Hefur helgina til að finna lausn 15. júlí 2004 00:01 Stjórnarflokkarnir eru sammála um að láta helgina líða áður en frekari lausnar á ágreiningi þeirra í fjölmiðlamálinu verður leitað. Samkomulag um annað liggur ekki fyrir Framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja málið komið í ógöngur og vilja draga núverandi frumvarp til baka. Ekki er stemmning fyrir því í forystu Sjálfstæðisflokksins. Þar líta menn svo á að með því hefðu menn tekið á sig pólitísk óþægindi vegna málsins án þess að ljúka því. Framsóknarmenn telja mikið í húfi og eru sannfærðir um að forsetinn muni ekki skrifa undir nýja frumvarpið. Þeir eru ekki tilbúnir í þann slag. Innan þingmannahóps Sjálfstæðisflokksins telja menn talsverðar líkur á að forsetinn skrifi ekki undir, en eru tilbúnir í slaginn. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hittust í gær og ræddu málin. Niðurstaða þess fundar er að láta helgina líða. Alsherjarnefnd mun koma saman eftir helgi og eftir það munu línur skýrast frekar. Davíð útilokaði ekki að frumvarpið yrði dregið til baka. "Það hefur engin þess háttar ákvörðun verið tekin. Nefndin er með málið og kemur saman á nýjan leik hygg ég eftir helgi." Að því loknu færi málið til þingsins. Fyrir fund Davíðs og Halldórs áttu þeir fundi með sínu fólki. Davíð snæddi hádegisverð í þinginu með þingmönnum flokksins í allsherjarnefnd. Halldór átti fund með forystufólki Framsóknarflokksins í utanríkisráðuneytinu. Hvorki Davíð né Halldór vildu tjá sig um viðræður sínar eftir fundinn, en lýstu ánægju með hann. Þeir telja stjórnarsamstarfið ekki í hættu. Innan þingmannahóps Framsóknarflokksins telja menn afstöðu samstarfsflokksins einkennast af einstrengingshætti. Þeir telja alltof mikinn tíma farinn í málið og það sé farið að bitna á öðrum mikilvægum málum sem stjórnin eigi að fara að snúa sér að. Núverandi frumvarp með annarri synjun forseta myndi halda því áfram í þeim ógöngum sem það sé í nú. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru sjálfstæðismenn fullmeðvitaðir um að framsóknarmenn vilji bakka í málinu. Boltin er í herbúðum Davíðs og helgin verður notuð til að leita niðurstöðu. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Stjórnarflokkarnir eru sammála um að láta helgina líða áður en frekari lausnar á ágreiningi þeirra í fjölmiðlamálinu verður leitað. Samkomulag um annað liggur ekki fyrir Framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja málið komið í ógöngur og vilja draga núverandi frumvarp til baka. Ekki er stemmning fyrir því í forystu Sjálfstæðisflokksins. Þar líta menn svo á að með því hefðu menn tekið á sig pólitísk óþægindi vegna málsins án þess að ljúka því. Framsóknarmenn telja mikið í húfi og eru sannfærðir um að forsetinn muni ekki skrifa undir nýja frumvarpið. Þeir eru ekki tilbúnir í þann slag. Innan þingmannahóps Sjálfstæðisflokksins telja menn talsverðar líkur á að forsetinn skrifi ekki undir, en eru tilbúnir í slaginn. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hittust í gær og ræddu málin. Niðurstaða þess fundar er að láta helgina líða. Alsherjarnefnd mun koma saman eftir helgi og eftir það munu línur skýrast frekar. Davíð útilokaði ekki að frumvarpið yrði dregið til baka. "Það hefur engin þess háttar ákvörðun verið tekin. Nefndin er með málið og kemur saman á nýjan leik hygg ég eftir helgi." Að því loknu færi málið til þingsins. Fyrir fund Davíðs og Halldórs áttu þeir fundi með sínu fólki. Davíð snæddi hádegisverð í þinginu með þingmönnum flokksins í allsherjarnefnd. Halldór átti fund með forystufólki Framsóknarflokksins í utanríkisráðuneytinu. Hvorki Davíð né Halldór vildu tjá sig um viðræður sínar eftir fundinn, en lýstu ánægju með hann. Þeir telja stjórnarsamstarfið ekki í hættu. Innan þingmannahóps Framsóknarflokksins telja menn afstöðu samstarfsflokksins einkennast af einstrengingshætti. Þeir telja alltof mikinn tíma farinn í málið og það sé farið að bitna á öðrum mikilvægum málum sem stjórnin eigi að fara að snúa sér að. Núverandi frumvarp með annarri synjun forseta myndi halda því áfram í þeim ógöngum sem það sé í nú. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru sjálfstæðismenn fullmeðvitaðir um að framsóknarmenn vilji bakka í málinu. Boltin er í herbúðum Davíðs og helgin verður notuð til að leita niðurstöðu.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira