Rúnar náði sjöunda sætinu 22. ágúst 2004 00:01 Rúnar Alexandersson sýndi frábæra takta á bogahestinum í Aþenu í gær er hann tók þátt í úrslitum á áhaldinu. Rúnar var ákaflega yfirvegaður og öruggur og skilaði æfingunni sinni nánast fullkomlega frá sér. Kom því á óvart hversu lága einkunn hann fékk – 9,725 – en þessa einkunn getur hann þakkað úkraínska dómaranum sem var ekki beint sanngjarn við Rúnar og gaf honum 9,65 í einkunn. Lokaeinkunnin fleytti Rúnari í sjöunda sætið – átta voru í úrslitum – sem er stórkostlegur árangur enda langur vegur frá því að það sé sjálfgefið að komast í úrslit. Rúnar var himinlifandi með sjálfan sig eftir að keppni lauk en ekki sáttur við sætið. „Mér líður mjög vel. Ég er ekki ánægður með sætið en ég var verulega ánægður með æfingarnar mínar enda gengu þær mjög vel og ekkert vandamál,“ sagði Rúnar skælbrosandi en æfingarnar hjá honum í úrslitunum gengu mun betur en í undankeppninni. Þrátt fyrir það fékk hann lægri einkunn í úrslitunum, sem er afar furðulegt. Rúnar telur að það að vera frá Íslandi hafi talsverð áhrif á dómarana. Besta sería á ævinni „Dómarinn vildi ekki gefa mér neitt. Þeir gefa bara stóru löndunum góðar einkunnir. Það er eins og það sé ekki neitt að vera frá Íslandi. Þeir spyrja bara hvort það séu stundaðir fimleikar á Íslandi og vita vart hvar þetta land er. Mig grunar að það hafi haft áhrif því ég átti pottþétt að fá hærri einkunn þar sem ég var miklu betri núna en síðast,“ sagði Rúnar svolítið sár en var þó feginn að enda ekki neðstur í úrslitunum. „Þetta var besta sería sem ég hef gert á bogahesti á ævinni. Mér leið rosalega vel og var sama sem ekkert stressaður. Bara örlítið stressaður eins og gengur og gerist. Ég fann fyrir pínu stressi áður en ég fór af stað en um leið og ég var kominn upp á hestinn hugsaði ég bara um að klára æfinguna með stæl. Ég er verulega ánægður með þessa ólympíuleika og hvernig mér gekk. Það gekk allt upp hjá mér og því get ég ekki kvartað,“ sagði Rúnar Alexandersson en það var Kínverjinn Haibin Teng sem hreppti gullið með 9,837 í einkunn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Sjá meira
Rúnar Alexandersson sýndi frábæra takta á bogahestinum í Aþenu í gær er hann tók þátt í úrslitum á áhaldinu. Rúnar var ákaflega yfirvegaður og öruggur og skilaði æfingunni sinni nánast fullkomlega frá sér. Kom því á óvart hversu lága einkunn hann fékk – 9,725 – en þessa einkunn getur hann þakkað úkraínska dómaranum sem var ekki beint sanngjarn við Rúnar og gaf honum 9,65 í einkunn. Lokaeinkunnin fleytti Rúnari í sjöunda sætið – átta voru í úrslitum – sem er stórkostlegur árangur enda langur vegur frá því að það sé sjálfgefið að komast í úrslit. Rúnar var himinlifandi með sjálfan sig eftir að keppni lauk en ekki sáttur við sætið. „Mér líður mjög vel. Ég er ekki ánægður með sætið en ég var verulega ánægður með æfingarnar mínar enda gengu þær mjög vel og ekkert vandamál,“ sagði Rúnar skælbrosandi en æfingarnar hjá honum í úrslitunum gengu mun betur en í undankeppninni. Þrátt fyrir það fékk hann lægri einkunn í úrslitunum, sem er afar furðulegt. Rúnar telur að það að vera frá Íslandi hafi talsverð áhrif á dómarana. Besta sería á ævinni „Dómarinn vildi ekki gefa mér neitt. Þeir gefa bara stóru löndunum góðar einkunnir. Það er eins og það sé ekki neitt að vera frá Íslandi. Þeir spyrja bara hvort það séu stundaðir fimleikar á Íslandi og vita vart hvar þetta land er. Mig grunar að það hafi haft áhrif því ég átti pottþétt að fá hærri einkunn þar sem ég var miklu betri núna en síðast,“ sagði Rúnar svolítið sár en var þó feginn að enda ekki neðstur í úrslitunum. „Þetta var besta sería sem ég hef gert á bogahesti á ævinni. Mér leið rosalega vel og var sama sem ekkert stressaður. Bara örlítið stressaður eins og gengur og gerist. Ég fann fyrir pínu stressi áður en ég fór af stað en um leið og ég var kominn upp á hestinn hugsaði ég bara um að klára æfinguna með stæl. Ég er verulega ánægður með þessa ólympíuleika og hvernig mér gekk. Það gekk allt upp hjá mér og því get ég ekki kvartað,“ sagði Rúnar Alexandersson en það var Kínverjinn Haibin Teng sem hreppti gullið með 9,837 í einkunn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Ekkert verður af bardaga Gunnars við Magny Sjá meira