Hefur helgina til að finna lausn 15. júlí 2004 00:01 Stjórnarflokkarnir eru sammála um að láta helgina líða áður en frekari lausnar á ágreiningi þeirra í fjölmiðlamálinu verður leitað. Samkomulag um annað liggur ekki fyrir Framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja málið komið í ógöngur og vilja draga núverandi frumvarp til baka. Ekki er stemmning fyrir því í forystu Sjálfstæðisflokksins. Þar líta menn svo á að með því hefðu menn tekið á sig pólitísk óþægindi vegna málsins án þess að ljúka því. Framsóknarmenn telja mikið í húfi og eru sannfærðir um að forsetinn muni ekki skrifa undir nýja frumvarpið. Þeir eru ekki tilbúnir í þann slag. Innan þingmannahóps Sjálfstæðisflokksins telja menn talsverðar líkur á að forsetinn skrifi ekki undir, en eru tilbúnir í slaginn. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hittust í gær og ræddu málin. Niðurstaða þess fundar er að láta helgina líða. Alsherjarnefnd mun koma saman eftir helgi og eftir það munu línur skýrast frekar. Davíð útilokaði ekki að frumvarpið yrði dregið til baka. "Það hefur engin þess háttar ákvörðun verið tekin. Nefndin er með málið og kemur saman á nýjan leik hygg ég eftir helgi." Að því loknu færi málið til þingsins. Fyrir fund Davíðs og Halldórs áttu þeir fundi með sínu fólki. Davíð snæddi hádegisverð í þinginu með þingmönnum flokksins í allsherjarnefnd. Halldór átti fund með forystufólki Framsóknarflokksins í utanríkisráðuneytinu. Hvorki Davíð né Halldór vildu tjá sig um viðræður sínar eftir fundinn, en lýstu ánægju með hann. Þeir telja stjórnarsamstarfið ekki í hættu. Innan þingmannahóps Framsóknarflokksins telja menn afstöðu samstarfsflokksins einkennast af einstrengingshætti. Þeir telja alltof mikinn tíma farinn í málið og það sé farið að bitna á öðrum mikilvægum málum sem stjórnin eigi að fara að snúa sér að. Núverandi frumvarp með annarri synjun forseta myndi halda því áfram í þeim ógöngum sem það sé í nú. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru sjálfstæðismenn fullmeðvitaðir um að framsóknarmenn vilji bakka í málinu. Boltin er í herbúðum Davíðs og helgin verður notuð til að leita niðurstöðu. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Stjórnarflokkarnir eru sammála um að láta helgina líða áður en frekari lausnar á ágreiningi þeirra í fjölmiðlamálinu verður leitað. Samkomulag um annað liggur ekki fyrir Framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja málið komið í ógöngur og vilja draga núverandi frumvarp til baka. Ekki er stemmning fyrir því í forystu Sjálfstæðisflokksins. Þar líta menn svo á að með því hefðu menn tekið á sig pólitísk óþægindi vegna málsins án þess að ljúka því. Framsóknarmenn telja mikið í húfi og eru sannfærðir um að forsetinn muni ekki skrifa undir nýja frumvarpið. Þeir eru ekki tilbúnir í þann slag. Innan þingmannahóps Sjálfstæðisflokksins telja menn talsverðar líkur á að forsetinn skrifi ekki undir, en eru tilbúnir í slaginn. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hittust í gær og ræddu málin. Niðurstaða þess fundar er að láta helgina líða. Alsherjarnefnd mun koma saman eftir helgi og eftir það munu línur skýrast frekar. Davíð útilokaði ekki að frumvarpið yrði dregið til baka. "Það hefur engin þess háttar ákvörðun verið tekin. Nefndin er með málið og kemur saman á nýjan leik hygg ég eftir helgi." Að því loknu færi málið til þingsins. Fyrir fund Davíðs og Halldórs áttu þeir fundi með sínu fólki. Davíð snæddi hádegisverð í þinginu með þingmönnum flokksins í allsherjarnefnd. Halldór átti fund með forystufólki Framsóknarflokksins í utanríkisráðuneytinu. Hvorki Davíð né Halldór vildu tjá sig um viðræður sínar eftir fundinn, en lýstu ánægju með hann. Þeir telja stjórnarsamstarfið ekki í hættu. Innan þingmannahóps Framsóknarflokksins telja menn afstöðu samstarfsflokksins einkennast af einstrengingshætti. Þeir telja alltof mikinn tíma farinn í málið og það sé farið að bitna á öðrum mikilvægum málum sem stjórnin eigi að fara að snúa sér að. Núverandi frumvarp með annarri synjun forseta myndi halda því áfram í þeim ógöngum sem það sé í nú. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru sjálfstæðismenn fullmeðvitaðir um að framsóknarmenn vilji bakka í málinu. Boltin er í herbúðum Davíðs og helgin verður notuð til að leita niðurstöðu.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira