Gagnrýnin byggð á misskilningi 1. september 2004 00:01 Fulltrúar atvinnulífsins gagnrýna tillögur nefndar um hringamyndum þess efnis að samkeppnisyfirvöldum verði gert kleift að krefjast uppstokkunar á fyrirtækjum sem ekki vinna í anda samkeppnislaga. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn nefndarmanna, segir gagnrýnina byggða á misskilningi. Nefndin taldi ekki æskilegt að setja sérstök lög um hringamyndun. Fyrirtækjum verði áfram heimilt að hagræða starfsemi sinni með samþjöppun en að sama skapi geti Samkeppnislög látið skipta upp fyrirtækjum sem vinni ekki í anda samkeppnislaga. Nefndin klofnaði í málinu en einn nefndarmanna, Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnendaskólans, taldi tillögurnar geta skaðað íslenskt viðskiptalíf. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir fullyrðingu viðskiptaráðherra um að þetta sé það sem sé að gerast í öðrum löndum hæpna. Heimildin á Evrópuvettvangi sé á „annarri hæð“ en landsrétturinn og löndin í kringum okkur hafa ekki verið að taka upp slíka heimild. Það væri þá helst Noregur en þangað er auðvelt að sækja mjög sérkennileg lagafyrirmæli eða -ákvæði um marga hluti að sögn Ara. Atvinnurrekendur setja hins vegar spurningarmerki við banni við því að stjórnarformenn séu í fullu starfi. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn höfunda skýrslunnar, segir gagnrýnina á misskilningi byggða. Það sé einfaldlega verið að tryggja að viðskiptafrelsið sé fyrir alla en ekki einungis fáa. Nefndin vilji ekki að stjórnarformenn sitji í framkvæmdastjórn fyrirtækja og eigi þannig að hafa eftirlit með sjálfum sér. Illugi segir það ekki þýða að stjórnarformenn geti ekki unnið ýmis verk fyrir stjórnir fyrirtækjanna, þegið laun fyrir það og verið í því í fullu starfi. Illugi segir að eins sé um heimild samkeppnisyfirvalda til að skipta upp fyrirtækjum. Menn verði að fara efir lögunum eins og þau eru. Að hans sögn verða til eftirlitsúrræði til að fylgjast með því hvernig menn haga sér á markaði, og úrræði sem eru nægjanleg sterk til að tryggja að menn taki það alvarlega sem samkeppnisyfirvöld gera athugasemdir við. Illugi segir það lykilatriði að ekki komi til uppskiptingar fyrirtækja ef mál ganga svo langt, nema öll önnur úrræði hafi verið tæmd og reynd og búið sé að fara fyrir dómstóla, ef fyrirtæki unir ekki úrskurði samkeppnisstofnunar. Myndin er af Illuga Gunnarssyni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Fulltrúar atvinnulífsins gagnrýna tillögur nefndar um hringamyndum þess efnis að samkeppnisyfirvöldum verði gert kleift að krefjast uppstokkunar á fyrirtækjum sem ekki vinna í anda samkeppnislaga. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn nefndarmanna, segir gagnrýnina byggða á misskilningi. Nefndin taldi ekki æskilegt að setja sérstök lög um hringamyndun. Fyrirtækjum verði áfram heimilt að hagræða starfsemi sinni með samþjöppun en að sama skapi geti Samkeppnislög látið skipta upp fyrirtækjum sem vinni ekki í anda samkeppnislaga. Nefndin klofnaði í málinu en einn nefndarmanna, Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnendaskólans, taldi tillögurnar geta skaðað íslenskt viðskiptalíf. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir fullyrðingu viðskiptaráðherra um að þetta sé það sem sé að gerast í öðrum löndum hæpna. Heimildin á Evrópuvettvangi sé á „annarri hæð“ en landsrétturinn og löndin í kringum okkur hafa ekki verið að taka upp slíka heimild. Það væri þá helst Noregur en þangað er auðvelt að sækja mjög sérkennileg lagafyrirmæli eða -ákvæði um marga hluti að sögn Ara. Atvinnurrekendur setja hins vegar spurningarmerki við banni við því að stjórnarformenn séu í fullu starfi. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og einn höfunda skýrslunnar, segir gagnrýnina á misskilningi byggða. Það sé einfaldlega verið að tryggja að viðskiptafrelsið sé fyrir alla en ekki einungis fáa. Nefndin vilji ekki að stjórnarformenn sitji í framkvæmdastjórn fyrirtækja og eigi þannig að hafa eftirlit með sjálfum sér. Illugi segir það ekki þýða að stjórnarformenn geti ekki unnið ýmis verk fyrir stjórnir fyrirtækjanna, þegið laun fyrir það og verið í því í fullu starfi. Illugi segir að eins sé um heimild samkeppnisyfirvalda til að skipta upp fyrirtækjum. Menn verði að fara efir lögunum eins og þau eru. Að hans sögn verða til eftirlitsúrræði til að fylgjast með því hvernig menn haga sér á markaði, og úrræði sem eru nægjanleg sterk til að tryggja að menn taki það alvarlega sem samkeppnisyfirvöld gera athugasemdir við. Illugi segir það lykilatriði að ekki komi til uppskiptingar fyrirtækja ef mál ganga svo langt, nema öll önnur úrræði hafi verið tæmd og reynd og búið sé að fara fyrir dómstóla, ef fyrirtæki unir ekki úrskurði samkeppnisstofnunar. Myndin er af Illuga Gunnarssyni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira