Ekki búið enn 20. ágúst 2004 00:01 "Það er einn leikur eftir og við verðum að klára hann. Þetta er ekki búið," sagði niðurlútur landsliðsþjálfari Íslands, Guðmundur Guðmundsson, eftir leikinn en hann var alveg klár á því hvað hefði vantað í íslenska liðið í leiknum. "Mér fannst klárlega vanta meiri grimmd í liðið. Ég verð að játa það. Við vorum ekki nógu grimmir bæði í vörn og sókn." Enn og aftur lenti íslenska liðið í því að vera í vandræðum með að leiða leiki og var lengstum í kunnuglegum eltingarleik. "Það ætlar að vera erfitt að yfirstíga þennan þröskuld. Við fengum tækifæri í dag og ég hafði sjálfur á tilfinningunni að það væri aðeins tímaspursmál hvenær við færum 3-4 mörkum yfir. Færin komu en það er ekki hægt að klúðra svona svakalega miklu af færum. Á móti góðum liðum gengur þetta ekki. Þetta er ansi veigamikill þáttur og er viðloðandi vandamál," sagði Guðmundur en markvarslan sveik hann eina ferðina enn og þar að auki var vörnin ekki að spila eins vel og áður í keppninni. "Markvarslan var mjög takmörkuð og varnarleikurinn var bara ekki nægilega grimmur. Ég reyndi að rótera liðinu eins og ég gat til þess að finna lausnir. Við nýttum breiddina en það bara gekk ekki." Það er enn von fyrir íslenska liðið en það verður að bæta leik sinn ansi mikið frá þessum leik ef það ætlar sér að leggja Rússana að velli. "Það er okkar að nýta þetta tækifæri og ég vil ekki vera með miklar yfirlýsingar fyrir þann leik því það er okkar að láta verkin tala á vellinum og sýna í verki úr hverju menn eru gerðir. En þessi úrslit eru gríðarleg vonbrigði. Það er ekki nokkur spurning um það." Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
"Það er einn leikur eftir og við verðum að klára hann. Þetta er ekki búið," sagði niðurlútur landsliðsþjálfari Íslands, Guðmundur Guðmundsson, eftir leikinn en hann var alveg klár á því hvað hefði vantað í íslenska liðið í leiknum. "Mér fannst klárlega vanta meiri grimmd í liðið. Ég verð að játa það. Við vorum ekki nógu grimmir bæði í vörn og sókn." Enn og aftur lenti íslenska liðið í því að vera í vandræðum með að leiða leiki og var lengstum í kunnuglegum eltingarleik. "Það ætlar að vera erfitt að yfirstíga þennan þröskuld. Við fengum tækifæri í dag og ég hafði sjálfur á tilfinningunni að það væri aðeins tímaspursmál hvenær við færum 3-4 mörkum yfir. Færin komu en það er ekki hægt að klúðra svona svakalega miklu af færum. Á móti góðum liðum gengur þetta ekki. Þetta er ansi veigamikill þáttur og er viðloðandi vandamál," sagði Guðmundur en markvarslan sveik hann eina ferðina enn og þar að auki var vörnin ekki að spila eins vel og áður í keppninni. "Markvarslan var mjög takmörkuð og varnarleikurinn var bara ekki nægilega grimmur. Ég reyndi að rótera liðinu eins og ég gat til þess að finna lausnir. Við nýttum breiddina en það bara gekk ekki." Það er enn von fyrir íslenska liðið en það verður að bæta leik sinn ansi mikið frá þessum leik ef það ætlar sér að leggja Rússana að velli. "Það er okkar að nýta þetta tækifæri og ég vil ekki vera með miklar yfirlýsingar fyrir þann leik því það er okkar að láta verkin tala á vellinum og sýna í verki úr hverju menn eru gerðir. En þessi úrslit eru gríðarleg vonbrigði. Það er ekki nokkur spurning um það."
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira