Höfða nokkur mál á dag 3. september 2004 00:01 Bandaríska lögmannsstofan sem safnar nú liði til að höfða skaðabótamál á hendur Íslenskri erfðagreiningu, höfðar að jafnaði nokkur slík mál á dag. Umrædd lögmannsstofa hefur auglýst eftir hluthöfum, í Íslenskri erfðagreiningu, sem vilja fara í mál við fyrirtækið vegna meintra rangra upplýsinga. Slík málaferli eru nokkuð algeng, í Bandaríkjunum. Lögmannsstofurnar fá hluta af þeim skaðabótum eða sáttagreiðslum sem um semst, og leita því með logandi ljósi eftir fólki til að höfða mál. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af niðurstöðunni. Hann segir að fyrirtækið hafi það sem þungamiðju í sínu viðskiptalíkani að höfða mál á hendur fyrirtækjum sem eru á markaði án þess að hafa nokkurn vitnisburð í höndunum að eitthvað sé að. Hann segir fréttina á forsíðu DV í dag þar sem sagt sé að hluthafar Decode telji sig svikna, og þess vegna sé fyrirtækinu stefnt í Bandaríkjunum, sé algjörlega röng. Kári segir að það hafi ekki verið hluthafar sem höfuðu mál á hendur þeim heldur auglýsti þetta lögfræðifyrirtæki eftir fólki sem væri reiðubúið til að gefa sig fram sem málshefjendur í þessu máli. Kári segir að hann hafi engar áhyggjur af efni þessa máls því hann segist nokkuð viss um að fyrirtækið hafi ekki brotið nein lög, og farið hefði verið eftir þeim lögum og reglum sem lúta að bókhaldi í Bandaríkjunum og á Íslandi. Hins vegar sagðist hann hafa svolitlar áhyggjur af því að þetta muni draga athyglina frá rekstri fyrirtækisins og slík málaferli taki alltaf tíma. Hann segir þó að lögfræðingar fyrirtækisins séu góðir og að þetta eigi ekki að verða meiriháttar vandamál. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Bandaríska lögmannsstofan sem safnar nú liði til að höfða skaðabótamál á hendur Íslenskri erfðagreiningu, höfðar að jafnaði nokkur slík mál á dag. Umrædd lögmannsstofa hefur auglýst eftir hluthöfum, í Íslenskri erfðagreiningu, sem vilja fara í mál við fyrirtækið vegna meintra rangra upplýsinga. Slík málaferli eru nokkuð algeng, í Bandaríkjunum. Lögmannsstofurnar fá hluta af þeim skaðabótum eða sáttagreiðslum sem um semst, og leita því með logandi ljósi eftir fólki til að höfða mál. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af niðurstöðunni. Hann segir að fyrirtækið hafi það sem þungamiðju í sínu viðskiptalíkani að höfða mál á hendur fyrirtækjum sem eru á markaði án þess að hafa nokkurn vitnisburð í höndunum að eitthvað sé að. Hann segir fréttina á forsíðu DV í dag þar sem sagt sé að hluthafar Decode telji sig svikna, og þess vegna sé fyrirtækinu stefnt í Bandaríkjunum, sé algjörlega röng. Kári segir að það hafi ekki verið hluthafar sem höfuðu mál á hendur þeim heldur auglýsti þetta lögfræðifyrirtæki eftir fólki sem væri reiðubúið til að gefa sig fram sem málshefjendur í þessu máli. Kári segir að hann hafi engar áhyggjur af efni þessa máls því hann segist nokkuð viss um að fyrirtækið hafi ekki brotið nein lög, og farið hefði verið eftir þeim lögum og reglum sem lúta að bókhaldi í Bandaríkjunum og á Íslandi. Hins vegar sagðist hann hafa svolitlar áhyggjur af því að þetta muni draga athyglina frá rekstri fyrirtækisins og slík málaferli taki alltaf tíma. Hann segir þó að lögfræðingar fyrirtækisins séu góðir og að þetta eigi ekki að verða meiriháttar vandamál.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira