Ríkið gæti sparað 745 milljónir 2. september 2004 00:01 Ríkið gæti sparað allt að hálfum milljarði króna í fjarskiptakostnað næðist sami árangur og af útboði Landspítala-háskólasjúkrahús. Væri árangurinn sá sami og Reykjavíkurborg áætlar við útboð fjarskipta væri sparnaður ríkisins um 745 milljónir króna; sé miðað við tölur um fjarskiptakostað ráðuneyta og annarra æðstu stofnana ríkisins árið 2002. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir útboðsgögn í undirbúningi. Gert sé ráð fyrir að þau verði tilbúin í október og útboð geti farið fram í kjölfarið. Tilboðstíminn verði 52 dagar og úrvinnsla tilboða og samningagerð taki einnig sinn tíma. "Hvað kemur út úr útboðunum vitum við ekkert um og eru getgátur," segir Júlíus. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá OgVodafone, segir að um árabil hafi verið unnið að því að fá ríkið til að bjóða út fjarskiptaþjónustuna. "Ég velti fyrir mér hvað ræður seinagangi ríkisins, sérstaklega þegar höfð er í huga stefna stjórnvalda um að ná fram sparnaði í rekstri með útboðum." Júlíus segir samninga um fjarskiptaþjónustu undanþegna útboðum samkvæmt lögum um opinber innkaup frá árinu 2001: "Það er ein ástæðan fyrir því að útboð þjónustunnar hefur ekki farið fram. Einnig má nefna að samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur verið takmörkuð sem getur haft áhrif á hvort útboð skilar árangri." Júlíus segir að í undirbúningi sé rammasamningsútboð þar sem gert sé ráð fyrir tveggja ára samningi með möguleika á framlengingu. Aðeins tvö útboð hafa farið fram á fjarskiptaþjónustu ríkisfyrirtækja. Auk Landspítalans-háskólasjúkrahús hefur Íslandspóstur boðið út þjónustuna. Örfá önnur ríkisfyrirtæki hafa einnig leitað tilboða á markaði að frumkvæði stjórnenda sinna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Ríkið gæti sparað allt að hálfum milljarði króna í fjarskiptakostnað næðist sami árangur og af útboði Landspítala-háskólasjúkrahús. Væri árangurinn sá sami og Reykjavíkurborg áætlar við útboð fjarskipta væri sparnaður ríkisins um 745 milljónir króna; sé miðað við tölur um fjarskiptakostað ráðuneyta og annarra æðstu stofnana ríkisins árið 2002. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir útboðsgögn í undirbúningi. Gert sé ráð fyrir að þau verði tilbúin í október og útboð geti farið fram í kjölfarið. Tilboðstíminn verði 52 dagar og úrvinnsla tilboða og samningagerð taki einnig sinn tíma. "Hvað kemur út úr útboðunum vitum við ekkert um og eru getgátur," segir Júlíus. Pétur Pétursson, forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá OgVodafone, segir að um árabil hafi verið unnið að því að fá ríkið til að bjóða út fjarskiptaþjónustuna. "Ég velti fyrir mér hvað ræður seinagangi ríkisins, sérstaklega þegar höfð er í huga stefna stjórnvalda um að ná fram sparnaði í rekstri með útboðum." Júlíus segir samninga um fjarskiptaþjónustu undanþegna útboðum samkvæmt lögum um opinber innkaup frá árinu 2001: "Það er ein ástæðan fyrir því að útboð þjónustunnar hefur ekki farið fram. Einnig má nefna að samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur verið takmörkuð sem getur haft áhrif á hvort útboð skilar árangri." Júlíus segir að í undirbúningi sé rammasamningsútboð þar sem gert sé ráð fyrir tveggja ára samningi með möguleika á framlengingu. Aðeins tvö útboð hafa farið fram á fjarskiptaþjónustu ríkisfyrirtækja. Auk Landspítalans-háskólasjúkrahús hefur Íslandspóstur boðið út þjónustuna. Örfá önnur ríkisfyrirtæki hafa einnig leitað tilboða á markaði að frumkvæði stjórnenda sinna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira