Framsókn fer fram á viðræður 14. júlí 2004 00:01 Forysta Framsóknarflokksins ætlar að fara fram á viðræður við forystu Sjálfstæðisflokksins um að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Þetta hefur Fréttastofa Stöðvar 2 eftir áreiðanlegum heimildum úr herbúðum flokksforystu Framsóknarflokksins en stefnubreytingin var rædd á fundi forystumanna flokksins í Utanríkisráðuneytinu í dag.Halldór Ásgrímssson formaður Framsóknarflokksins hefur verið fjarverandi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni og þess vegna var hann hvorki viðstaddur fund Framsóknarmanna í Reykjavík Suður í gær né fund forystumannanna í dag. Hann mun hinsvegar vera þeirrar skoðunar að leita beri sátta í málinu. Sjálfstæðismenn sitja fastir við sinn keyp og því ljóst að alvarlega gæti reynt á stjórnarsamstarfið vegna þeirrar stöðu sem nú er komin upp. Hörð gagnrýni innan Framsóknarflokksins og nöturleg útkoma í skoðanakönnun gæti einnig reynst Framsóknarmönnum dýrkeypt. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur stjórnarmyndunarumboðið og gæti leitað eftir nýjum samstarfsflokki ef stjórnarsamstarfið fer í þrot, eða rofið þing og boðað til nýrra kosninga. Ljóst er að sú óeining sem hefur ríkt innan Framsóknarflokksins gæti sett flokkinn í vonlausa stöðu innan ríkisstjórnarinnar ef ekki yrði látið reyna á sáttaleiðina. Þannig virðast fylgjendur fjölmiðlalaganna flykkja sér um Sjálfstæðisflokkinn og gagnrýnendur þeirra um stjórnarandstöðuna. Með því að freista þess að snúa taflinu við og setja Sjálfstæðismönnum úrslitakosti gætu Framsóknarmenn hinsvegar safnað vopnum sínum á ný, hvort sem það verður innan núverandi ríkisstjórnar eða við þær aðstæður sem annars kæmu upp. Heimildarmenn fréttastofu segja ljóst að rætt verði við Sjálfstæðisflokkinn um leið og formaður Framsóknarflokksins snúi aftur. Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, vildi ekki staðfesta neitt í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Þá sagði hann málið ekki snúast um forsætisráðherrastól Halldórs Ásgrímssonar sem hann á að taka við 15. september. Einugis sé verið að hugsa um að vinna að þessu erfiða máli. Þá taldi hann stjórnarsamstarfið ekki vera í hættu og að stjórnin muni halda. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Forysta Framsóknarflokksins ætlar að fara fram á viðræður við forystu Sjálfstæðisflokksins um að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Þetta hefur Fréttastofa Stöðvar 2 eftir áreiðanlegum heimildum úr herbúðum flokksforystu Framsóknarflokksins en stefnubreytingin var rædd á fundi forystumanna flokksins í Utanríkisráðuneytinu í dag.Halldór Ásgrímssson formaður Framsóknarflokksins hefur verið fjarverandi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni og þess vegna var hann hvorki viðstaddur fund Framsóknarmanna í Reykjavík Suður í gær né fund forystumannanna í dag. Hann mun hinsvegar vera þeirrar skoðunar að leita beri sátta í málinu. Sjálfstæðismenn sitja fastir við sinn keyp og því ljóst að alvarlega gæti reynt á stjórnarsamstarfið vegna þeirrar stöðu sem nú er komin upp. Hörð gagnrýni innan Framsóknarflokksins og nöturleg útkoma í skoðanakönnun gæti einnig reynst Framsóknarmönnum dýrkeypt. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur stjórnarmyndunarumboðið og gæti leitað eftir nýjum samstarfsflokki ef stjórnarsamstarfið fer í þrot, eða rofið þing og boðað til nýrra kosninga. Ljóst er að sú óeining sem hefur ríkt innan Framsóknarflokksins gæti sett flokkinn í vonlausa stöðu innan ríkisstjórnarinnar ef ekki yrði látið reyna á sáttaleiðina. Þannig virðast fylgjendur fjölmiðlalaganna flykkja sér um Sjálfstæðisflokkinn og gagnrýnendur þeirra um stjórnarandstöðuna. Með því að freista þess að snúa taflinu við og setja Sjálfstæðismönnum úrslitakosti gætu Framsóknarmenn hinsvegar safnað vopnum sínum á ný, hvort sem það verður innan núverandi ríkisstjórnar eða við þær aðstæður sem annars kæmu upp. Heimildarmenn fréttastofu segja ljóst að rætt verði við Sjálfstæðisflokkinn um leið og formaður Framsóknarflokksins snúi aftur. Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, vildi ekki staðfesta neitt í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Þá sagði hann málið ekki snúast um forsætisráðherrastól Halldórs Ásgrímssonar sem hann á að taka við 15. september. Einugis sé verið að hugsa um að vinna að þessu erfiða máli. Þá taldi hann stjórnarsamstarfið ekki vera í hættu og að stjórnin muni halda.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira