Jón Ásgeir tekjuhæstur 2. ágúst 2004 00:01 Aðeins einn maður á Íslandi er með meira en tíu milljónir króna í laun á mánuði. Það er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs. Stöð 2 fékk að rýna í árlegt Tekjublað Frjálsrar verslunar áður en prentsvertan þornaði á því. Í blaðinu, þar sem birtar eru tekjur nálægt 2400 einstaklinga víðs vegar af landinu kemur meðal annars fram að tveir tekjuhæstu einstaklingarnir eru úr hópi forstjóra í fyrirtækjum. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs er með 11 milljónir og 366 þúsund krónur í mánaðarlaun og er hann jafnframt tekjuhæsti maður landsins á síðasta ári samkvæmt úttektinni. Wilhelm Róbert Wessmann, forstjóri Actavis Group er næsthæstur með 9 milljónir og 662 þúsund og Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu er í þriðja sæti með tæpar 7 milljónir á mánuði. Næstur á eftir Tryggva er svo Kári Stefánsson, sem með tæpar 3 milljónir á mánuði er þó ekki hálfdrættingur á við Tryggva á síðastliðnu ári. Af starfsmönnum fjáramálafyrirtækja eru þessir hæstir: Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður KB Banka með 5 milljónir og 720 þúsund. Árni Tómasson fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbanka með 4 milljónir og 366 þúsund krónur í tekjur og þriðji er svo Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB Banka með tæplega 3,7 milljónir á mánuði. Skammt undan eru svo Elín Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanaum og Sigurjón Árnason bankastjóri hjá sama banka, sem bæði voru með rétt tæpar 3 og hálfa milljón á mánuði í fyrra. Af ýmsum mönnum úr atvinnulífinu eru þessir þrír hæstir: Tekjuhæstur er Jón Ólafsson, fyrrverandi eigandi Norðurljósa, hafði á síðasta ári rúmar 7 milljónir í tekjur á mánuði. Næstir á eftir honum koma svo Valur Valsson, fyrrverandi forstjóri íslandsbanka með tæpar fjórar milljónir og Kristinn Björnsson, stjórnarformaður Straums með rúmar þrjár. Úr öðrum hópum er langhæstur Sigurgeir Sævaldason, skipstóri Bergs frá Vestmannaeyjum, sem þénaði 7 milljónir og 370 þúsund krónur á síðastliðnu ári og hafði þar með um fimm sinnum hærri tekjur en forseti Íslands, sem var með rétt tæpa eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Hæstir Alþingismanna voru þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, báðir með á þrettánda hundrað þúsund króna í laun. Fyrir þá sem vilja kynna sér tekjulistann nánar er rétt að benda á að Tekjublað Frjálsrar Verslunar kemur út á morgun, þriðjudaginn 3. ágúst. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyrir orðinn skuldlaus eftir samrunann Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Sjá meira
Aðeins einn maður á Íslandi er með meira en tíu milljónir króna í laun á mánuði. Það er Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri Baugs. Stöð 2 fékk að rýna í árlegt Tekjublað Frjálsrar verslunar áður en prentsvertan þornaði á því. Í blaðinu, þar sem birtar eru tekjur nálægt 2400 einstaklinga víðs vegar af landinu kemur meðal annars fram að tveir tekjuhæstu einstaklingarnir eru úr hópi forstjóra í fyrirtækjum. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs er með 11 milljónir og 366 þúsund krónur í mánaðarlaun og er hann jafnframt tekjuhæsti maður landsins á síðasta ári samkvæmt úttektinni. Wilhelm Róbert Wessmann, forstjóri Actavis Group er næsthæstur með 9 milljónir og 662 þúsund og Tryggvi Jónsson, forstjóri Heklu er í þriðja sæti með tæpar 7 milljónir á mánuði. Næstur á eftir Tryggva er svo Kári Stefánsson, sem með tæpar 3 milljónir á mánuði er þó ekki hálfdrættingur á við Tryggva á síðastliðnu ári. Af starfsmönnum fjáramálafyrirtækja eru þessir hæstir: Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður KB Banka með 5 milljónir og 720 þúsund. Árni Tómasson fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbanka með 4 milljónir og 366 þúsund krónur í tekjur og þriðji er svo Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB Banka með tæplega 3,7 milljónir á mánuði. Skammt undan eru svo Elín Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanaum og Sigurjón Árnason bankastjóri hjá sama banka, sem bæði voru með rétt tæpar 3 og hálfa milljón á mánuði í fyrra. Af ýmsum mönnum úr atvinnulífinu eru þessir þrír hæstir: Tekjuhæstur er Jón Ólafsson, fyrrverandi eigandi Norðurljósa, hafði á síðasta ári rúmar 7 milljónir í tekjur á mánuði. Næstir á eftir honum koma svo Valur Valsson, fyrrverandi forstjóri íslandsbanka með tæpar fjórar milljónir og Kristinn Björnsson, stjórnarformaður Straums með rúmar þrjár. Úr öðrum hópum er langhæstur Sigurgeir Sævaldason, skipstóri Bergs frá Vestmannaeyjum, sem þénaði 7 milljónir og 370 þúsund krónur á síðastliðnu ári og hafði þar með um fimm sinnum hærri tekjur en forseti Íslands, sem var með rétt tæpa eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Hæstir Alþingismanna voru þeir Davíð Oddsson, forsætisráðherra og Gunnar Birgisson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og forseti bæjarstjórnar Kópavogs, báðir með á þrettánda hundrað þúsund króna í laun. Fyrir þá sem vilja kynna sér tekjulistann nánar er rétt að benda á að Tekjublað Frjálsrar Verslunar kemur út á morgun, þriðjudaginn 3. ágúst.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyrir orðinn skuldlaus eftir samrunann Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Sjá meira