Framsóknarflokkur minnstur 10. júlí 2004 00:01 Framsóknarflokkurinn er minnsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni sögðust 7,5 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 8,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkurinn, sem tekur við forsæti í ríkisstjórn eftir rúma tvo mánuði, fjóra menn kjörna á Alþingi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar nokkuð frá síðustu könnun og mælist hann með 32,3 prósent fylgi hjá þeim sem taka afstöðu en í síðustu könnun Fréttablaðsins í júní var flokkurinn með 35,7 prósenta fylgi. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með 31,3 prósent fylgi sem er svipað og flokkurinn var með í síðustu könnun. Vinstri grænir bæta verulega við sig fylgi og mælast með 20,5 prósent fylgi en voru með 15 prósent í síðustu könnun. Ef úrslit þingkosninga yrðu með þessu hætti yrði ómögulegt að mynda ríkisstjórn án þátttöku annaðhvort Samfylkingar eða Vinstri grænna, því samanlagður þingmannafjöldi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra yrði þrjátíu þingmenn. Núverandi stjórnarflokkar væru samtals með 25 þingmenn og því langt frá því að hafa meirihluta í þinginu. Ekki er merkjanlegur munur á afstöðu kynja til flokkanna en talsverður munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Þannig nýtur Sjálfstæðisflokkurinn fylgis 42,1 prósents þeirra sem tóku afstöðu á höfuðborgarsvæðinu en einungis 16,3 prósenta þeirra sem taka afstöðu á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn er hins vegar sterkari á landsbyggðinni þar sem 11,4 prósent sögðust styðja flokkinn en einungis fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu. Frjálslyndi flokkurinn er einnig mun sterkari á landsbyggðinni og Samfylkingin nýtur að sama skapi meira fylgis úti á landi, þar sem 38 prósent sögðust styðja Samfylkinguna en 27,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningsmenn Vinstri grænna skiptust jafnt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Sé litið til þróunar á fylgi flokkanna frá kosningum kemur í ljós að þrír flokkanna, Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin, eru nánast með kjörfylgi í könnuninni. Hafa verður þó í huga að úrslit síðustu kosninga voru þau næstverstu í sögu Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar misst stuðning tæplega 60 prósent kjósenda sinna á meðan Vinstri grænir hafa ríflega tvöfaldað fylgi sitt. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja og búsetu. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú?" og tóku 60,4 prósent afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er minnsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnunni sögðust 7,5 prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 8,3 prósent styðja Frjálslynda flokkinn. Samkvæmt þessu fengi Framsóknarflokkurinn, sem tekur við forsæti í ríkisstjórn eftir rúma tvo mánuði, fjóra menn kjörna á Alþingi. Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar nokkuð frá síðustu könnun og mælist hann með 32,3 prósent fylgi hjá þeim sem taka afstöðu en í síðustu könnun Fréttablaðsins í júní var flokkurinn með 35,7 prósenta fylgi. Samfylkingin er næststærsti flokkurinn með 31,3 prósent fylgi sem er svipað og flokkurinn var með í síðustu könnun. Vinstri grænir bæta verulega við sig fylgi og mælast með 20,5 prósent fylgi en voru með 15 prósent í síðustu könnun. Ef úrslit þingkosninga yrðu með þessu hætti yrði ómögulegt að mynda ríkisstjórn án þátttöku annaðhvort Samfylkingar eða Vinstri grænna, því samanlagður þingmannafjöldi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Frjálslyndra yrði þrjátíu þingmenn. Núverandi stjórnarflokkar væru samtals með 25 þingmenn og því langt frá því að hafa meirihluta í þinginu. Ekki er merkjanlegur munur á afstöðu kynja til flokkanna en talsverður munur er á afstöðu fólks eftir búsetu. Þannig nýtur Sjálfstæðisflokkurinn fylgis 42,1 prósents þeirra sem tóku afstöðu á höfuðborgarsvæðinu en einungis 16,3 prósenta þeirra sem taka afstöðu á landsbyggðinni. Framsóknarflokkurinn er hins vegar sterkari á landsbyggðinni þar sem 11,4 prósent sögðust styðja flokkinn en einungis fimm prósent á höfuðborgarsvæðinu. Frjálslyndi flokkurinn er einnig mun sterkari á landsbyggðinni og Samfylkingin nýtur að sama skapi meira fylgis úti á landi, þar sem 38 prósent sögðust styðja Samfylkinguna en 27,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningsmenn Vinstri grænna skiptust jafnt á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Sé litið til þróunar á fylgi flokkanna frá kosningum kemur í ljós að þrír flokkanna, Sjálfstæðisflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin, eru nánast með kjörfylgi í könnuninni. Hafa verður þó í huga að úrslit síðustu kosninga voru þau næstverstu í sögu Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar misst stuðning tæplega 60 prósent kjósenda sinna á meðan Vinstri grænir hafa ríflega tvöfaldað fylgi sitt. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja og búsetu. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú?" og tóku 60,4 prósent afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Sjá meira