Hlutabréf hækkuðu töluvert 13. október 2005 14:24 Hlutabréf hækkuðu töluvert í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,21% og er nú 3.037 stig. Mest viðskipti voru með hlutabréf Actavis sem hækkuðu um 2,2%. Hugsanlegt er að hlutabréf Actavis hafi hækkað vegna tilkynningar sem Makedóníska lyfjafyrirtækið Alkaloid AD sendi Kauphöllinni þar í landi þann 1. júní sl. að sögn KB banka. Í tilkynningunni segir að félagið eigi í viðræðum við Actavis Group um hugsanlegt samstarf og á erlendum fréttamiðlum segir að hugsanlegt sé að Actavis kaupi Alkaloid. KB banki segir ólíklegt er að þessi frétt eigi við rök að styðjast enda hefur Actavis ekki sent frá sér tilkynningu um möguleg kaup á Alkaloid hér á landi. Þess má þó geta að kaup á Alkaloid hefðu ekki veruleg áhrif á verðmæti Actavis enda félagið lítið og að stórum hluta til í óarðbærri starfsemi. Þetta er því augljóslega ekki sú yfirtaka sem nýlegur orðrómur í The Times virtist ýja að, að sögn KB banka. Viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka námu 301 milljón kr. í dag sem og hækkuðu þau um 1,2%. 234 milljón kr. viðskipti voru með bréf Bakkavarar (0,7% hækkun), 205 milljón kr. viðskipti voru með hlutabréf Landsbankans (3,6% hækkun), 175 milljónir kr. skiptu um hendur í formi bréfa í Össuri (2,2% hækkun) og 170 milljón kr. viðskipti voru í Burðarási (4% hækkun). Mest hækkuðu hlutabréf VÍS í dag eða um 5,6%. Viðskipti voru með hlutabréf allra félaganna í Úrvalsvísitölunni í dag - utan Medcare Flögu - og hækkuðu þau öll fyrir utan Atorku. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Hlutabréf hækkuðu töluvert í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,21% og er nú 3.037 stig. Mest viðskipti voru með hlutabréf Actavis sem hækkuðu um 2,2%. Hugsanlegt er að hlutabréf Actavis hafi hækkað vegna tilkynningar sem Makedóníska lyfjafyrirtækið Alkaloid AD sendi Kauphöllinni þar í landi þann 1. júní sl. að sögn KB banka. Í tilkynningunni segir að félagið eigi í viðræðum við Actavis Group um hugsanlegt samstarf og á erlendum fréttamiðlum segir að hugsanlegt sé að Actavis kaupi Alkaloid. KB banki segir ólíklegt er að þessi frétt eigi við rök að styðjast enda hefur Actavis ekki sent frá sér tilkynningu um möguleg kaup á Alkaloid hér á landi. Þess má þó geta að kaup á Alkaloid hefðu ekki veruleg áhrif á verðmæti Actavis enda félagið lítið og að stórum hluta til í óarðbærri starfsemi. Þetta er því augljóslega ekki sú yfirtaka sem nýlegur orðrómur í The Times virtist ýja að, að sögn KB banka. Viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka námu 301 milljón kr. í dag sem og hækkuðu þau um 1,2%. 234 milljón kr. viðskipti voru með bréf Bakkavarar (0,7% hækkun), 205 milljón kr. viðskipti voru með hlutabréf Landsbankans (3,6% hækkun), 175 milljónir kr. skiptu um hendur í formi bréfa í Össuri (2,2% hækkun) og 170 milljón kr. viðskipti voru í Burðarási (4% hækkun). Mest hækkuðu hlutabréf VÍS í dag eða um 5,6%. Viðskipti voru með hlutabréf allra félaganna í Úrvalsvísitölunni í dag - utan Medcare Flögu - og hækkuðu þau öll fyrir utan Atorku.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira