Framsókn fer fram á viðræður 14. júlí 2004 00:01 Forysta Framsóknarflokksins ætlar að fara fram á viðræður við forystu Sjálfstæðisflokksins um að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Þetta hefur Fréttastofa Stöðvar 2 eftir áreiðanlegum heimildum úr herbúðum flokksforystu Framsóknarflokksins en stefnubreytingin var rædd á fundi forystumanna flokksins í Utanríkisráðuneytinu í dag.Halldór Ásgrímssson formaður Framsóknarflokksins hefur verið fjarverandi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni og þess vegna var hann hvorki viðstaddur fund Framsóknarmanna í Reykjavík Suður í gær né fund forystumannanna í dag. Hann mun hinsvegar vera þeirrar skoðunar að leita beri sátta í málinu. Sjálfstæðismenn sitja fastir við sinn keyp og því ljóst að alvarlega gæti reynt á stjórnarsamstarfið vegna þeirrar stöðu sem nú er komin upp. Hörð gagnrýni innan Framsóknarflokksins og nöturleg útkoma í skoðanakönnun gæti einnig reynst Framsóknarmönnum dýrkeypt. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur stjórnarmyndunarumboðið og gæti leitað eftir nýjum samstarfsflokki ef stjórnarsamstarfið fer í þrot, eða rofið þing og boðað til nýrra kosninga. Ljóst er að sú óeining sem hefur ríkt innan Framsóknarflokksins gæti sett flokkinn í vonlausa stöðu innan ríkisstjórnarinnar ef ekki yrði látið reyna á sáttaleiðina. Þannig virðast fylgjendur fjölmiðlalaganna flykkja sér um Sjálfstæðisflokkinn og gagnrýnendur þeirra um stjórnarandstöðuna. Með því að freista þess að snúa taflinu við og setja Sjálfstæðismönnum úrslitakosti gætu Framsóknarmenn hinsvegar safnað vopnum sínum á ný, hvort sem það verður innan núverandi ríkisstjórnar eða við þær aðstæður sem annars kæmu upp. Heimildarmenn fréttastofu segja ljóst að rætt verði við Sjálfstæðisflokkinn um leið og formaður Framsóknarflokksins snúi aftur. Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, vildi ekki staðfesta neitt í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Þá sagði hann málið ekki snúast um forsætisráðherrastól Halldórs Ásgrímssonar sem hann á að taka við 15. september. Einugis sé verið að hugsa um að vinna að þessu erfiða máli. Þá taldi hann stjórnarsamstarfið ekki vera í hættu og að stjórnin muni halda. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Forysta Framsóknarflokksins ætlar að fara fram á viðræður við forystu Sjálfstæðisflokksins um að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Þetta hefur Fréttastofa Stöðvar 2 eftir áreiðanlegum heimildum úr herbúðum flokksforystu Framsóknarflokksins en stefnubreytingin var rædd á fundi forystumanna flokksins í Utanríkisráðuneytinu í dag.Halldór Ásgrímssson formaður Framsóknarflokksins hefur verið fjarverandi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni og þess vegna var hann hvorki viðstaddur fund Framsóknarmanna í Reykjavík Suður í gær né fund forystumannanna í dag. Hann mun hinsvegar vera þeirrar skoðunar að leita beri sátta í málinu. Sjálfstæðismenn sitja fastir við sinn keyp og því ljóst að alvarlega gæti reynt á stjórnarsamstarfið vegna þeirrar stöðu sem nú er komin upp. Hörð gagnrýni innan Framsóknarflokksins og nöturleg útkoma í skoðanakönnun gæti einnig reynst Framsóknarmönnum dýrkeypt. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur stjórnarmyndunarumboðið og gæti leitað eftir nýjum samstarfsflokki ef stjórnarsamstarfið fer í þrot, eða rofið þing og boðað til nýrra kosninga. Ljóst er að sú óeining sem hefur ríkt innan Framsóknarflokksins gæti sett flokkinn í vonlausa stöðu innan ríkisstjórnarinnar ef ekki yrði látið reyna á sáttaleiðina. Þannig virðast fylgjendur fjölmiðlalaganna flykkja sér um Sjálfstæðisflokkinn og gagnrýnendur þeirra um stjórnarandstöðuna. Með því að freista þess að snúa taflinu við og setja Sjálfstæðismönnum úrslitakosti gætu Framsóknarmenn hinsvegar safnað vopnum sínum á ný, hvort sem það verður innan núverandi ríkisstjórnar eða við þær aðstæður sem annars kæmu upp. Heimildarmenn fréttastofu segja ljóst að rætt verði við Sjálfstæðisflokkinn um leið og formaður Framsóknarflokksins snúi aftur. Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, vildi ekki staðfesta neitt í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Þá sagði hann málið ekki snúast um forsætisráðherrastól Halldórs Ásgrímssonar sem hann á að taka við 15. september. Einugis sé verið að hugsa um að vinna að þessu erfiða máli. Þá taldi hann stjórnarsamstarfið ekki vera í hættu og að stjórnin muni halda.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira