Kristján Freyr elskar að vaska upp 18. ágúst 2004 00:01 Kristján Freyr Halldórsson er bóksali og trommuleikari í hljómsveitinni Reykjavík, sem er á stöðugri uppleið. Hann hefur mjög gaman af því að vaska upp og ástæðan er meðal annars sú að hann hlustar alltaf á tónlist á meðan: "Mér finnst ég ekki geta hlustað á tónlist nema vera að gera eitthvað annað. Ef ég kaupi mér nýja plötu þá get ég ómögulega sest inn í stofu fyrir framan græjurnar og hlustað stíft heldur er ég fyrr en varir farinn að bauka eitthvað. Ég veit ekki af hverju þetta er en hef lesið viðtöl við tónlistarmenn þar sem þeir segjast alltaf þurfa að prufukeyra lögin sín við einhverjar aðrar aðstæður en í stúdíói, til dæmis í bílnum. Tónlist verður að virka með einhverju öðru og í daglega lífinu. Ég hlusta líka á og gagnrýni mína eigin tónlist þegar ég vaska upp. Ég var til dæmis í plötuupptökum fyrir jólin í fyrra og þá var ég mjög duglegur í eldhúsinu. Þegar ég þarf að hlusta sérstaklega vel á eitthvað fer ég ósjálfrátt að nota fleiri glös og diska til að safna í gott uppvask og skamma konuna fyrir að vaska upp áður en ég kem heim. Svo finnst mér frábært að fá fólk í mat og reyni að fá konuna mína til að elda marga rétti til að fá meira til að vaska upp. Henni finnst alveg frábært að geta gert það sem henni sýnist í eldhúsinu án þess að hafa áhyggjur af uppvaskinu." Kristján hefur í mörg horn að líta á næstunni. Fram undan er Menningarnótt þar sem hann hefur veg og vanda af dagskránni í Bókabúð Máls og menningar en einnig verður hann að spila finnskan tangó um allan bæ. Þannig að uppvaskið verður að bíða.. Hús og heimili Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Kristján Freyr Halldórsson er bóksali og trommuleikari í hljómsveitinni Reykjavík, sem er á stöðugri uppleið. Hann hefur mjög gaman af því að vaska upp og ástæðan er meðal annars sú að hann hlustar alltaf á tónlist á meðan: "Mér finnst ég ekki geta hlustað á tónlist nema vera að gera eitthvað annað. Ef ég kaupi mér nýja plötu þá get ég ómögulega sest inn í stofu fyrir framan græjurnar og hlustað stíft heldur er ég fyrr en varir farinn að bauka eitthvað. Ég veit ekki af hverju þetta er en hef lesið viðtöl við tónlistarmenn þar sem þeir segjast alltaf þurfa að prufukeyra lögin sín við einhverjar aðrar aðstæður en í stúdíói, til dæmis í bílnum. Tónlist verður að virka með einhverju öðru og í daglega lífinu. Ég hlusta líka á og gagnrýni mína eigin tónlist þegar ég vaska upp. Ég var til dæmis í plötuupptökum fyrir jólin í fyrra og þá var ég mjög duglegur í eldhúsinu. Þegar ég þarf að hlusta sérstaklega vel á eitthvað fer ég ósjálfrátt að nota fleiri glös og diska til að safna í gott uppvask og skamma konuna fyrir að vaska upp áður en ég kem heim. Svo finnst mér frábært að fá fólk í mat og reyni að fá konuna mína til að elda marga rétti til að fá meira til að vaska upp. Henni finnst alveg frábært að geta gert það sem henni sýnist í eldhúsinu án þess að hafa áhyggjur af uppvaskinu." Kristján hefur í mörg horn að líta á næstunni. Fram undan er Menningarnótt þar sem hann hefur veg og vanda af dagskránni í Bókabúð Máls og menningar en einnig verður hann að spila finnskan tangó um allan bæ. Þannig að uppvaskið verður að bíða..
Hús og heimili Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira