Ólympíuleikarnir í Aþenu hafnir 13. ágúst 2004 00:01 Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst fyrir tæpri klukkustund. Einn af hápunktum athafnarinnar er flutningur Bjarkar Guðmundsdóttur á laginu Oceania sem var samið í tilefni leikanna. Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst nú rétt fyrir fréttir og eins og við var að búast er mikið um dýrðir. Ólympíuleikvangurinn í Aþenu er sneisafullur af fólki hvaðanæva úr heiminum, jafnt hefðarmönnum sem almenningi. Alls ganga 10.500 íþróttamenn frá tvö hundruð og tveimur þjóðum um Ólympíuleikvanginn í kvöld undir tónlist og lófataki 72 þúsund áhorfenda. Athöfnin er einn stærsti viðburður sinnar tegundur frá upphafi, enda taka tæplega 9000 skemmtikraftar þátt í stanslausri sýningu þar sem Grikkland til forna og nútíminn mætast í mikilli sjónrænni veislu. Eitt af aðalatriðum kvöldsins er í höndum Bjarkar Guðmundsdóttur. Hún mun syngja lagið Oceania af væntanlegri plötu sinni, Medúlla. Lagið verður flutt í lítið eitt breyttri útgáfu í kvöld sem, að sögn Bjarkar, mun eiga við andrúmsloft kvöldsins. Texta lagsins samdi skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og lagði hann mikið á sig við undirbúning lagsins og tók meðal annars námskeið í grískri goðafræði til að undirbúa sig sem best. Á leikunum sem standa í sextán daga verður keppt í 28 íþróttagreinum á 38 mismunandi stöðum í höfuðborg Ólympíuleikanna, Aþenu. Öryggisgæsla vegna leikanna er gríðarlega mikil og til marks um það verða 70 þúsund öryggisverðir til taks meðan á leikunum stendur. Þyrlur og loftför munu sveima yfir Aþenu, auk þess sem götum og höfnum verður gætt af ítrustu varkárni. Allt þetta á að gera það að verkum að stærsta íþróttahátíð heims fari fram án óhappa og þar með sjá til þess að ekkert skyggi á Ólympíuandann sem nú svífur yfir Aþenu eins og fyrir 108 árum á fyrstu nútímaólympíuleikunum. Erlent Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst fyrir tæpri klukkustund. Einn af hápunktum athafnarinnar er flutningur Bjarkar Guðmundsdóttur á laginu Oceania sem var samið í tilefni leikanna. Setningarathöfn Ólympíuleikanna hófst nú rétt fyrir fréttir og eins og við var að búast er mikið um dýrðir. Ólympíuleikvangurinn í Aþenu er sneisafullur af fólki hvaðanæva úr heiminum, jafnt hefðarmönnum sem almenningi. Alls ganga 10.500 íþróttamenn frá tvö hundruð og tveimur þjóðum um Ólympíuleikvanginn í kvöld undir tónlist og lófataki 72 þúsund áhorfenda. Athöfnin er einn stærsti viðburður sinnar tegundur frá upphafi, enda taka tæplega 9000 skemmtikraftar þátt í stanslausri sýningu þar sem Grikkland til forna og nútíminn mætast í mikilli sjónrænni veislu. Eitt af aðalatriðum kvöldsins er í höndum Bjarkar Guðmundsdóttur. Hún mun syngja lagið Oceania af væntanlegri plötu sinni, Medúlla. Lagið verður flutt í lítið eitt breyttri útgáfu í kvöld sem, að sögn Bjarkar, mun eiga við andrúmsloft kvöldsins. Texta lagsins samdi skáldið Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og lagði hann mikið á sig við undirbúning lagsins og tók meðal annars námskeið í grískri goðafræði til að undirbúa sig sem best. Á leikunum sem standa í sextán daga verður keppt í 28 íþróttagreinum á 38 mismunandi stöðum í höfuðborg Ólympíuleikanna, Aþenu. Öryggisgæsla vegna leikanna er gríðarlega mikil og til marks um það verða 70 þúsund öryggisverðir til taks meðan á leikunum stendur. Þyrlur og loftför munu sveima yfir Aþenu, auk þess sem götum og höfnum verður gætt af ítrustu varkárni. Allt þetta á að gera það að verkum að stærsta íþróttahátíð heims fari fram án óhappa og þar með sjá til þess að ekkert skyggi á Ólympíuandann sem nú svífur yfir Aþenu eins og fyrir 108 árum á fyrstu nútímaólympíuleikunum.
Erlent Íslenski körfuboltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira