Tröllin sem stálu kosningunum Össur Skarphéðinsson skrifar 8. júlí 2004 00:01 Stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir um að synji forseti lýðveldisins um staðfestingu laga skuli þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram eins fljótt og auðið er. Í stjórnarskránni er engin heimild til að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður að eiga sér stað. Þetta var Davíð Oddssyni fullkomlega ljóst þegar forseti Íslands synjaði um staðfestingu fjölmiðlalaganna. Hann gaf við mörg tækifæri skýlausar yfirlýsingar um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Þannig var vart liðinn sólarhringur frá synjun forsetans þegar Davíð Oddsson lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu í Kastljósi sjónvarpsins að kvöldi þriðja júní. Davíð tók sérstaklega fram að Halldór Ásgrímsson væri honum sammála. Við forystumenn stjórnarandstöðunnar áttum fund með þeim báðum í Stjórnarráðinu um miðjan júní. Þar var samkomulag um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði fyrri part ágúst.Tíunda júní óskaði Davíð eftir því við forseta Íslands að hann gæfi út forsetabréf um að þing yrði kvatt saman fimmta júlí. Hann tjáði forsetanum að tilefni sumarþingsins væri að fjalla um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fleiri ráðherrar en Davíð Oddsson lýstu yfir að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf slíka yfirlýsingu í byrjun júlí. Varaformaður hans, Guðni Ágústsson, sem þjóðin öll sá hvernig engdist yfir málinu í Kastljósi sl. mánudagsvöld, hafði þá lýst hinu sama yfir degi fyrr. Geir H. Haarde, varaformaður Sjalfstæðisflokksins lýsti margsinnis yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði að fara fram. Hann túlkaði stjórnarskrána svo að það yrði að gerast innan tveggja mánaða frá yfirlýsingu forsetans. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði í frægum pistli á vefsíðu sinni 3. júní, sem hann hefur að vísu margbreytt síðan, að það væri skylda ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, og eins fljótt og auðið væri. Allir þessir ráðherrar, fimm að tölu, hafa nú gengið á bak orða sinna um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um fjölmiðlalögin. Ástæðan er allri þjóðinni ljós. Þjóðaratkvæðagreiðslan var koltöpuð fyrir stjórninni. Þessvegna ákváð ríkisstjórnin að eyðileggja rétt þjóðarinnar til að segja álit sitt milliliðalaust á fjölmiðlalögunum einsog stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir. Aðferðin felst í því að draga fjölmiðlalögin frá í vor til baka og samþykkja jafnharðan ný lög, sem eru nánast einsog lögin frá í vor. Fjórum dögum áður en tillagan kom fram á þingi hafði Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, lýst fyrir Fréttablaðinu að fjarstæðukennt væri að ætla að þessi leið yrði farin, þar sem hún fæli að öllum líkindum í sér brot á stjórnarskránni. Björn Bjarnason kallaði þessa leið á vefsíðu sinni óbrúklega "brellu". Í alkunnri barnasögu stálu tröllin jólunum. En ríkisstjórnin getur ekki stolið frá þjóðinni réttinum til að segja álit sitt á fjölmiðlalögunum. Hafi hún ekki þrek til að axla úrskurð þjóðaratkvæðagreiðslu á hún að axla sín skinn. Ríkisstjórnin er hvort sem er orðin sálræn byrði á þjóðinni sem bíður eftir að geta hrist hana af sér við fyrsta tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir um að synji forseti lýðveldisins um staðfestingu laga skuli þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram eins fljótt og auðið er. Í stjórnarskránni er engin heimild til að spóla til baka og byrja upp á nýtt. Þjóðaratkvæðagreiðslan verður að eiga sér stað. Þetta var Davíð Oddssyni fullkomlega ljóst þegar forseti Íslands synjaði um staðfestingu fjölmiðlalaganna. Hann gaf við mörg tækifæri skýlausar yfirlýsingar um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Þannig var vart liðinn sólarhringur frá synjun forsetans þegar Davíð Oddsson lofaði þjóðaratkvæðagreiðslu í Kastljósi sjónvarpsins að kvöldi þriðja júní. Davíð tók sérstaklega fram að Halldór Ásgrímsson væri honum sammála. Við forystumenn stjórnarandstöðunnar áttum fund með þeim báðum í Stjórnarráðinu um miðjan júní. Þar var samkomulag um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði fyrri part ágúst.Tíunda júní óskaði Davíð eftir því við forseta Íslands að hann gæfi út forsetabréf um að þing yrði kvatt saman fimmta júlí. Hann tjáði forsetanum að tilefni sumarþingsins væri að fjalla um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Fleiri ráðherrar en Davíð Oddsson lýstu yfir að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, gaf slíka yfirlýsingu í byrjun júlí. Varaformaður hans, Guðni Ágústsson, sem þjóðin öll sá hvernig engdist yfir málinu í Kastljósi sl. mánudagsvöld, hafði þá lýst hinu sama yfir degi fyrr. Geir H. Haarde, varaformaður Sjalfstæðisflokksins lýsti margsinnis yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði að fara fram. Hann túlkaði stjórnarskrána svo að það yrði að gerast innan tveggja mánaða frá yfirlýsingu forsetans. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði í frægum pistli á vefsíðu sinni 3. júní, sem hann hefur að vísu margbreytt síðan, að það væri skylda ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram, og eins fljótt og auðið væri. Allir þessir ráðherrar, fimm að tölu, hafa nú gengið á bak orða sinna um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um fjölmiðlalögin. Ástæðan er allri þjóðinni ljós. Þjóðaratkvæðagreiðslan var koltöpuð fyrir stjórninni. Þessvegna ákváð ríkisstjórnin að eyðileggja rétt þjóðarinnar til að segja álit sitt milliliðalaust á fjölmiðlalögunum einsog stjórnarskráin mælir skýlaust fyrir. Aðferðin felst í því að draga fjölmiðlalögin frá í vor til baka og samþykkja jafnharðan ný lög, sem eru nánast einsog lögin frá í vor. Fjórum dögum áður en tillagan kom fram á þingi hafði Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, lýst fyrir Fréttablaðinu að fjarstæðukennt væri að ætla að þessi leið yrði farin, þar sem hún fæli að öllum líkindum í sér brot á stjórnarskránni. Björn Bjarnason kallaði þessa leið á vefsíðu sinni óbrúklega "brellu". Í alkunnri barnasögu stálu tröllin jólunum. En ríkisstjórnin getur ekki stolið frá þjóðinni réttinum til að segja álit sitt á fjölmiðlalögunum. Hafi hún ekki þrek til að axla úrskurð þjóðaratkvæðagreiðslu á hún að axla sín skinn. Ríkisstjórnin er hvort sem er orðin sálræn byrði á þjóðinni sem bíður eftir að geta hrist hana af sér við fyrsta tækifæri.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar