Örn á öðrum forsendum 18. ágúst 2004 00:01 Fremsti sundmaður okkar Íslendinga síðustu ár, Örn Arnarson, fer með nokkrum öðrum forsendum á ÓL en hann ætlaði að gera í upphafi. Eftir að hafa náð fjórða sæti í Sydney var stefnan sett á verðlaun hér í Aþenu. Eftir að hafa æft eins og brjálæðingur í þrjú og hálft ár lenti Örn í leiðinlegum meiðslum sem gerðu það að verkum að draumur hans um verðlaun á ÓL fuku út um gluggann. Fyrir vikið keppir hann ekki í baksundi sem er hans sterkasta grein. Þess í stað mun hann taka þátt í 50 metra skriðsundi. Örn gaf sér tíma eftir æfingu um daginn til þess að spjalla við blaðamann um leikana og vonbrigðin við að geta ekki keppt af fullum krafti. "Þetta er allt talsvert betra en ég átti von á. Maður bjóst við öllu hálfkláruðu eins og mátti búast við miðað við umfjöllunina um mótið. En þeir hafa náð að spasla í holurnar í lokin," sagði Örn. Hann er ekki sammála félaga sínum, Jakobi Jóhanni, um að aðstæðurnar í Aþenu séu betri en í Syndney. "Húsnæðislega er Aþena betri enda eru rúmin skárri en þau voru þar. Hvað varðar sundlaugina þá fannst mér laugin í Sydney betri. Ég held að það hafi verið einhver besta laug sem hafi verið gerð. Þrátt fyrir það er allt til fyrirmyndar hérna." Eins og áður segir þá er Örn ekki kominn á sömu forsendum og hann hafi helst kosið sjálfur. Hvernig er það fyrir hann að vera loksins kominn en geta ekki keppt um verðlaunin sem hann hafði dreymt um svo lengi? "Þetta er náttúrulega helvíti súrt en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Það varð að finna leið til þess að gera gott úr þessu eins og staðan var orðin og þetta var besta leiðin til þess. Það hefði verið enn verra fyrir hausinn á mér ef ég hefði ekki mætt. Ef ég hefði verið heima að horfa á þetta í sjónvarpinu þá hefði það bara verið of mikið," sagði Örn sem þrátt fyrir jákvætt viðhorf leið greinilega ekki nógu vel. Hann bítur þrátt fyrir það á jaxlinn og reynir að láta gott af sér leiða og hjálpa til eins og hann getur. "Það er líka gott að vera hérna til staðar fyrir hina í hópnum. Ég vil hjálpa til. Þar að auki er ég búinn að vera hluti af þessum hóp lengi og búinn að taka þátt í öllum undirbúningi og síðan kemur síðasta hálfa árið bara í meiðsli sem er mjög svekkjandi. Maður er búinn að leggja mikið á sig frá síðustu leikum. Ég hef eiginlega æft í átta ár með þennan tímapunkt í huga. Eins og ég segi samt þýðir ekkert að væla heldur bara að koma aftur sterkur inn," sagði Örn jákvæður en hann er langt frá því að vera hættur. "Ég tek mér smá frí eftir leikana en svo byrjar lífið bara aftur. Ég fer til Danmerkur í september og verð að æfa þar. Ég er fjarri því að vera hættur. Ég verð nú bara 23 ára síðar í mánuðinum og ég hætti ekki meðan ég hef enn gaman af þessu," sagði Örn Arnarson sem mun væntanlega aðeins keppa í svona 23 sekúndur á leikunum í Aþenu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Fremsti sundmaður okkar Íslendinga síðustu ár, Örn Arnarson, fer með nokkrum öðrum forsendum á ÓL en hann ætlaði að gera í upphafi. Eftir að hafa náð fjórða sæti í Sydney var stefnan sett á verðlaun hér í Aþenu. Eftir að hafa æft eins og brjálæðingur í þrjú og hálft ár lenti Örn í leiðinlegum meiðslum sem gerðu það að verkum að draumur hans um verðlaun á ÓL fuku út um gluggann. Fyrir vikið keppir hann ekki í baksundi sem er hans sterkasta grein. Þess í stað mun hann taka þátt í 50 metra skriðsundi. Örn gaf sér tíma eftir æfingu um daginn til þess að spjalla við blaðamann um leikana og vonbrigðin við að geta ekki keppt af fullum krafti. "Þetta er allt talsvert betra en ég átti von á. Maður bjóst við öllu hálfkláruðu eins og mátti búast við miðað við umfjöllunina um mótið. En þeir hafa náð að spasla í holurnar í lokin," sagði Örn. Hann er ekki sammála félaga sínum, Jakobi Jóhanni, um að aðstæðurnar í Aþenu séu betri en í Syndney. "Húsnæðislega er Aþena betri enda eru rúmin skárri en þau voru þar. Hvað varðar sundlaugina þá fannst mér laugin í Sydney betri. Ég held að það hafi verið einhver besta laug sem hafi verið gerð. Þrátt fyrir það er allt til fyrirmyndar hérna." Eins og áður segir þá er Örn ekki kominn á sömu forsendum og hann hafi helst kosið sjálfur. Hvernig er það fyrir hann að vera loksins kominn en geta ekki keppt um verðlaunin sem hann hafði dreymt um svo lengi? "Þetta er náttúrulega helvíti súrt en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Það varð að finna leið til þess að gera gott úr þessu eins og staðan var orðin og þetta var besta leiðin til þess. Það hefði verið enn verra fyrir hausinn á mér ef ég hefði ekki mætt. Ef ég hefði verið heima að horfa á þetta í sjónvarpinu þá hefði það bara verið of mikið," sagði Örn sem þrátt fyrir jákvætt viðhorf leið greinilega ekki nógu vel. Hann bítur þrátt fyrir það á jaxlinn og reynir að láta gott af sér leiða og hjálpa til eins og hann getur. "Það er líka gott að vera hérna til staðar fyrir hina í hópnum. Ég vil hjálpa til. Þar að auki er ég búinn að vera hluti af þessum hóp lengi og búinn að taka þátt í öllum undirbúningi og síðan kemur síðasta hálfa árið bara í meiðsli sem er mjög svekkjandi. Maður er búinn að leggja mikið á sig frá síðustu leikum. Ég hef eiginlega æft í átta ár með þennan tímapunkt í huga. Eins og ég segi samt þýðir ekkert að væla heldur bara að koma aftur sterkur inn," sagði Örn jákvæður en hann er langt frá því að vera hættur. "Ég tek mér smá frí eftir leikana en svo byrjar lífið bara aftur. Ég fer til Danmerkur í september og verð að æfa þar. Ég er fjarri því að vera hættur. Ég verð nú bara 23 ára síðar í mánuðinum og ég hætti ekki meðan ég hef enn gaman af þessu," sagði Örn Arnarson sem mun væntanlega aðeins keppa í svona 23 sekúndur á leikunum í Aþenu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti