Blóðbað í Najaf 6. ágúst 2004 00:01 Harðir bardagar milli íraskra uppreisnarmanna og bandarískra hermanna í hinni helgu borg Najaf síðustu tvo daga hafa kostað 300 uppreisnarmenn lífið að sögn bandarísku herstjórnarinnar í Írak. Tugir til viðbótar hafa látist í bardögum annars staðar á svæðum sjíamúslima að sögn íraskra stjórnvalda. Bardagarnir eru einhverjir þeir mannskæðustu sem hafa brotist út milli uppreisnarmanna og bandarískra hermanna. Bardagarnir í Najaf brutust út að morgni fimmtudags. Sveitir hliðhollar klerknum Muqtada al-Sadr og Bandaríkjamenn kenna hvor öðrum um upptökin. Hitt er ljóst að bardagarnir hafa verið mjög harðir. Bandaríkjamenn hafa beitt herþotum og þyrlum í árásum á staði þar sem þeir telja uppreisnarmenn halda sig. Þeir áætla að um 300 uppreisnarmenn hafi látist en segja þrjá bandaríska hermenn hafa látist og tólf slasast í bardögunum. Al-Sadr veittist harkalega að Bandaríkjunum í messu sinni í gær. Hann hvatti til árása á Bandaríkjaher og sagði fráleitt að líta á hann sem bandamenn eins og Íraksstjórn hefur gert. "Bandaríkin eru óvinur okkar og óvinur þjóðarinnar. Við höfnum þessu bandalagi," sagði hann. Á sama tíma kölluðu aðstoðarmenn al-Sadr eftir vopnahléi. "Við skorum á ríkisstjórnina, sem hefur lýst sig fullvalda, að stöðva árásir Bandaríkjamanna," sagði Mahmoud al-Sudani talsmaður al-Sadr. Að auki var óskað eftir aðstoð Sameinuðu þjóðanna við að binda endi á bardagana. Najaf hafði verið nokkuð friðsæl um tveggja mánaða skeið þegar bardagarnir brutust út í fyrradag. Hart var barist í borginni frá apríl fram í júní. Þá eins og nú áttust við sveitir al-Sadr og bandarískar hersveitir. Þeim bardögum lauk með vopnahléi en spennan í samskiptum Bandaríkjamanna og al-Sadr og stuðningsmanna hans hefur magnast mjög að undanförnu. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Harðir bardagar milli íraskra uppreisnarmanna og bandarískra hermanna í hinni helgu borg Najaf síðustu tvo daga hafa kostað 300 uppreisnarmenn lífið að sögn bandarísku herstjórnarinnar í Írak. Tugir til viðbótar hafa látist í bardögum annars staðar á svæðum sjíamúslima að sögn íraskra stjórnvalda. Bardagarnir eru einhverjir þeir mannskæðustu sem hafa brotist út milli uppreisnarmanna og bandarískra hermanna. Bardagarnir í Najaf brutust út að morgni fimmtudags. Sveitir hliðhollar klerknum Muqtada al-Sadr og Bandaríkjamenn kenna hvor öðrum um upptökin. Hitt er ljóst að bardagarnir hafa verið mjög harðir. Bandaríkjamenn hafa beitt herþotum og þyrlum í árásum á staði þar sem þeir telja uppreisnarmenn halda sig. Þeir áætla að um 300 uppreisnarmenn hafi látist en segja þrjá bandaríska hermenn hafa látist og tólf slasast í bardögunum. Al-Sadr veittist harkalega að Bandaríkjunum í messu sinni í gær. Hann hvatti til árása á Bandaríkjaher og sagði fráleitt að líta á hann sem bandamenn eins og Íraksstjórn hefur gert. "Bandaríkin eru óvinur okkar og óvinur þjóðarinnar. Við höfnum þessu bandalagi," sagði hann. Á sama tíma kölluðu aðstoðarmenn al-Sadr eftir vopnahléi. "Við skorum á ríkisstjórnina, sem hefur lýst sig fullvalda, að stöðva árásir Bandaríkjamanna," sagði Mahmoud al-Sudani talsmaður al-Sadr. Að auki var óskað eftir aðstoð Sameinuðu þjóðanna við að binda endi á bardagana. Najaf hafði verið nokkuð friðsæl um tveggja mánaða skeið þegar bardagarnir brutust út í fyrradag. Hart var barist í borginni frá apríl fram í júní. Þá eins og nú áttust við sveitir al-Sadr og bandarískar hersveitir. Þeim bardögum lauk með vopnahléi en spennan í samskiptum Bandaríkjamanna og al-Sadr og stuðningsmanna hans hefur magnast mjög að undanförnu.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira