Vextir þeir hæstu í Evrópu 30. ágúst 2004 00:01 Þrátt fyrir vaxtalækkanir fullyrðir formaður Neytendasamtakanna að vextir á lánum til íbúðarkaupa hér á landi séu þeir hæstu í Evrópu. Hann kennir verðtryggingu um. Fáir draga í efa kosti þess að vextir af lánum Íbúðalánasjóðs fara lækkandi og að viðskiptabankarnir bjóða lán til húsnæðiskaupa og endurfjármögnunar. Neytendasamtökin telja þessi kjör þó enn ekki sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakann, segir að taka verði tillit til þess að Ísland sé nánast eina landið í heiminum þar sem verðtrygging tíkist. Jóhannes telur að vextir á Íslandi séu hæstir í Evrópu ef litið er til þess að verðtryggingin bætist ofan á 4,4 % vexti. Jóhannes tekur sem dæmi að íbúðalán í Noregi beri tveggja prósenta vexti og í Danmörku fjögurra til fimm prósenta vexti. Þar er verðtrygging ekki til staðar og reyndar eru verðtryggð húsnæðislán afar sjaldséð nema í löndum sem hafa átt við langvarandi verðbólgu að stríða, eins og til dæmis Mexíkó og Brasilía. Verðtrygging fjármagns var heimiluð hér á landi árið1979 með það að markmiði að verja lánsfé og sparifé frá því að brenna upp í verðbólgu, og enn tíðkast verðtryggingin. Ólafur segir að það verði að endurskoða verðtrygginguna þegar allar forsendur fyrir henni séu brostnar. Fjármál heimilanna hafa einnig bent á að afnám verðtryggingar á íbúðalán sé löngu tímabært, enda íbúðalán öruggustu lánin á markaðinum með fyrsta veðrétt í fasteign. Tekið er dæmi um 8 milljóna króna lán, til fjörutíu ára, annars vegar verðtryggt með sex prósenta raunvöxtum og hins vegar óverðtryggt með 8,65 prósenta nafnvöxtum. Gert er ráð fyrir að verðbólgan sé að jafnaði 2,5 prósent. Greiðslubyrðin er vissulega þyngri í byrjun á óverðtryggða láninu, en dæmið snýst við eftir rúm 12 ár. Ráðgjafastofan kemst að þeirri niðurstöðu að þegar upp sé staðið nemi heildarkosnaður lántakanda, vegna verðtryggingarinnar, 7,5 milljónum króna. Og það - þrátt fyrir að óverðtryggða lánið beri mun hærri vexti. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Þrátt fyrir vaxtalækkanir fullyrðir formaður Neytendasamtakanna að vextir á lánum til íbúðarkaupa hér á landi séu þeir hæstu í Evrópu. Hann kennir verðtryggingu um. Fáir draga í efa kosti þess að vextir af lánum Íbúðalánasjóðs fara lækkandi og að viðskiptabankarnir bjóða lán til húsnæðiskaupa og endurfjármögnunar. Neytendasamtökin telja þessi kjör þó enn ekki sambærileg við það sem gerist í nágrannalöndunum. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakann, segir að taka verði tillit til þess að Ísland sé nánast eina landið í heiminum þar sem verðtrygging tíkist. Jóhannes telur að vextir á Íslandi séu hæstir í Evrópu ef litið er til þess að verðtryggingin bætist ofan á 4,4 % vexti. Jóhannes tekur sem dæmi að íbúðalán í Noregi beri tveggja prósenta vexti og í Danmörku fjögurra til fimm prósenta vexti. Þar er verðtrygging ekki til staðar og reyndar eru verðtryggð húsnæðislán afar sjaldséð nema í löndum sem hafa átt við langvarandi verðbólgu að stríða, eins og til dæmis Mexíkó og Brasilía. Verðtrygging fjármagns var heimiluð hér á landi árið1979 með það að markmiði að verja lánsfé og sparifé frá því að brenna upp í verðbólgu, og enn tíðkast verðtryggingin. Ólafur segir að það verði að endurskoða verðtrygginguna þegar allar forsendur fyrir henni séu brostnar. Fjármál heimilanna hafa einnig bent á að afnám verðtryggingar á íbúðalán sé löngu tímabært, enda íbúðalán öruggustu lánin á markaðinum með fyrsta veðrétt í fasteign. Tekið er dæmi um 8 milljóna króna lán, til fjörutíu ára, annars vegar verðtryggt með sex prósenta raunvöxtum og hins vegar óverðtryggt með 8,65 prósenta nafnvöxtum. Gert er ráð fyrir að verðbólgan sé að jafnaði 2,5 prósent. Greiðslubyrðin er vissulega þyngri í byrjun á óverðtryggða láninu, en dæmið snýst við eftir rúm 12 ár. Ráðgjafastofan kemst að þeirri niðurstöðu að þegar upp sé staðið nemi heildarkosnaður lántakanda, vegna verðtryggingarinnar, 7,5 milljónum króna. Og það - þrátt fyrir að óverðtryggða lánið beri mun hærri vexti.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira