Engar framfarir án öryggis 24. júlí 2004 00:01 Stöðugar skærur um gervallt Írak eru meginástæða þess að efnahagslíf landsins er enn í lamasessi, fimmtán mánuðum eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Fjárfestingar erlendra aðila eru forsenda þess að hjól efnahagslífsins farið að snúast á nýjan leik en fjárfestar halda að sér á höndum á meðan ástand öryggismála í landinu batnar ekki. Síðustu mánuði hafa íslamskir öfgahópar hert baráttuna gegn hernámsliðinu og öryggissveitum bráðabirgðastjórnvalda í Írak. Hundruð manna hafa týnt lífi í sprengjuárásum, ráðamenn hafa verið myrtir og útlendingar ítrekað hnepptir í gíslingu. Um fjórðungur íraskra verksmiðja var eyðilagður í tveimur styrjöldum Íraka við Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Þær verksmiðjur sem þó eru heilar geta ekki starfað á fullum afköstum þar sem varahluti og ýmsan búnað skortir. Iðnaðarráðherra Íraka, Hajim al-Hassani, lýsti í gær yfir miklum áhyggjum af ástandi mála: "Vandamálið verður ekki leyst án erlendra fjárfestinga," sagði al-Hassani, "en án öryggis er erlend fjárfesting óhugsandi." Að sögn ráðherrans gerðu hernámsyfirvöld bandamanna enga tilraun til að lagfæra framleiðslutæki landsins meðan á hernámi stóð en því lauk 28. júní síðastliðinn þegar bráðabirgðastjórn Íraka tók við völdum. Ástæðan fyrir aðgerðarleysi hernámsstjórnarnnar var sú að sögn íraska ráðherrans að hún vildi einkavæða fyrirtækin áður en uppbygging hæfist. Erfiðlega gengur hins vegar að fá fjárfesta til að leggja fé í verksmiðjur sem eru óstarfhæfar. Al -Hassani segir þó að áhugi erlendra fjárfesta sé sannarlega til staðar og tók hann nýlega á móti stórum hópi fjárfesta frá Bandaríkjunum, Evrópu og ýmsum Persaflóaríkjum. "Áhuginn er til staðar en fjárfestar eru einfaldlega ekki enn reiðubúnir að taka áhættuna," sagði ráðherrann. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Stöðugar skærur um gervallt Írak eru meginástæða þess að efnahagslíf landsins er enn í lamasessi, fimmtán mánuðum eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Fjárfestingar erlendra aðila eru forsenda þess að hjól efnahagslífsins farið að snúast á nýjan leik en fjárfestar halda að sér á höndum á meðan ástand öryggismála í landinu batnar ekki. Síðustu mánuði hafa íslamskir öfgahópar hert baráttuna gegn hernámsliðinu og öryggissveitum bráðabirgðastjórnvalda í Írak. Hundruð manna hafa týnt lífi í sprengjuárásum, ráðamenn hafa verið myrtir og útlendingar ítrekað hnepptir í gíslingu. Um fjórðungur íraskra verksmiðja var eyðilagður í tveimur styrjöldum Íraka við Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra. Þær verksmiðjur sem þó eru heilar geta ekki starfað á fullum afköstum þar sem varahluti og ýmsan búnað skortir. Iðnaðarráðherra Íraka, Hajim al-Hassani, lýsti í gær yfir miklum áhyggjum af ástandi mála: "Vandamálið verður ekki leyst án erlendra fjárfestinga," sagði al-Hassani, "en án öryggis er erlend fjárfesting óhugsandi." Að sögn ráðherrans gerðu hernámsyfirvöld bandamanna enga tilraun til að lagfæra framleiðslutæki landsins meðan á hernámi stóð en því lauk 28. júní síðastliðinn þegar bráðabirgðastjórn Íraka tók við völdum. Ástæðan fyrir aðgerðarleysi hernámsstjórnarnnar var sú að sögn íraska ráðherrans að hún vildi einkavæða fyrirtækin áður en uppbygging hæfist. Erfiðlega gengur hins vegar að fá fjárfesta til að leggja fé í verksmiðjur sem eru óstarfhæfar. Al -Hassani segir þó að áhugi erlendra fjárfesta sé sannarlega til staðar og tók hann nýlega á móti stórum hópi fjárfesta frá Bandaríkjunum, Evrópu og ýmsum Persaflóaríkjum. "Áhuginn er til staðar en fjárfestar eru einfaldlega ekki enn reiðubúnir að taka áhættuna," sagði ráðherrann.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira