Landsbankinn blæs til sóknar 10. ágúst 2004 00:01 Landsbankinn blæs til sóknar í samkeppninni um viðskipti einstaklinga með því að bjóða upp á nýja leið til að tryggja afkomu fjölskyldunnar lendi hún í áföllum. Fréttastofan kynnti sér þetta útspil bankans í dag en í því felst meðal annars að möguleikar viðbótarlífeyrissparnaðar eru nýttir til fulls. Bankastjórar Landsbankans lýstu yfir áhyggjum af fjárhagslegu öryggi fjölskyldna í landinu þegar þeir kynntu nýjungina fyrir fjölmiðlum í dag. Segja þeir kannanir sýna að einungis lítill hluti landsmanna hafi hugað að því að tryggja með viðundandi hætti afkomu sína komi til áfalla vegna veikinda eða dauðsfalla. Benda bankastjórarnir á að fjárhagslegar skuldbindingar íslenskra fjölskylda séu hátt hlutfall tekna og að fæstir megi af þeim sökum verða við tekjuskerðingu vegna áfalla. Þeirra lausn, og um leið aðferð til að fjölga viðskiptavinum, er að bjóða þeim sem hafa launareikning hjá bankanum upp á líf og sjúkdómatryggingu fyrir litla skerðingu ráðstöfunartekna. Launþegum gefst kostur á að leggja til hliðar í viðbótarlífeyrissparnað allt að sex prósent af tekjum. Hluta af því - eða um það bil eitt prósent - bjóða Landsbankamenn upp á að notaður verði til að kaupa lífeyristryggingu og með því að greiða fasta fjárhæð mánaðarlega, t.a.m. þúsund krónur fyrir einstakling með þrjú hundruð þúsund króna mánaðarlaun, fæst sjúkdómatrygging að auki. Fyrir það fæst trygging fyrir sjötíu prósent launa í sjö ár vegna dauðsfalls, tvö ár vegna veikinda launþegans og sex mánuði vegna veikinda barns. Landsbankinn hefur stækkað um hundrað prósent á síðustu fimmtán mánuðum - þ.e.a.s. jafn mikið og síðustu 118 ár þar á undan. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri segir vöxtinn undanfarna mánuði og misseri einkum hafa verið í verðbréfa- og fyrirtækjaviðskiptum. Sóknin hafi verið hlutfallslega minni á sviði einstaklingsviðskipta og að bankinn hafi í rauninni verið að undirbúa að hefja þá sókn sem hafi hafist í dag með nýju „vörunni“. Myndin er af Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Landsbankinn blæs til sóknar í samkeppninni um viðskipti einstaklinga með því að bjóða upp á nýja leið til að tryggja afkomu fjölskyldunnar lendi hún í áföllum. Fréttastofan kynnti sér þetta útspil bankans í dag en í því felst meðal annars að möguleikar viðbótarlífeyrissparnaðar eru nýttir til fulls. Bankastjórar Landsbankans lýstu yfir áhyggjum af fjárhagslegu öryggi fjölskyldna í landinu þegar þeir kynntu nýjungina fyrir fjölmiðlum í dag. Segja þeir kannanir sýna að einungis lítill hluti landsmanna hafi hugað að því að tryggja með viðundandi hætti afkomu sína komi til áfalla vegna veikinda eða dauðsfalla. Benda bankastjórarnir á að fjárhagslegar skuldbindingar íslenskra fjölskylda séu hátt hlutfall tekna og að fæstir megi af þeim sökum verða við tekjuskerðingu vegna áfalla. Þeirra lausn, og um leið aðferð til að fjölga viðskiptavinum, er að bjóða þeim sem hafa launareikning hjá bankanum upp á líf og sjúkdómatryggingu fyrir litla skerðingu ráðstöfunartekna. Launþegum gefst kostur á að leggja til hliðar í viðbótarlífeyrissparnað allt að sex prósent af tekjum. Hluta af því - eða um það bil eitt prósent - bjóða Landsbankamenn upp á að notaður verði til að kaupa lífeyristryggingu og með því að greiða fasta fjárhæð mánaðarlega, t.a.m. þúsund krónur fyrir einstakling með þrjú hundruð þúsund króna mánaðarlaun, fæst sjúkdómatrygging að auki. Fyrir það fæst trygging fyrir sjötíu prósent launa í sjö ár vegna dauðsfalls, tvö ár vegna veikinda launþegans og sex mánuði vegna veikinda barns. Landsbankinn hefur stækkað um hundrað prósent á síðustu fimmtán mánuðum - þ.e.a.s. jafn mikið og síðustu 118 ár þar á undan. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri segir vöxtinn undanfarna mánuði og misseri einkum hafa verið í verðbréfa- og fyrirtækjaviðskiptum. Sóknin hafi verið hlutfallslega minni á sviði einstaklingsviðskipta og að bankinn hafi í rauninni verið að undirbúa að hefja þá sókn sem hafi hafist í dag með nýju „vörunni“. Myndin er af Sigurjóni Þ. Árnasyni, bankastjóra Landsbankans.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira