímabilum í hagsögu annarra þjóða. Og bankinn heldur áfram viðvörunarorðum sínum og segir að án skynsamlegrar hagstjórnar geti verðbólga hæglega farið úr böndunum og étið upp þann vöxt kaupmáttar sem annars má vænta í þessari uppsveiflu. Von er á sársaukafullu samdráttartímabili við lok stóriðjuframkvæmdanna árið 2006 til 2007. Og bankinn bætir um betur og segir að þó hann reikni með að hagstjórn Seðlabankans og stjórnvalda heppnist í grófum dráttum á næstu árum, þá sé raunveruleg vá fyrir dyrum. Ógnin sem hagkerfinu steðjar af viðskiptahallanum kann að leiða til lækkunar á gengi krónunnar sem aftur skapar talsverða verðbólgu, rýrir kaupmátt og orsakar harkalegri lendingu hagkerfisins en búist var við. Greining Íslandsbanka segir að þarna ríði mest á því að ríkið beiti mun meira aðhaldi í hagstjórn en verið hefur undanfarið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Mikill viðskiptahalli ógnar íslenska hagkerfinu. Talsverð verðbólga blasir við og harkaleg lending hagkerfisins eftir uppgang vegna stóriðjuframkvæmda. Viðskiptahallinn hefur ekki verið meiri síðan rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Þetta kemur fram í Þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Þegar tölur um þjóðarbúskapinn hér á Íslandi eru skoðaðar má draga þá ályktun að allt gangi ágætlega um þessar mundir og hagvöxtur sé góður. Því er spáð að hagvöxtur á næsta ári verði eins, og yfir meðaltali í aðildarríkjum OECD. En, vöxturinn er að stórum hluta knúinn áfram af neyslugleði almennings, segir greining Íslandsbanka, sem birti þjóðhagsspá sína í dag. Mikill vöxtur er í lántökum og almenningur fjármagnar aukna neyslu sína með því að taka lán. Nú er auðvelt að taka bílalán og fleiri möguleikar bjóðast á íbúðalánum á lægri vöxtum og því eru yfirgnæfandi líkur á að neyslan aukist enn. Greiningardeildin segir að útlit sé fyrir að yfirstandandi efnahagsuppsveifla verði hvorki löng né hagvöxtur mjög mikill. Og það veldur bankanum mestum áhyggjum að Íslendingar flytja mun meira af vörum inn til landsins en út úr því. Svokallaður viðskiptahalli mældist tæpir 28 milljarðar á fyrri helmingi ársins og hefur tvöfaldast frá því á sama tíma í fyrra. Samkvæmt spá OECD mun ekki finnast meiri halli í neinu öðru aðildarríki á næsta ári. Í hagsögu Íslands þarf að fara aftur til ársins 1946 til að finna viðlíka halla á utanríkisvisðskipum. Samanburðurinn vekur ugg hjá greiningardeildinni því í kjölfarið fylgdi langt og erfitt samdráttarskeið í sögu þjóðarinnar þar sem hagvöxtur var neikvæður í fjögur ár í röð, 1949-1952. Svipaða sögu má segja af viðlíka hallatímabilum í hagsögu annarra þjóða. Og bankinn heldur áfram viðvörunarorðum sínum og segir að án skynsamlegrar hagstjórnar geti verðbólga hæglega farið úr böndunum og étið upp þann vöxt kaupmáttar sem annars má vænta í þessari uppsveiflu. Von er á sársaukafullu samdráttartímabili við lok stóriðjuframkvæmdanna árið 2006 til 2007. Og bankinn bætir um betur og segir að þó hann reikni með að hagstjórn Seðlabankans og stjórnvalda heppnist í grófum dráttum á næstu árum, þá sé raunveruleg vá fyrir dyrum. Ógnin sem hagkerfinu steðjar af viðskiptahallanum kann að leiða til lækkunar á gengi krónunnar sem aftur skapar talsverða verðbólgu, rýrir kaupmátt og orsakar harkalegri lendingu hagkerfisins en búist var við. Greining Íslandsbanka segir að þarna ríði mest á því að ríkið beiti mun meira aðhaldi í hagstjórn en verið hefur undanfarið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent