Hefði stangast á við fjölmiðlalög 4. september 2004 00:01 Forsætisráðherra telur að kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum hefðu brotið í bága við lög ef fjölmiðlafrumvarpið sem hann lagði fram í vor hefði orðið að lögum. Menntamálaráðherra tekur í sama streng. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur marga þingmenn flokksins vera andvíga þessum viðskiptum. Eins og fram kom í fréttum í gær þá hefur Landssíminn, sem er í eigu ríkisins, ákveðið að kaupa rúmlega fjórðungs hlut í Skjá einum. Davíð Oddsson, forsætisráðherra segist hafa heyrt af þessu fyrst í gærkvöld. Hann hafi ekki kynnt sér málið nánar, vegna veikindafjarvista, en honum sýnist, í ljósi þess að Síminn er með markaðsráðandi stöðu á fjarskiptamarkaði, að viðskiptin séu í andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið sem ríkisstjórnin lagði fram í vor. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir Símann vera sjálfstætt fyrirtæki og ekki hennar að blanda sér í málefni þess. Þetta sé í samræmi við gildandi lög, en annað mál hvort þetta sé í samræmi við fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í fljótu bragði sýnist henni sem það geri það ekki. Hún segir þó meginmálið nú að fá þá aðila sem fjölmiðlamálið snertir til að vinna að málinu í góðri sátt. Fjármálaráðherra sem fer með eignarhald ríkisins í Símanum segist ekki hafa verið hafður með í ráðum við viðskiptin, en segir ákvörðun stjórnenda símans vera viðskiptalegs eðlis, og gerir hann enga athugsemd við hana. Geir H. Haarde telur viðskiptin ekki ganga gegn stefnu sjálfstæðisflokksins í fjölmiðlamálinu. Hins vegar styrki það mástað þeirra sem vilji einkavæða fyrirtæki. Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins telur þessi viðskipti vera í andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins, og að kaup á svona stórum hluta í Skjá einum sé ekki í samræmi við þau stefnumið sem talað hafi verið fyrir í sumar í tengslum við fjölmiðlalögin. Hann telur fleiri flokksmenn sína á sama máli. Stjónvarpsstjóri Skjás eins, Magnús Ragnarsson, hafði sent inn umsókn um stöðu Þjóðleikhússtjóra til menntamálaráðuneytisins. Hann dró þá umsókn til baka í vikunni eftir að ljóst var að samningar Landssímans og Skjás eins væru í burðarliðnum. Þá má geta þess að Magnús var einarður stuðningsmaður fjölmiðlafrumvarpsins í vor sem kvað á um það að markaðsráðandi fyrirtækjum væri bannað að eiga hlut í ljósvakamiðlum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Forsætisráðherra telur að kaup Símans á stórum hlut í Skjá einum hefðu brotið í bága við lög ef fjölmiðlafrumvarpið sem hann lagði fram í vor hefði orðið að lögum. Menntamálaráðherra tekur í sama streng. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur marga þingmenn flokksins vera andvíga þessum viðskiptum. Eins og fram kom í fréttum í gær þá hefur Landssíminn, sem er í eigu ríkisins, ákveðið að kaupa rúmlega fjórðungs hlut í Skjá einum. Davíð Oddsson, forsætisráðherra segist hafa heyrt af þessu fyrst í gærkvöld. Hann hafi ekki kynnt sér málið nánar, vegna veikindafjarvista, en honum sýnist, í ljósi þess að Síminn er með markaðsráðandi stöðu á fjarskiptamarkaði, að viðskiptin séu í andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið sem ríkisstjórnin lagði fram í vor. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, segir Símann vera sjálfstætt fyrirtæki og ekki hennar að blanda sér í málefni þess. Þetta sé í samræmi við gildandi lög, en annað mál hvort þetta sé í samræmi við fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í fljótu bragði sýnist henni sem það geri það ekki. Hún segir þó meginmálið nú að fá þá aðila sem fjölmiðlamálið snertir til að vinna að málinu í góðri sátt. Fjármálaráðherra sem fer með eignarhald ríkisins í Símanum segist ekki hafa verið hafður með í ráðum við viðskiptin, en segir ákvörðun stjórnenda símans vera viðskiptalegs eðlis, og gerir hann enga athugsemd við hana. Geir H. Haarde telur viðskiptin ekki ganga gegn stefnu sjálfstæðisflokksins í fjölmiðlamálinu. Hins vegar styrki það mástað þeirra sem vilji einkavæða fyrirtæki. Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins telur þessi viðskipti vera í andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins, og að kaup á svona stórum hluta í Skjá einum sé ekki í samræmi við þau stefnumið sem talað hafi verið fyrir í sumar í tengslum við fjölmiðlalögin. Hann telur fleiri flokksmenn sína á sama máli. Stjónvarpsstjóri Skjás eins, Magnús Ragnarsson, hafði sent inn umsókn um stöðu Þjóðleikhússtjóra til menntamálaráðuneytisins. Hann dró þá umsókn til baka í vikunni eftir að ljóst var að samningar Landssímans og Skjás eins væru í burðarliðnum. Þá má geta þess að Magnús var einarður stuðningsmaður fjölmiðlafrumvarpsins í vor sem kvað á um það að markaðsráðandi fyrirtækjum væri bannað að eiga hlut í ljósvakamiðlum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira