Verðtrygging ekki alslæm 2. september 2004 00:01 Með umræðu um lækkandi raunvexti hefur vaknað umræða um verðtryggingu lána. Óverðtryggð lán eru algengari en verðtryggð í nágrannalöndum okkar. "Ísland er verðbólguland, það hefur aldrei verið stöðugleiki hér um lengri tíma," segir Ásgeir Jónsson, hagfræðigur greiningardeildar KB banka. Hann segir að þegar til lengri tíma hafi verið litið hafi fólk grætt á því að vera með lán sín verðtryggð. Ásgeir segir að með kröfu um afnám verðtryggingar sé verið að skjóta sendiboðann "Vandamálið er verðbólgan ekki verðtryggingin." Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, tekur undir það að verðtryggingin sjálf sé ekki afleit. "Það sem skiptir einstaklinginn eða fyrirtækið sem tekur lánið máli er hvert vaxtastigið er. Ef við tökum óverðtryggt lán þá getum við búist við því að lánveitandinn leggi verðbólguálag á lánið með hærri vöxtum." Ólafur segir að engin trygging sé fyrir því að óverðtryggða lánið sé ódýrara fyrir lántakandann þegar upp sé staðið. "Það er örugglega hægt að segja að það er ekki sjálfgefið að óverðtryggða lánið verði ódýrara en það verðtryggða." Ólafur bætir því við að í langflestum tilfellum séu óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og verðbólguvæntingar á hverjum tíma komi fram í vaxtastigi þeirra lána. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir að til þess að óverðtryggð lán verði tekin upp í einhverjum mæli þurfi menn að trúa á að stöðugleiki muni ríkja til lengri tíma. "Verðtrygging er að verða vinsælli erlendis. Menn eru farnir að átta sig á því að þetta form getur haft áhugaverða eiginleika.," segir Björn. Hann segir að með verðtryggingu útiloki menn einn þátt áhættunnar við útgáfu skuldabréfsins. "Þar af leiðandi ættu menn að geta boðið lægri raunvexti." Hagfræðingarnir segja lækkandi raunvexti eins og menn hafa verið að sjá í aukinni samkeppni á markaði séu mun ánægjulegri tíðindi fyrir lántakendur, heldur en það hvort vertrygging yrði afnumin. Ásgeir segir að hins vegar megi deila um hvaða þættir séu settir inn í vísitöluna sem ákvarða verðtrygginguna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Með umræðu um lækkandi raunvexti hefur vaknað umræða um verðtryggingu lána. Óverðtryggð lán eru algengari en verðtryggð í nágrannalöndum okkar. "Ísland er verðbólguland, það hefur aldrei verið stöðugleiki hér um lengri tíma," segir Ásgeir Jónsson, hagfræðigur greiningardeildar KB banka. Hann segir að þegar til lengri tíma hafi verið litið hafi fólk grætt á því að vera með lán sín verðtryggð. Ásgeir segir að með kröfu um afnám verðtryggingar sé verið að skjóta sendiboðann "Vandamálið er verðbólgan ekki verðtryggingin." Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, tekur undir það að verðtryggingin sjálf sé ekki afleit. "Það sem skiptir einstaklinginn eða fyrirtækið sem tekur lánið máli er hvert vaxtastigið er. Ef við tökum óverðtryggt lán þá getum við búist við því að lánveitandinn leggi verðbólguálag á lánið með hærri vöxtum." Ólafur segir að engin trygging sé fyrir því að óverðtryggða lánið sé ódýrara fyrir lántakandann þegar upp sé staðið. "Það er örugglega hægt að segja að það er ekki sjálfgefið að óverðtryggða lánið verði ódýrara en það verðtryggða." Ólafur bætir því við að í langflestum tilfellum séu óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og verðbólguvæntingar á hverjum tíma komi fram í vaxtastigi þeirra lána. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans, segir að til þess að óverðtryggð lán verði tekin upp í einhverjum mæli þurfi menn að trúa á að stöðugleiki muni ríkja til lengri tíma. "Verðtrygging er að verða vinsælli erlendis. Menn eru farnir að átta sig á því að þetta form getur haft áhugaverða eiginleika.," segir Björn. Hann segir að með verðtryggingu útiloki menn einn þátt áhættunnar við útgáfu skuldabréfsins. "Þar af leiðandi ættu menn að geta boðið lægri raunvexti." Hagfræðingarnir segja lækkandi raunvexti eins og menn hafa verið að sjá í aukinni samkeppni á markaði séu mun ánægjulegri tíðindi fyrir lántakendur, heldur en það hvort vertrygging yrði afnumin. Ásgeir segir að hins vegar megi deila um hvaða þættir séu settir inn í vísitöluna sem ákvarða verðtrygginguna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira